Eina lífsvon alþingismanna Tryggvi Gíslason skrifar 23. október 2012 06:00 Grundvöllur að öllu mannlegu samstarfi og samskiptum er traust, hvort heldur er í fjölskyldu og hjónabandi, fyrirtæki, stofnunum eða samfélaginu sjálfu. Í samfélaginu er mikilsverðast af öllu að almenningur geti borið traust til grundvallarstofnana ríkisins; Alþingis, framkvæmdarvaldsins og dómstólanna. Þessu er því miður ekki að heilsa í íslenska þjóðfélaginu nú, þjóðfélagi sem státar sig af því að eiga elsta löggjafarþing í Evrópu og kom þegar á þjóðveldisöld á fót fullkomnara dómskerfi en nokkurt annað land í heiminum. Framkvæmdarvald var að vísu ekki til og eini embættismaður ríkisins var lögsögumaðurinn, sem „sagði upp lögin" og var í raun lifandi stjórnarskrá þjóðveldisins. Frá stofnun lýðveldis hefur átt að endurskoða stjórnarskrána frá 1944, sem að meginstofni er þýðing á DANMARKS RIGES GRUNDLOV af 5. Juni 1915 med Ændringer af 10. September 1920. Við hrunið 2008, sem á sér enga hliðstæðu í 65 ára sögu lýðveldisins, töldu margir að nú væri tími kominn til að endurskoða stjórnarskrána, ekki vegna þess að „danska" stjórnarskráin væri orsök hrunsins, heldur til að marka nýja stefnu – móta nýtt Ísland – eftir að í ljós kom glæpsamleg spilling í efnahagslífi og stjórnmálum landsins, spilling sem á sér enga hliðstæðu með nágrannaþjóðum okkar á Norðurlöndum. Sundurlyndi stjórnmálaflokka, sem eru sjálfum sér sundurþykkir, og augljós fyrirlitning stjórnmálamanna – svo ekki sé sagt hatur þeirra hver á öðrum – hefur kynt ófriðarbál sem enn brennur með þjóðinni og hefur tafið endurbætur á stjórnkerfi landsins. Enn ríkir sundrung í þjóðfélaginu, tortryggni, reiði og vonbrigði. Frumstæð umræða á opinberum vettvangi – ekki síst frumstæð og ómálefnaleg umræða á Alþingi – gerir þinginu ókleift að ráða fram úr aðkallandi verkefnum. Með nýrri stjórnarskrá – nýjum þjóðarsáttmála – má vænta þess að unnt verði að auka ábyrgð stjórnvalda, tryggja raunverulega þrískiptingu valds og endurreisa traust almennings á Alþingi, ríkisstjórn og dómstólum. Þetta er eina von alþingismanna sem þeim gefst um langan tíma að efla traust almennings á Alþingi. Óskandi er að alþingismenn þekki sinn vitjunartíma, hætti að rífast og vindi sér í að ganga frá frumvarpi að nýrri stjórnarskrá fyrir nýtt Ísland sem borin yrði undir atkvæði við alþingiskosningar næsta vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Tryggvi Gíslason Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Grundvöllur að öllu mannlegu samstarfi og samskiptum er traust, hvort heldur er í fjölskyldu og hjónabandi, fyrirtæki, stofnunum eða samfélaginu sjálfu. Í samfélaginu er mikilsverðast af öllu að almenningur geti borið traust til grundvallarstofnana ríkisins; Alþingis, framkvæmdarvaldsins og dómstólanna. Þessu er því miður ekki að heilsa í íslenska þjóðfélaginu nú, þjóðfélagi sem státar sig af því að eiga elsta löggjafarþing í Evrópu og kom þegar á þjóðveldisöld á fót fullkomnara dómskerfi en nokkurt annað land í heiminum. Framkvæmdarvald var að vísu ekki til og eini embættismaður ríkisins var lögsögumaðurinn, sem „sagði upp lögin" og var í raun lifandi stjórnarskrá þjóðveldisins. Frá stofnun lýðveldis hefur átt að endurskoða stjórnarskrána frá 1944, sem að meginstofni er þýðing á DANMARKS RIGES GRUNDLOV af 5. Juni 1915 med Ændringer af 10. September 1920. Við hrunið 2008, sem á sér enga hliðstæðu í 65 ára sögu lýðveldisins, töldu margir að nú væri tími kominn til að endurskoða stjórnarskrána, ekki vegna þess að „danska" stjórnarskráin væri orsök hrunsins, heldur til að marka nýja stefnu – móta nýtt Ísland – eftir að í ljós kom glæpsamleg spilling í efnahagslífi og stjórnmálum landsins, spilling sem á sér enga hliðstæðu með nágrannaþjóðum okkar á Norðurlöndum. Sundurlyndi stjórnmálaflokka, sem eru sjálfum sér sundurþykkir, og augljós fyrirlitning stjórnmálamanna – svo ekki sé sagt hatur þeirra hver á öðrum – hefur kynt ófriðarbál sem enn brennur með þjóðinni og hefur tafið endurbætur á stjórnkerfi landsins. Enn ríkir sundrung í þjóðfélaginu, tortryggni, reiði og vonbrigði. Frumstæð umræða á opinberum vettvangi – ekki síst frumstæð og ómálefnaleg umræða á Alþingi – gerir þinginu ókleift að ráða fram úr aðkallandi verkefnum. Með nýrri stjórnarskrá – nýjum þjóðarsáttmála – má vænta þess að unnt verði að auka ábyrgð stjórnvalda, tryggja raunverulega þrískiptingu valds og endurreisa traust almennings á Alþingi, ríkisstjórn og dómstólum. Þetta er eina von alþingismanna sem þeim gefst um langan tíma að efla traust almennings á Alþingi. Óskandi er að alþingismenn þekki sinn vitjunartíma, hætti að rífast og vindi sér í að ganga frá frumvarpi að nýrri stjórnarskrá fyrir nýtt Ísland sem borin yrði undir atkvæði við alþingiskosningar næsta vor.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun