Forsetinn og "stefnan“ Þorsteinn Vilhjálmsson skrifar 16. júní 2012 06:00 Getur forseti Íslands haft „stefnu" í utanríkismálum? Stefnu sem gæti staðið undir nafni og komið fram í verki? Svar mitt er nei. Það getur hann ekki frekar en stýrimaður á skipi getur haft „stefnu" ef skipstjóri er á skipinu og því er stjórnað með eðlilegum og hefðbundnum hætti. Bæði forseti og stýrimaður geta hins vegar haft skoðun á málum, átt frumkvæði og sett fram hugmyndir, og sannarlega getur verið æskilegt að þeir geri það. Þegar hugmyndir þeirra hljóta hljómgrunn og verða jafnvel hluti af ríkjandi stefnu er þeim auðvitað frjálst að gleðjast en ekki endilega að eigna sér stefnuna eða framkvæmd hennar. Ýmsar ástæður liggja til þess að forseti Íslands getur ekki haft sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Þyngst á metunum er það að utanríkismál þjóðarinnar eru á valdsviði og verksviði ríkisstjórnar á hverjum tíma og þannig vilja flestir væntanlega hafa það þegar til lengdar lætur, hvað sem líður væringum stundarinnar. Stjórnmálaflokkarnir hafa skráða og yfirlýsta stefnu í utanríkismálum og við höfum hana meðal annars í huga þegar við setjum krossinn í þingkosningum. Þannig hefur ríkisstjórn umboð kjósenda til að fara með utanríkismál, en forseti hefur ekki slíkt umboð. Auk þess hefur ríkisstjórnin á sínum vegum starfskrafta og aðstöðu til að framfylgja mótaðri stefnu í utanríkismálum. Það er mikilvæg forsenda því að sannkölluð „stefna" er ekki bara orð á blaði heldur þarf líka að fylgja þeim vilji og geta til að framfylgja stefnunni. Forseti Íslands hefur ekki aðstöðu til þess og getur því ekki sjálfur framfylgt í okkar nafni hugsanlegri stefnu sem hann kann að telja sig hafa. Allir vita hvernig fer fyrir báti með tveimur ræðurum þar sem annar rær áfram en hinn afturábak; báturinn hefur þá enga stefnu og fer jafnvel villur vega. Eins mundi fara fyrir skipi ef skipstjóri og stýrimaður væru á öndverðum meiði um stefnu skipsins og réðu jafnmiklu. Skipið hefði enga stefnu, hegðun þess yrði til athlægis og eins gott að veðurguðir skipti ekki skapi. Núverandi forseti Íslands hefur lýst áhuga á því að hafa sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Meðal annars hefur hann allt aðrar hugmyndir um samskipti og vináttu Íslands við önnur ríki en áður hafa tíðkast. Áhugi hans á viðskiptum við Kína og Rússland hefur þannig vakið sérstaka athygli en þar virðist sem hann vilji róa í allt aðra átt en þorri landsmanna sem hefur skömm á mannréttindabrotum stjórnvalda í þessum löndum. Forseti sem vill með þessum hætti geta sagt að hann hafi sjálfstæða stefnu mun fyrr eða síðar reka sig á að það sem hann sóttist eftir verður að engu í meðförunum, svipað og þegar mýsnar tvær fengu köttinn til að skipta ostinum fyrir sig. – Forsetinn, ríkisstjórnin og þjóðin sitja þá að lokum uppi með enga stefnu. Ef Ísland á sér óvildarmenn mun sá púki fitna drjúgum á fjósbitanum af þessu brölti öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Getur forseti Íslands haft „stefnu" í utanríkismálum? Stefnu sem gæti staðið undir nafni og komið fram í verki? Svar mitt er nei. Það getur hann ekki frekar en stýrimaður á skipi getur haft „stefnu" ef skipstjóri er á skipinu og því er stjórnað með eðlilegum og hefðbundnum hætti. Bæði forseti og stýrimaður geta hins vegar haft skoðun á málum, átt frumkvæði og sett fram hugmyndir, og sannarlega getur verið æskilegt að þeir geri það. Þegar hugmyndir þeirra hljóta hljómgrunn og verða jafnvel hluti af ríkjandi stefnu er þeim auðvitað frjálst að gleðjast en ekki endilega að eigna sér stefnuna eða framkvæmd hennar. Ýmsar ástæður liggja til þess að forseti Íslands getur ekki haft sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Þyngst á metunum er það að utanríkismál þjóðarinnar eru á valdsviði og verksviði ríkisstjórnar á hverjum tíma og þannig vilja flestir væntanlega hafa það þegar til lengdar lætur, hvað sem líður væringum stundarinnar. Stjórnmálaflokkarnir hafa skráða og yfirlýsta stefnu í utanríkismálum og við höfum hana meðal annars í huga þegar við setjum krossinn í þingkosningum. Þannig hefur ríkisstjórn umboð kjósenda til að fara með utanríkismál, en forseti hefur ekki slíkt umboð. Auk þess hefur ríkisstjórnin á sínum vegum starfskrafta og aðstöðu til að framfylgja mótaðri stefnu í utanríkismálum. Það er mikilvæg forsenda því að sannkölluð „stefna" er ekki bara orð á blaði heldur þarf líka að fylgja þeim vilji og geta til að framfylgja stefnunni. Forseti Íslands hefur ekki aðstöðu til þess og getur því ekki sjálfur framfylgt í okkar nafni hugsanlegri stefnu sem hann kann að telja sig hafa. Allir vita hvernig fer fyrir báti með tveimur ræðurum þar sem annar rær áfram en hinn afturábak; báturinn hefur þá enga stefnu og fer jafnvel villur vega. Eins mundi fara fyrir skipi ef skipstjóri og stýrimaður væru á öndverðum meiði um stefnu skipsins og réðu jafnmiklu. Skipið hefði enga stefnu, hegðun þess yrði til athlægis og eins gott að veðurguðir skipti ekki skapi. Núverandi forseti Íslands hefur lýst áhuga á því að hafa sjálfstæða stefnu í utanríkismálum. Meðal annars hefur hann allt aðrar hugmyndir um samskipti og vináttu Íslands við önnur ríki en áður hafa tíðkast. Áhugi hans á viðskiptum við Kína og Rússland hefur þannig vakið sérstaka athygli en þar virðist sem hann vilji róa í allt aðra átt en þorri landsmanna sem hefur skömm á mannréttindabrotum stjórnvalda í þessum löndum. Forseti sem vill með þessum hætti geta sagt að hann hafi sjálfstæða stefnu mun fyrr eða síðar reka sig á að það sem hann sóttist eftir verður að engu í meðförunum, svipað og þegar mýsnar tvær fengu köttinn til að skipta ostinum fyrir sig. – Forsetinn, ríkisstjórnin og þjóðin sitja þá að lokum uppi með enga stefnu. Ef Ísland á sér óvildarmenn mun sá púki fitna drjúgum á fjósbitanum af þessu brölti öllu.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun