Erlent

Zimmerman ákærður fyrir morð

George Zimmerman hefur nú verið ákærður fyrir morð.
George Zimmerman hefur nú verið ákærður fyrir morð.
George Zimmerman, sem skaut ungan dreng til bana í Flórída á dögunum hefur gefið sig fram. Zimmerman tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og þann 26 febrúar skaut hann unglingspiltinn Traycon Martin til bana.

Hann segist hafa haldið að um innbrotsþjóf væri að ræða en Trayvon var á leið heim til sín eftir að hafa skroppið út í búð eftir sælgæti. Lögregla ákvað að handtaka ekki Zimmerman og í kjölfarið hefur málið valdið miklum deilum í Flórída og víðar um Bandaríkin.

Lögreglustjóri sýslunnar hefur meðal annars þurft að segja af sér tímabundið vegna málsins. Zimmerman er af latneskum uppruna en Trayvon var svartur. Því er haldið fram að mörgum að ástæða þess að Zimmerman hafi ekki verið handtekin hafi verið tengd litarhætti og hafa fjöldamótmæli verið haldin vegna málsins.

Forsetinn Barack Obama hefur meira að segja tjáð sig um málið og sagt að ef að hann ætti son þá myndi hann sennilega líta út eins og Trayvon, en Zimmerman hefur sagt að honum hafi þótt Trayvon grunsamlegur af því hann var í hettupeysu, eins og fjölmargir unglingar ganga í.

En í gærkvöldi gerðist það að Zimmerman gaf sig fram á lögreglustöð og hefur hann verið ákærður fyrir morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×