Hvað er góð nýting á hval? Sigursteinn Másson skrifar 22. mars 2012 06:00 Þann 12. mars hófst auglýsingaherferð Alþjóðadýraverndunarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands í sjónvarpi. Markmið auglýsingarinnar er að vekja almenning á Íslandi til umhugsunar um skynsamlega nýtingu á hvölum. Í auglýsingunni er varpað fram þeirri spurningu hvað sé góð nýting á hrefnu. Hrefnan hefur verið uppistaðan í hvalaskoðun á Íslandi um árabil en hvalaskoðendur hafa merkt neikvæða breytingu á hegðun hennar, hún er styggari og erfiðari að nálgast en áður og er það samdóma álit forsvarsmanna hvalaskoðunarfyrirtækja í Reykjavík að hrefnuveiðarnar í Faxaflóa hafi haft neikvæð áhrif. Á síðasta ári fóru um 128.000 farþegar í hvalaskoðun á Íslandi samanborið við 115.000 árið 2010 en það segir sig sjálft að vöxtur og viðgangur þessarar atvinnugreinar og auknar gjaldeyristekjur er undir því komið að hún fái að starfa í friði fyrir hvalveiðum. Hér er um mjög mikilvæga og arðbæra nýtingu hvalastofna við landið að ræða öfugt við hvalveiðarnar sem sáralitlu skila. Í auglýsingunni er bent á að 3/4 hlutum veiddrar hrefnu sé hent beint aftur í sjóinn. Þetta er varkárt mat því sennilega er það sem nýtt er af hverju dýri yfirleitt enn minna. Í skýrslu Þorsteins Siglaugssonar hagfræðings um atvinnusköpun við hvalveiðar 2010 kemur fram að samkvæmt veiðitölum frá árunum fyrir 1986 hafi áætlað magn kjöts af hverju dýri á innanlandsmarkað verið 680 kg. Miðað við 5,9 tonna meðalþyngd svarar þetta til aðeins 11% nýtingar en að 89% hafi verið hent. Í viðali við forsvarsmann hrefnuveiðimanna á visi.is þann 12. ágúst 2009 segir hann að árleg sala á Íslandi nemi um fimmtíu tonnum. Sama ár voru veidd 75 dýr og ef þau skiluðu 50 tonnum af afurðum var nýtingin sem fyrr um 11%. Samkvæmt því sem fram kemur í viðtali við framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna ehf. í Fiskifréttum þann 15. júlí 2010 má ætla að nýtingin sé á bilinu 15-16%. Finnst einhverjum það vera góð nýting? Útflutningur á hrefnuafurðum hefur enginn verið frá því að veiðarnar hófust að nýju árið 2003 og engar líkur á að nokkur breyting verði á því. Hrefnuveiðimenn ehf. hafa sjálfir upplýst að markaðsstarf í Japan sé þeim ofviða enda ekki nema von því japönskum stjórnvöldum hefur sjálfum lítið orðið ágengt í markaðsherferðum fyrir hvalkjöt heima fyrir. Nú er tími til kominn að horfast í augu við þá staðreynd að nýir tímar eru gengnir í garð og að þessi vara á nær hvergi upp á pallborðið. Ábyrg hvalaskoðun er sjálfbær og hagkvæm nýting hvalastofna við Ísland. Hún hefur vaxið á undanförnum árum en hefur möguleika á að gera það enn frekar í sátt við umhverfið ef hvalveiðarnar víkja. Fyrsta skrefið er að stækka griðarsvæði hvala í Faxaflóa og á Norðurlandi i samræmi við óskir Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og Samtaka ferðaþjónustunnar. Það getur sjávarútvegsráðherra gert strax í vor með reglugerðarbreytingu. Það mundi strax ýta undir betri og jákvæðari nýtingu á hval við Íslandsstrendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 12. mars hófst auglýsingaherferð Alþjóðadýraverndunarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands í sjónvarpi. Markmið auglýsingarinnar er að vekja almenning á Íslandi til umhugsunar um skynsamlega nýtingu á hvölum. Í auglýsingunni er varpað fram þeirri spurningu hvað sé góð nýting á hrefnu. Hrefnan hefur verið uppistaðan í hvalaskoðun á Íslandi um árabil en hvalaskoðendur hafa merkt neikvæða breytingu á hegðun hennar, hún er styggari og erfiðari að nálgast en áður og er það samdóma álit forsvarsmanna hvalaskoðunarfyrirtækja í Reykjavík að hrefnuveiðarnar í Faxaflóa hafi haft neikvæð áhrif. Á síðasta ári fóru um 128.000 farþegar í hvalaskoðun á Íslandi samanborið við 115.000 árið 2010 en það segir sig sjálft að vöxtur og viðgangur þessarar atvinnugreinar og auknar gjaldeyristekjur er undir því komið að hún fái að starfa í friði fyrir hvalveiðum. Hér er um mjög mikilvæga og arðbæra nýtingu hvalastofna við landið að ræða öfugt við hvalveiðarnar sem sáralitlu skila. Í auglýsingunni er bent á að 3/4 hlutum veiddrar hrefnu sé hent beint aftur í sjóinn. Þetta er varkárt mat því sennilega er það sem nýtt er af hverju dýri yfirleitt enn minna. Í skýrslu Þorsteins Siglaugssonar hagfræðings um atvinnusköpun við hvalveiðar 2010 kemur fram að samkvæmt veiðitölum frá árunum fyrir 1986 hafi áætlað magn kjöts af hverju dýri á innanlandsmarkað verið 680 kg. Miðað við 5,9 tonna meðalþyngd svarar þetta til aðeins 11% nýtingar en að 89% hafi verið hent. Í viðali við forsvarsmann hrefnuveiðimanna á visi.is þann 12. ágúst 2009 segir hann að árleg sala á Íslandi nemi um fimmtíu tonnum. Sama ár voru veidd 75 dýr og ef þau skiluðu 50 tonnum af afurðum var nýtingin sem fyrr um 11%. Samkvæmt því sem fram kemur í viðtali við framkvæmdastjóra Hrefnuveiðimanna ehf. í Fiskifréttum þann 15. júlí 2010 má ætla að nýtingin sé á bilinu 15-16%. Finnst einhverjum það vera góð nýting? Útflutningur á hrefnuafurðum hefur enginn verið frá því að veiðarnar hófust að nýju árið 2003 og engar líkur á að nokkur breyting verði á því. Hrefnuveiðimenn ehf. hafa sjálfir upplýst að markaðsstarf í Japan sé þeim ofviða enda ekki nema von því japönskum stjórnvöldum hefur sjálfum lítið orðið ágengt í markaðsherferðum fyrir hvalkjöt heima fyrir. Nú er tími til kominn að horfast í augu við þá staðreynd að nýir tímar eru gengnir í garð og að þessi vara á nær hvergi upp á pallborðið. Ábyrg hvalaskoðun er sjálfbær og hagkvæm nýting hvalastofna við Ísland. Hún hefur vaxið á undanförnum árum en hefur möguleika á að gera það enn frekar í sátt við umhverfið ef hvalveiðarnar víkja. Fyrsta skrefið er að stækka griðarsvæði hvala í Faxaflóa og á Norðurlandi i samræmi við óskir Hvalaskoðunarsamtaka Íslands og Samtaka ferðaþjónustunnar. Það getur sjávarútvegsráðherra gert strax í vor með reglugerðarbreytingu. Það mundi strax ýta undir betri og jákvæðari nýtingu á hval við Íslandsstrendur.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun