Eldsneytisskattar hálfum milljarði undir áætlunum 25. september 2012 09:00 Tekjur ríkissjóðs vegna sérstaks vörugjalds á bensín og kolefnisgjalds verða um 430 milljónum krónum lægri í ár en til stóð í fjárlögum ársins. Ástæðan er minni sala á bensíni. Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi 2013 kemur fram að í fjárlögum 2012 var gert ráð fyrir að 7.910 milljónir fengjust af sérstaka bensíngjaldinu. Í áætlunum sem byggja á bensínsölu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs kemur hins vegar í ljós að salan hefur aðeins aukist um eitt prósent, í samanburði við 1,9 prósent sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Því hafa áætlaðar tekjur ríkissjóðs verið lækkaðar um 210 milljónir, niður í 7.700 milljónir. Af sömu ástæðu lækka áætlaðar tekjur af kolefnisgjaldi á fljótandi kolefnaeldsneyti. Er gert ráð fyrir að ríkissjóður fái 3.370 milljónir í stað 3.590 milljóna með þeim leiðum. „Við höfum bent á að með tilraunum til að auka tekjur ríkisins með auknum álögum á eldsneyti sé hætta á því að menn séu að bíta í hælana á sjálfum sér, því að hærra verð komi til með að skila minni tekjum til ríkisins," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Hann bætir því við að fleira komi til í þessu efni, en hærra verð og álögur leiði til þess að fólk ferðist síður á bíl, og þá styttri vegalengdir, sem hafi áhrif á veltu í ferðamannaiðnaðinum í heild. Runólfur segir fólk innan ferðaþjónustugeirans þegar hafa orðið þess vart að íslenskir ferðamenn leggi síður upp í langferðir á bíl. Óhófleg bjartsýni um eldsneytissölu hefur áður sett strik í reikning ríkissjóðs. Í fyrra fékk ríkissjóður, samkvæmt ríkisreikningi, rúmum 400 milljónum króna minna fyrir sérstaka vörugjaldið af bensíni en til stóð og rúmum 200 milljónum minna í kolefnisgjald. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú er til meðferðar er reiknað með 0,5 prósenta söluaukningu á bensíni og 2,2 prósentum á olíu og 8.100 milljóna króna tekjum af sérstöku bensíngjaldi og 3.590 milljónum af kolefnisgjaldi. - þj Fréttir Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Tekjur ríkissjóðs vegna sérstaks vörugjalds á bensín og kolefnisgjalds verða um 430 milljónum krónum lægri í ár en til stóð í fjárlögum ársins. Ástæðan er minni sala á bensíni. Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi 2013 kemur fram að í fjárlögum 2012 var gert ráð fyrir að 7.910 milljónir fengjust af sérstaka bensíngjaldinu. Í áætlunum sem byggja á bensínsölu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs kemur hins vegar í ljós að salan hefur aðeins aukist um eitt prósent, í samanburði við 1,9 prósent sem gert var ráð fyrir í fjárlögum. Því hafa áætlaðar tekjur ríkissjóðs verið lækkaðar um 210 milljónir, niður í 7.700 milljónir. Af sömu ástæðu lækka áætlaðar tekjur af kolefnisgjaldi á fljótandi kolefnaeldsneyti. Er gert ráð fyrir að ríkissjóður fái 3.370 milljónir í stað 3.590 milljóna með þeim leiðum. „Við höfum bent á að með tilraunum til að auka tekjur ríkisins með auknum álögum á eldsneyti sé hætta á því að menn séu að bíta í hælana á sjálfum sér, því að hærra verð komi til með að skila minni tekjum til ríkisins," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Hann bætir því við að fleira komi til í þessu efni, en hærra verð og álögur leiði til þess að fólk ferðist síður á bíl, og þá styttri vegalengdir, sem hafi áhrif á veltu í ferðamannaiðnaðinum í heild. Runólfur segir fólk innan ferðaþjónustugeirans þegar hafa orðið þess vart að íslenskir ferðamenn leggi síður upp í langferðir á bíl. Óhófleg bjartsýni um eldsneytissölu hefur áður sett strik í reikning ríkissjóðs. Í fyrra fékk ríkissjóður, samkvæmt ríkisreikningi, rúmum 400 milljónum króna minna fyrir sérstaka vörugjaldið af bensíni en til stóð og rúmum 200 milljónum minna í kolefnisgjald. Í fjárlagafrumvarpinu sem nú er til meðferðar er reiknað með 0,5 prósenta söluaukningu á bensíni og 2,2 prósentum á olíu og 8.100 milljóna króna tekjum af sérstöku bensíngjaldi og 3.590 milljónum af kolefnisgjaldi. - þj
Fréttir Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira