Nöfn fórnarlambanna væntanlega birt í dag HH skrifar 15. desember 2012 13:17 Mynd/AFP Tvítugur karlmaður sem skaut tuttugu börn og sjö fullorðna til bana í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum í gærmorgun er talinn hafa undirbúið sig fyrir vel fjöldamorðin áður en hann lét til skara skríða. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt árásina en nöfn hinna látnu verða væntanlega birt í dag. Mörg hundruð sóttu í gærkvöldi minningarathöfn um hina látnu sem haldin var í kaþólsku kirkjunni í Newton. Íbúar bæjarins eru harmi slegnir en þar búa einungis tuttugu og sjö þúsund og því þekktu margir fórnarlömbin persónulega. Fjöldi kom einnig saman fyrir utan Hvíta húsið til að minnast þeirra sem létust en fólkið krafðist að Barack Obama forseti myndi beita sér fyrir því að herða lög um byssueign í landinu. Í ávarpi í gærkvöldi sagði Obama, með tárin í augunum, að bandaríska þjóðina hefði upplifað alltof marga harmleiki líkt og fjöldamorðin í gær og að stjórnvöld yrðu nú að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig, allir yrðu að vinna sama og að pólitíkin mætti ekki koma í veg fyrir þá vinnu. Nöfn hinna látnu hafa enn ekki verið birt en búist er við að lögregla birti þau í dag. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt árásina og vottað ættingjum og vinum hinna látnu samúð sína. Ban ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir það óhugsandi og svívirðilegt að hópur barna hafi verið skotmark árásarmannsins. Það var hinn tuttugu ára gamli Adam Lanza, fyrrverandi nemandi við grunnskólann Sandy Hook, sem gekk þar inn í skotheldu vesti með að minnsta kosti þrjár byssur og hóf að skjóta á nemendur og kennara áður en hann féll fyrir eigin hendi. Skotvopnin voru skráð á móður hans, leikskólakennara við Sandy Hook, en Lanza er grunaður um að hafa skotið hana til bana á heimili þeirra, áður en hann ók á bíl hennar í skólann. Skotárásin stóð yfir í nokkrar mínútur og myrti Lanza alla þá sem hann skaut fyrir utan einn sem nú er á sjúkrahúsi. Lögreglan segir þetta bera þess merki að árásarmaðurinn hafi skipulagt ódæðisverkin vel. Lanza er lýst sem mjög velgefnum en jafnframt ákaflega feimnum og mannfælnum. Bróðir hans hefur sagt í viðtölum við lögregluna að Lanza hafi þjáðst af persónuleikaröskunum og einhverfu. Honum gekk hinsvegar vel í námi sínu í menntaskóla og hafði unnið til nokkrru verðlauna fyrir námsárangur sinn. Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti bekk móður sinnar - svartklæddur og vopnaður hríðskotariffli Adam Lanza sem myrti 26 nemendur og kennara í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum fyrr í dag, er grunaður um aðild að einu morði til viðbótar. 14. desember 2012 23:13 Lík fannst á heimili manns sem tengdur er árásinni Enn er ekki vitað hvort að vígamaðurinn í grunnskólanum Sandy Hook í Connecticut hafi verið einn á ferð. Lögregluyfirvöld í bænum Newtown hafa staðfest að einn árásarmaðurinn hafi fallið á vettvangi. 14. desember 2012 19:45 Harmleikur í Connecticut - ein versta skotárás í sögu Bandaríkjanna Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni. 14. desember 2012 18:04 Myrti móður sína fyrst - 20 börn látin í Newtown Fjöldamorðinginn í Newtown í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hét Adam Lanza. Hann var 20 ára gamall og lést á vettvangi í Newtown. Lögregluyfirvöld hafa ekki staðfest hvort að Lanza hafi svipt sig lífi eða hvort að hann var felldur af lögreglumönnum. 14. desember 2012 21:15 Árásarmaðurinn vel gefinn en mannfælinn Fjöldi kom saman fyrir utan Hvíta Húsið í gærkvöldi til að minnast þeirra tuttugu barna og sjö fullorðinna sem féllu í skotárás sem gerð var á grunnskólann Sandy Hook. 15. desember 2012 10:04 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Tvítugur karlmaður sem skaut tuttugu börn og sjö fullorðna til bana í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum í gærmorgun er talinn hafa undirbúið sig fyrir vel fjöldamorðin áður en hann lét til skara skríða. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt árásina en nöfn hinna látnu verða væntanlega birt í dag. Mörg hundruð sóttu í gærkvöldi minningarathöfn um hina látnu sem haldin var í kaþólsku kirkjunni í Newton. Íbúar bæjarins eru harmi slegnir en þar búa einungis tuttugu og sjö þúsund og því þekktu margir fórnarlömbin persónulega. Fjöldi kom einnig saman fyrir utan Hvíta húsið til að minnast þeirra sem létust en fólkið krafðist að Barack Obama forseti myndi beita sér fyrir því að herða lög um byssueign í landinu. Í ávarpi í gærkvöldi sagði Obama, með tárin í augunum, að bandaríska þjóðina hefði upplifað alltof marga harmleiki líkt og fjöldamorðin í gær og að stjórnvöld yrðu nú að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig, allir yrðu að vinna sama og að pólitíkin mætti ekki koma í veg fyrir þá vinnu. Nöfn hinna látnu hafa enn ekki verið birt en búist er við að lögregla birti þau í dag. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt árásina og vottað ættingjum og vinum hinna látnu samúð sína. Ban ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir það óhugsandi og svívirðilegt að hópur barna hafi verið skotmark árásarmannsins. Það var hinn tuttugu ára gamli Adam Lanza, fyrrverandi nemandi við grunnskólann Sandy Hook, sem gekk þar inn í skotheldu vesti með að minnsta kosti þrjár byssur og hóf að skjóta á nemendur og kennara áður en hann féll fyrir eigin hendi. Skotvopnin voru skráð á móður hans, leikskólakennara við Sandy Hook, en Lanza er grunaður um að hafa skotið hana til bana á heimili þeirra, áður en hann ók á bíl hennar í skólann. Skotárásin stóð yfir í nokkrar mínútur og myrti Lanza alla þá sem hann skaut fyrir utan einn sem nú er á sjúkrahúsi. Lögreglan segir þetta bera þess merki að árásarmaðurinn hafi skipulagt ódæðisverkin vel. Lanza er lýst sem mjög velgefnum en jafnframt ákaflega feimnum og mannfælnum. Bróðir hans hefur sagt í viðtölum við lögregluna að Lanza hafi þjáðst af persónuleikaröskunum og einhverfu. Honum gekk hinsvegar vel í námi sínu í menntaskóla og hafði unnið til nokkrru verðlauna fyrir námsárangur sinn.
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti bekk móður sinnar - svartklæddur og vopnaður hríðskotariffli Adam Lanza sem myrti 26 nemendur og kennara í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum fyrr í dag, er grunaður um aðild að einu morði til viðbótar. 14. desember 2012 23:13 Lík fannst á heimili manns sem tengdur er árásinni Enn er ekki vitað hvort að vígamaðurinn í grunnskólanum Sandy Hook í Connecticut hafi verið einn á ferð. Lögregluyfirvöld í bænum Newtown hafa staðfest að einn árásarmaðurinn hafi fallið á vettvangi. 14. desember 2012 19:45 Harmleikur í Connecticut - ein versta skotárás í sögu Bandaríkjanna Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni. 14. desember 2012 18:04 Myrti móður sína fyrst - 20 börn látin í Newtown Fjöldamorðinginn í Newtown í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hét Adam Lanza. Hann var 20 ára gamall og lést á vettvangi í Newtown. Lögregluyfirvöld hafa ekki staðfest hvort að Lanza hafi svipt sig lífi eða hvort að hann var felldur af lögreglumönnum. 14. desember 2012 21:15 Árásarmaðurinn vel gefinn en mannfælinn Fjöldi kom saman fyrir utan Hvíta Húsið í gærkvöldi til að minnast þeirra tuttugu barna og sjö fullorðinna sem féllu í skotárás sem gerð var á grunnskólann Sandy Hook. 15. desember 2012 10:04 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Myrti bekk móður sinnar - svartklæddur og vopnaður hríðskotariffli Adam Lanza sem myrti 26 nemendur og kennara í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum fyrr í dag, er grunaður um aðild að einu morði til viðbótar. 14. desember 2012 23:13
Lík fannst á heimili manns sem tengdur er árásinni Enn er ekki vitað hvort að vígamaðurinn í grunnskólanum Sandy Hook í Connecticut hafi verið einn á ferð. Lögregluyfirvöld í bænum Newtown hafa staðfest að einn árásarmaðurinn hafi fallið á vettvangi. 14. desember 2012 19:45
Harmleikur í Connecticut - ein versta skotárás í sögu Bandaríkjanna Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni. 14. desember 2012 18:04
Myrti móður sína fyrst - 20 börn látin í Newtown Fjöldamorðinginn í Newtown í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hét Adam Lanza. Hann var 20 ára gamall og lést á vettvangi í Newtown. Lögregluyfirvöld hafa ekki staðfest hvort að Lanza hafi svipt sig lífi eða hvort að hann var felldur af lögreglumönnum. 14. desember 2012 21:15
Árásarmaðurinn vel gefinn en mannfælinn Fjöldi kom saman fyrir utan Hvíta Húsið í gærkvöldi til að minnast þeirra tuttugu barna og sjö fullorðinna sem féllu í skotárás sem gerð var á grunnskólann Sandy Hook. 15. desember 2012 10:04