Gegnumbrot skáldskaparins Trausti Steinsson skrifar 22. mars 2012 06:00 Nýlega (nánar tiltekið 10. mars sl.) las ég í Fréttablaðinu ágæta grein eftir Hermann Stefánsson rithöfund þar sem hann fjallar um það sem hann kallar öfgamaskúlínisma og varar við honum og hvetur okkur öll, okkur alla réttara sagt, karla þessa lands, til að hafna honum í orðum og æði. Á sama tíma berast okkur daglega fréttir af auknu ofbeldi karla gegn konum og þeim jafnvel barnungum, skipulögðum hópnauðgunum og um leið vaxandi ásókn maskúlínglæpagengja utan úr heimi sem hafa líklega frétt að Ísland sé gósenland fyrir kynferðisglæpamenn, hér sé þeim beinlínis hampað sem hetjum. Sennilega er besta leiðin til að sporna gegn þessari ómennsku allri einmitt sú sem Hermann Stefánsson stingur upp á, nefnilega sú að vel meinandi karlar á öllum aldri, þeir eru ennþá til, við erum ennþá til, rísi upp og lýsi frati sínu opinberlega, í fjölmiðlum, sem víðast, á þessu öfgafulla maskúlín-mentalíteti sem virðist vera að grafa um sig dýpra og dýpra innra með jafnvel ungum drengjum sem greinilega hafa alltof margar vondar fyrirmyndir upp á að horfa alltof mörgum stundum. Hættið karlar – afar, pabbar, ungir drengir – að láta sem ykkur þyki klám og t.d. nauðgunartal og nauðgunarhótanir og ofbeldi í orðum og gjörðum fyndið. Það er ekki fyndið heldur hallærislegt og ógeðslegt. Gerið frekar, gerum frekar allir sem einn það sem Hermann Stefánsson stingur upp á. Gerum „eitthvað annað á opinberum vettvangi en fara með vonda fyndni". Hvernig til dæmis? Gefum Hermanni aftur orðið: Með því að: „Lesa bækur, tefla, fara með fyndna fyndni, spila tónlist, leggja stund á gegnumbrot skáldskaparins, ástunda sannar ögranir, fíflast, láta öllum illum látum, ganga gegn skinhelginni, hrista upp í hlutunum, vera næs, gera það kúl að vera næs." Fyrir allmörgum árum kenndi ég stórum strákahóp í 10. bekk íslensku. Langt fram eftir hausti komst ég í lítið samband við strákana, þeir voru svo rosalega miklir töffarar og ég of mjúkur, of mikill bókabéus, of ljóðrænn fyrir þá. Einu sinni í nóvember var ljóðatími. Ég ákvað að gefast ekki upp heldur fór á ljóðaflug og sagði við strákana: Vitiði strákar, það er miklu meira töff, meira kúl og miklu meira næs líka og líklegra til árangurs að fara með ljóð í viðurvist stelpnanna heldur en að klæmast við þær og vera grófur og dónalegur og ógeðslegur. Prófiði næst þegar ykkur langar að hrífa stelpu og sjáið sólina rísa austan yfir Eyjafjöll, Tindfjöll og Heklu að segja: Þarna siglir hin rósfingraða morgungyðja upp á himins bláa bogann. Fyrst göptu þeir en svo langaði þá ólma að skilja þessi orð. Og nokkrir lærðu þau strax utan að og ákváðu að slá um sig með þeim við fyrsta tækifæri í góðum félagsskap. Með góðum árangri, það sá ég vel. Gegnumbrot skáldskaparins virkaði! Og getur virkað enn um langa framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tengdar fréttir Öfgamaskúlínismi Fyrir nokkrum árum, nokkuð mörgum reyndar, fór ég að skoða skipulega ákveðna tegund karlamenningar sem mér þótti vera að mótast á Íslandi. 10. mars 2012 12:00 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega (nánar tiltekið 10. mars sl.) las ég í Fréttablaðinu ágæta grein eftir Hermann Stefánsson rithöfund þar sem hann fjallar um það sem hann kallar öfgamaskúlínisma og varar við honum og hvetur okkur öll, okkur alla réttara sagt, karla þessa lands, til að hafna honum í orðum og æði. Á sama tíma berast okkur daglega fréttir af auknu ofbeldi karla gegn konum og þeim jafnvel barnungum, skipulögðum hópnauðgunum og um leið vaxandi ásókn maskúlínglæpagengja utan úr heimi sem hafa líklega frétt að Ísland sé gósenland fyrir kynferðisglæpamenn, hér sé þeim beinlínis hampað sem hetjum. Sennilega er besta leiðin til að sporna gegn þessari ómennsku allri einmitt sú sem Hermann Stefánsson stingur upp á, nefnilega sú að vel meinandi karlar á öllum aldri, þeir eru ennþá til, við erum ennþá til, rísi upp og lýsi frati sínu opinberlega, í fjölmiðlum, sem víðast, á þessu öfgafulla maskúlín-mentalíteti sem virðist vera að grafa um sig dýpra og dýpra innra með jafnvel ungum drengjum sem greinilega hafa alltof margar vondar fyrirmyndir upp á að horfa alltof mörgum stundum. Hættið karlar – afar, pabbar, ungir drengir – að láta sem ykkur þyki klám og t.d. nauðgunartal og nauðgunarhótanir og ofbeldi í orðum og gjörðum fyndið. Það er ekki fyndið heldur hallærislegt og ógeðslegt. Gerið frekar, gerum frekar allir sem einn það sem Hermann Stefánsson stingur upp á. Gerum „eitthvað annað á opinberum vettvangi en fara með vonda fyndni". Hvernig til dæmis? Gefum Hermanni aftur orðið: Með því að: „Lesa bækur, tefla, fara með fyndna fyndni, spila tónlist, leggja stund á gegnumbrot skáldskaparins, ástunda sannar ögranir, fíflast, láta öllum illum látum, ganga gegn skinhelginni, hrista upp í hlutunum, vera næs, gera það kúl að vera næs." Fyrir allmörgum árum kenndi ég stórum strákahóp í 10. bekk íslensku. Langt fram eftir hausti komst ég í lítið samband við strákana, þeir voru svo rosalega miklir töffarar og ég of mjúkur, of mikill bókabéus, of ljóðrænn fyrir þá. Einu sinni í nóvember var ljóðatími. Ég ákvað að gefast ekki upp heldur fór á ljóðaflug og sagði við strákana: Vitiði strákar, það er miklu meira töff, meira kúl og miklu meira næs líka og líklegra til árangurs að fara með ljóð í viðurvist stelpnanna heldur en að klæmast við þær og vera grófur og dónalegur og ógeðslegur. Prófiði næst þegar ykkur langar að hrífa stelpu og sjáið sólina rísa austan yfir Eyjafjöll, Tindfjöll og Heklu að segja: Þarna siglir hin rósfingraða morgungyðja upp á himins bláa bogann. Fyrst göptu þeir en svo langaði þá ólma að skilja þessi orð. Og nokkrir lærðu þau strax utan að og ákváðu að slá um sig með þeim við fyrsta tækifæri í góðum félagsskap. Með góðum árangri, það sá ég vel. Gegnumbrot skáldskaparins virkaði! Og getur virkað enn um langa framtíð.
Öfgamaskúlínismi Fyrir nokkrum árum, nokkuð mörgum reyndar, fór ég að skoða skipulega ákveðna tegund karlamenningar sem mér þótti vera að mótast á Íslandi. 10. mars 2012 12:00
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun