Unglingar í Reykjavík eiga það besta skilið 21. febrúar 2012 06:00 Unglingar í Reykjavík sýna okkur á hverjum degi hvað þeir eru frábærir. Þeir bæta sig í námi ár frá ári, þeir eru skapandi og meðvitaðir. Þeir segja nei við vímugjöfum og vekja athygli um heim allan fyrir stöðugar framfarir þegar kemur að heilbrigðu líferni. Þeir eru langflestir í skipulögðu frístundastarfi utan skóla. Unglingar í Reykjavík eiga skilið bestu hugsanlegu tækifæri til náms og félagsstarfs. Það er okkar að tryggja það. Hjartað í skólastarfinuOkkur í meirihluta borgarstjórnar þykir vænst um það sem stundum er nefnt hjartað í skólastarfinu, verkefni sem styrkja innra starf skólanna, skólastarfið sjálft. Þangað á fjármagnið að fara. Við viljum skapa svigrúm til faglegrar uppbyggingar. Ábyrgir stjórnmálamenn velja þá leið sem kemur sér best fyrir börn og unglinga. Allar breytingar reyna á en það skiptir mestu fyrir börn og unglinga að þær gangi vel. Við undirbúning breytinga höfum við hlustað á áhyggjur og óskir unglinganna. Uppbyggileg gagnrýni og vel ígrundaðar ábendingar unglinganna hafa gert mikið gagn. Þær lúta að samgöngum, félagsstarfi, kennsluháttum, námsframboði, námsmati og hvernig skapa megi góðan skólabrag í nýrri, sameinaðri unglingadeild. Unglingar vilja bestu mögulega menntun fyrir framtíðina. Þeir leggja áherslu á að kennarar á unglingastigi séu sérhæfðir í sínum kennslugreinum. Þeim er líka annt um lýðræði og vilja sameiginlegt unglingaráð svo raddir allra heyrist í nýju skólasamfélagi. Það er okkar verkefni að koma til móts við þessar óskir. Og það hefur gengið vel. BreytingarHaustið 2010 hóf Reykjavíkurborg skipulagsbreytingar í skóla- og frístundastarfi sínu. Ástæðan var einföld. Mikið hafði verið skorið niður í innra starfi skóla og mat fagfólks að þolmörkum væri náð. Undirbúningur var viðamikill með viðtölum við rúmlega 100 stjórnendur, hverfafundir og rýnihópar skólafólks og foreldra skoðuðu leiðir til hagræðingar. Unnið var út frá einfaldri forsendu: Ef breyting á skólastarfi er til góðs fyrir börnin, unglingana, skólastarfið og borgarsjóð, skyldi hún skoðuð með opnum huga. Þegar farið var yfir ábendingar var áberandi hve margir sáu ókosti við fámennar unglingadeildir. Því samþykkti borgarstjórn breytingar í sunnanverðum og norðanverðum Grafarvogi, sem og í skólahverfi Hvassaleitis. Nemendafækkun hefur verið nokkuð jöfn í Grafarvogi á undanförnum árum og fyrirséð að svo verði áfram. Í Hamra- og Húsaskóla eru mjög fámennar unglingadeildir með aðeins rúmlega 150 unglingum samtals í þremur efstu bekkjum. Fjölmörg fagleg rök styðja sameiningu svo lítilla unglingadeilda. Þannig má skapa fjölbreyttari valgreinar fyrir unglingana, efla fagþekkingu kennara og aðra sérþekkingu sem tengist aldurshópnum, efla samvinnu kennara, styrkja félagslíf og unglingamenningu. Til verður öflugri skóli með fleiri tækifærum fyrir unglinga til að blómstra og rækta sína hæfileika. Hagræðing í umgjörð eða innra starfi?Á síðustu þremur árum hafa sveitarfélögin í landinu hagrætt um 12 milljarða króna í skóla- og frístundastarfi. Í Reykjavík var haustið 2010 komið að sársaukamörkum þess að skera frekar niður í innra starfi skólanna. Því var farin sú leið að horfa til breytinga á skólagerðum, stjórnun og ytra skipulagi skóla. Leik- og grunnskólar í borginni eru fámennir samanborið við stærstu sveitarfélög landsins. En íbúar krefjast þess að þeir njóti hagkvæmni stærðarinnar. Hér verður því að leita jafnvægis og horfa á heildarmyndina. Bestu lausnirnar eru þær sem sameina faglegan metnað okkar fyrir hönd skólastarfs barna og unglinga í Reykjavík og draga jafnframt úr rekstrarkostnaði. Einungis þannig getum við haldið áfram að efla okkar góða skólastarf. Þessi leið er ekki hafin yfir gagnrýni, en við vorum ekki kosin til að velja auðveldustu leiðina. Á þessu ári nemur ávinningur af rekstrarhagræðingu í skólastarfi tæplega 140 milljónum króna, en mun aukast þegar breytingarnar eru að fullu komnar til framkvæmda á næsta ári. Þetta eru töluverðir fjármunir sem skila sér strax til innra starfs skólanna næstu árin: til þróunarverkefna, bókasafna, mötuneyta, búnaðarkaupa og margs fleira sem setið hefur á hakanum undanfarin ár. Við vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáumVið höfum sterka sannfæringu fyrir því að nemendum farnist betur í stærra samfélagi unglinga. Sú sannfæring byggir á reynslu, mati og úttektum og við deilum henni með reynslumiklum skólastjórum og kennurum, en líka foreldrum. Unglingarnir sjálfir sýna fram á að þeim líður vel í stærra samfélagi jafnaldra sinna, mælingar á líðan, einelti og námsárangri benda til þess. Áhyggjur foreldra eru engu að síður skiljanlegar. Fæstir eru hrifnir af breytingum á námsumhverfi barna sinna. En reynslan sýnir okkur, hér heima sem og erlendis, að faglegt starf er í engri hættu. Breytingarnar þurfa hvorki að leiða til verri líðunar nemenda né slakari námsárangurs og geta þvert á móti haft áhrif til góðs. Ég tel að við verðum öll að setja börnin okkar og unglingana í forgang og leggjast á eitt til að sá góði undirbúningur að breytingunum gangi eftir og nýtist sem best. Það er best fyrir börn og unglinga í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Unglingar í Reykjavík sýna okkur á hverjum degi hvað þeir eru frábærir. Þeir bæta sig í námi ár frá ári, þeir eru skapandi og meðvitaðir. Þeir segja nei við vímugjöfum og vekja athygli um heim allan fyrir stöðugar framfarir þegar kemur að heilbrigðu líferni. Þeir eru langflestir í skipulögðu frístundastarfi utan skóla. Unglingar í Reykjavík eiga skilið bestu hugsanlegu tækifæri til náms og félagsstarfs. Það er okkar að tryggja það. Hjartað í skólastarfinuOkkur í meirihluta borgarstjórnar þykir vænst um það sem stundum er nefnt hjartað í skólastarfinu, verkefni sem styrkja innra starf skólanna, skólastarfið sjálft. Þangað á fjármagnið að fara. Við viljum skapa svigrúm til faglegrar uppbyggingar. Ábyrgir stjórnmálamenn velja þá leið sem kemur sér best fyrir börn og unglinga. Allar breytingar reyna á en það skiptir mestu fyrir börn og unglinga að þær gangi vel. Við undirbúning breytinga höfum við hlustað á áhyggjur og óskir unglinganna. Uppbyggileg gagnrýni og vel ígrundaðar ábendingar unglinganna hafa gert mikið gagn. Þær lúta að samgöngum, félagsstarfi, kennsluháttum, námsframboði, námsmati og hvernig skapa megi góðan skólabrag í nýrri, sameinaðri unglingadeild. Unglingar vilja bestu mögulega menntun fyrir framtíðina. Þeir leggja áherslu á að kennarar á unglingastigi séu sérhæfðir í sínum kennslugreinum. Þeim er líka annt um lýðræði og vilja sameiginlegt unglingaráð svo raddir allra heyrist í nýju skólasamfélagi. Það er okkar verkefni að koma til móts við þessar óskir. Og það hefur gengið vel. BreytingarHaustið 2010 hóf Reykjavíkurborg skipulagsbreytingar í skóla- og frístundastarfi sínu. Ástæðan var einföld. Mikið hafði verið skorið niður í innra starfi skóla og mat fagfólks að þolmörkum væri náð. Undirbúningur var viðamikill með viðtölum við rúmlega 100 stjórnendur, hverfafundir og rýnihópar skólafólks og foreldra skoðuðu leiðir til hagræðingar. Unnið var út frá einfaldri forsendu: Ef breyting á skólastarfi er til góðs fyrir börnin, unglingana, skólastarfið og borgarsjóð, skyldi hún skoðuð með opnum huga. Þegar farið var yfir ábendingar var áberandi hve margir sáu ókosti við fámennar unglingadeildir. Því samþykkti borgarstjórn breytingar í sunnanverðum og norðanverðum Grafarvogi, sem og í skólahverfi Hvassaleitis. Nemendafækkun hefur verið nokkuð jöfn í Grafarvogi á undanförnum árum og fyrirséð að svo verði áfram. Í Hamra- og Húsaskóla eru mjög fámennar unglingadeildir með aðeins rúmlega 150 unglingum samtals í þremur efstu bekkjum. Fjölmörg fagleg rök styðja sameiningu svo lítilla unglingadeilda. Þannig má skapa fjölbreyttari valgreinar fyrir unglingana, efla fagþekkingu kennara og aðra sérþekkingu sem tengist aldurshópnum, efla samvinnu kennara, styrkja félagslíf og unglingamenningu. Til verður öflugri skóli með fleiri tækifærum fyrir unglinga til að blómstra og rækta sína hæfileika. Hagræðing í umgjörð eða innra starfi?Á síðustu þremur árum hafa sveitarfélögin í landinu hagrætt um 12 milljarða króna í skóla- og frístundastarfi. Í Reykjavík var haustið 2010 komið að sársaukamörkum þess að skera frekar niður í innra starfi skólanna. Því var farin sú leið að horfa til breytinga á skólagerðum, stjórnun og ytra skipulagi skóla. Leik- og grunnskólar í borginni eru fámennir samanborið við stærstu sveitarfélög landsins. En íbúar krefjast þess að þeir njóti hagkvæmni stærðarinnar. Hér verður því að leita jafnvægis og horfa á heildarmyndina. Bestu lausnirnar eru þær sem sameina faglegan metnað okkar fyrir hönd skólastarfs barna og unglinga í Reykjavík og draga jafnframt úr rekstrarkostnaði. Einungis þannig getum við haldið áfram að efla okkar góða skólastarf. Þessi leið er ekki hafin yfir gagnrýni, en við vorum ekki kosin til að velja auðveldustu leiðina. Á þessu ári nemur ávinningur af rekstrarhagræðingu í skólastarfi tæplega 140 milljónum króna, en mun aukast þegar breytingarnar eru að fullu komnar til framkvæmda á næsta ári. Þetta eru töluverðir fjármunir sem skila sér strax til innra starfs skólanna næstu árin: til þróunarverkefna, bókasafna, mötuneyta, búnaðarkaupa og margs fleira sem setið hefur á hakanum undanfarin ár. Við vitum hvað við höfum en ekki hvað við fáumVið höfum sterka sannfæringu fyrir því að nemendum farnist betur í stærra samfélagi unglinga. Sú sannfæring byggir á reynslu, mati og úttektum og við deilum henni með reynslumiklum skólastjórum og kennurum, en líka foreldrum. Unglingarnir sjálfir sýna fram á að þeim líður vel í stærra samfélagi jafnaldra sinna, mælingar á líðan, einelti og námsárangri benda til þess. Áhyggjur foreldra eru engu að síður skiljanlegar. Fæstir eru hrifnir af breytingum á námsumhverfi barna sinna. En reynslan sýnir okkur, hér heima sem og erlendis, að faglegt starf er í engri hættu. Breytingarnar þurfa hvorki að leiða til verri líðunar nemenda né slakari námsárangurs og geta þvert á móti haft áhrif til góðs. Ég tel að við verðum öll að setja börnin okkar og unglingana í forgang og leggjast á eitt til að sá góði undirbúningur að breytingunum gangi eftir og nýtist sem best. Það er best fyrir börn og unglinga í Reykjavík.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun