Það er töff að nota hjálm Aðalheiður Dögg Finnsdóttir skrifar 5. maí 2012 06:00 Nú þegar sumardagurinn fyrsti hefur gengið í garð með hækkandi sól og batnandi veðri fylgir óhjákvæmilega aukin útivist, til að mynda hjólreiðar. Alltaf er brýnt fyrir börnum að nota hjálm, sama hvaða farartæki þau kjósa sér, reiðhjól, hjólabretti, línuskauta eða hlaupahjól. Hinir eldri, ábyrgðarfullu, brýna fyrir þeim yngri. Ekki virðist það þó skipta jafn miklu máli fyrir fullorðna að nota hjálm. Hrósa skal þeim sem gera það og sýna þar með gott fordæmi. Það sem virðist einkenna einstaklinga sem nota ekki hjálm er sú hugsun að ekkert komi fyrir þá, þeir fari varlega og sumum finnst einfaldlega ljótt að vera með hjálm. Það þykir ekki töff. Hins vegar er það sem er í rauninni ekki töff er að gleyma því að slysin gera ekki boð á undan sér og að þau geta haft alvarlegar afleiðingar. Fólk lærir yfirleitt af reynslunni en það sem er óskiljanlegt er af hverju eitthvað slæmt þurfi að gerast til þess að fullorðið fólk noti öryggisbúnað. Þetta þekki ég persónulega allt of vel. Fyrir þremur árum hugsaði ég ekki mikið út í notkun hjálma og tók yfirleitt ekki eftir því hvort annað fólk notaði hjálm. Það breyttist í maí árið 2009. Keyrt var á yngri systur mína þegar hún hjólaði yfir gatnamót. Hún var ekki með hjálm. Algert slys var um að ræða, slys sem gerir ekki boð á undan sér. Eftir slysið tók við sjúkrahúsdvöl, sjúkraþjálfari og óteljandi læknisheimsóknir. Hún missti hreyfigetu í vinstri fæti, sjónin skertist og einbeitingarleysi og þróttleysi gerðu vart við sig. Þetta eru dæmi um þau líkamlegu einkenni sem hún þurfti að vinna sig upp úr svo ekki sé minnst á andlega heilsu sem hún þurfti einnig að vinna í. Afleyðingar slyssins draga enn dilk á eftir sér og mun ýmis konar skert líkamsgeta hrjá hana allt hennar líf. Slysið hafði ekki einungis áhrif á hana heldur einnig fjölskyldu og vini. Hugsunarháttur og viðhorf margra breyttist talsvert. Sama reglan gildir um bílbelti og hjálma, sama hversu stutt þú ert að fara og hversu varlega þú ferð veistu aldrei hvenær slysin verða. Ég er búin að læra af reynslunni og mun alltaf nota hjálm. Biðla ég til ykkar hjólreiðamanna, yngri sem eldri, að nota hjálm. Það eru forréttindi að vera heilbrigður. Það er töff að nota hjálm. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Nú þegar sumardagurinn fyrsti hefur gengið í garð með hækkandi sól og batnandi veðri fylgir óhjákvæmilega aukin útivist, til að mynda hjólreiðar. Alltaf er brýnt fyrir börnum að nota hjálm, sama hvaða farartæki þau kjósa sér, reiðhjól, hjólabretti, línuskauta eða hlaupahjól. Hinir eldri, ábyrgðarfullu, brýna fyrir þeim yngri. Ekki virðist það þó skipta jafn miklu máli fyrir fullorðna að nota hjálm. Hrósa skal þeim sem gera það og sýna þar með gott fordæmi. Það sem virðist einkenna einstaklinga sem nota ekki hjálm er sú hugsun að ekkert komi fyrir þá, þeir fari varlega og sumum finnst einfaldlega ljótt að vera með hjálm. Það þykir ekki töff. Hins vegar er það sem er í rauninni ekki töff er að gleyma því að slysin gera ekki boð á undan sér og að þau geta haft alvarlegar afleiðingar. Fólk lærir yfirleitt af reynslunni en það sem er óskiljanlegt er af hverju eitthvað slæmt þurfi að gerast til þess að fullorðið fólk noti öryggisbúnað. Þetta þekki ég persónulega allt of vel. Fyrir þremur árum hugsaði ég ekki mikið út í notkun hjálma og tók yfirleitt ekki eftir því hvort annað fólk notaði hjálm. Það breyttist í maí árið 2009. Keyrt var á yngri systur mína þegar hún hjólaði yfir gatnamót. Hún var ekki með hjálm. Algert slys var um að ræða, slys sem gerir ekki boð á undan sér. Eftir slysið tók við sjúkrahúsdvöl, sjúkraþjálfari og óteljandi læknisheimsóknir. Hún missti hreyfigetu í vinstri fæti, sjónin skertist og einbeitingarleysi og þróttleysi gerðu vart við sig. Þetta eru dæmi um þau líkamlegu einkenni sem hún þurfti að vinna sig upp úr svo ekki sé minnst á andlega heilsu sem hún þurfti einnig að vinna í. Afleyðingar slyssins draga enn dilk á eftir sér og mun ýmis konar skert líkamsgeta hrjá hana allt hennar líf. Slysið hafði ekki einungis áhrif á hana heldur einnig fjölskyldu og vini. Hugsunarháttur og viðhorf margra breyttist talsvert. Sama reglan gildir um bílbelti og hjálma, sama hversu stutt þú ert að fara og hversu varlega þú ferð veistu aldrei hvenær slysin verða. Ég er búin að læra af reynslunni og mun alltaf nota hjálm. Biðla ég til ykkar hjólreiðamanna, yngri sem eldri, að nota hjálm. Það eru forréttindi að vera heilbrigður. Það er töff að nota hjálm.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun