Mikil andstaða við lokun Laugavegar 26. október 2012 06:00 Síðustu daga hefur verið greint frá því í fréttum að 75,6% rekstraraðila við Laugaveg hafi lýst ánægju sinni með lokun götunnar í sumar og eru þessar hlutfallstölur byggðar á könnun hóps sem nefnir sig Borghildi. Við undirritaðir rekstraraðilar og fasteignaeigendur á þeim kafla sem lokað var í sumar furðum okkur á þessum niðurstöðum, enda kannast fæstir kaupmenn við að hafa verið spurðir álits í umræddri könnun. Í byrjun marsmánaðar afhenti hópur kaupmanna borgarstjóra lista með nöfnum 48 rekstraraðila og fasteignaeigenda við Laugaveg þar sem mótmælt var harðlega áformum um lokun götunnar. Síðan þá hefur listinn lengst og nálgast um eitt hundrað aðila. Vart þarf frekari vitnanna við um afstöðu kaupmanna í þessu efni, en þeir kaupmenn sem eru fylgjandi lokun eru sárafáir og í miklum minnihluta. Könnun Borghildar var aðeins gerð í einn dag, svo úrtakið er ómarktækt. Það er mjög miður að sjá pólitískan áróður af þessu tagi settan í fræðilegan búning – áróður sem stenst enga skoðun. Hvað afstöðu vegfarenda varðar, þá voru þeir vegfarendur ekki spurðir álits sem höfðu ekki tök á að komast í lokaða götuna, en hreyfihamlaðir og aldraðir eiga í flestum tilfellum óhægt um vik að ganga hundruð metra að verslun, að ekki sé talað um þegar enn örðugra er að finna stæði, þar sem fjöldi bílastæða varð óaðgengilegur í sumar. Niðurstöður könnunar Borghildar eru í hróplegu ósamræmi við skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði í vor um viðhorf kaupmanna til lokunar, en þar kom fram að einungis um fjórðungur aðspurðra studdi lokun. Lokun götunnar hefur haft afar slæm áhrif á verslun og þjónustu við götuna og víða er mikill samdráttur milli ára. Til að mynda hafa eldri viðskiptavinir nánast horfið þann tíma sem gatan er lokuð. Ljóst er að áframhaldandi lokun mun auka enn á viðskiptaflóttann af Laugavegi og þá um leið auka einsleitni í rekstri, en margvísleg starfsemi getur ekki þrifist í lokaðri götu. Ein af stærri verslunum við götuna, Dressmann, hvarf á braut nú fyrir skemmstu og þar með er síðasta alþjóðlega vörumerkið farið af götunni, en við verslunargötur erlendis má jafnan finna búðir fjölþjóðlegra fyrirtækja. Húsnæðið þar sem Dressmann var stendur nú autt og tómt – mitt á þeim kafla Laugavegar sem lokað var í sumar. Lokunin er í reynd aðför af rekstri við götuna. Mörgum viðskiptavinum sem eiga erfitt með gang þarf að aka upp að dyrum, viðskiptavinir hótels þurfa einnig að fá akstur upp að dyrum, stóra hluti þarf gjarnan að afgreiða beint í bifreiðar viðskiptavina o.s.frv. Borgaryfirvöld vildu engar undanþágur veita, til dæmis að gatan yrði opin fyrir hádegi og/eða að kvöldlagi. Allar óskir Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg um meðalhóf í þessum efnum voru hunsaðar. Við undirritaðir rekstraraðilar hörmum hvernig beinlínis röngum upplýsingum er haldið að almenningi, en með pólitískum áróðri sem stenst enga skoðun er því haldið fram að almenn sátt sé um aðgerðir sem hafa stórskaðað rekstur við Laugaveg. Óskandi væri að borgaryfirvöld tækju upp samstarf við Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sem telur nærri eitt hundrað félagsmenn og reyndu að stuðla að sátt í stað þess að fara með stanslausum ófriði gegn rekstaraðilum við einu verslunargötu landsins. Höfundar eru kaupmenn við neðarlegan Laugaveg og félagsmenn í Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Síðustu daga hefur verið greint frá því í fréttum að 75,6% rekstraraðila við Laugaveg hafi lýst ánægju sinni með lokun götunnar í sumar og eru þessar hlutfallstölur byggðar á könnun hóps sem nefnir sig Borghildi. Við undirritaðir rekstraraðilar og fasteignaeigendur á þeim kafla sem lokað var í sumar furðum okkur á þessum niðurstöðum, enda kannast fæstir kaupmenn við að hafa verið spurðir álits í umræddri könnun. Í byrjun marsmánaðar afhenti hópur kaupmanna borgarstjóra lista með nöfnum 48 rekstraraðila og fasteignaeigenda við Laugaveg þar sem mótmælt var harðlega áformum um lokun götunnar. Síðan þá hefur listinn lengst og nálgast um eitt hundrað aðila. Vart þarf frekari vitnanna við um afstöðu kaupmanna í þessu efni, en þeir kaupmenn sem eru fylgjandi lokun eru sárafáir og í miklum minnihluta. Könnun Borghildar var aðeins gerð í einn dag, svo úrtakið er ómarktækt. Það er mjög miður að sjá pólitískan áróður af þessu tagi settan í fræðilegan búning – áróður sem stenst enga skoðun. Hvað afstöðu vegfarenda varðar, þá voru þeir vegfarendur ekki spurðir álits sem höfðu ekki tök á að komast í lokaða götuna, en hreyfihamlaðir og aldraðir eiga í flestum tilfellum óhægt um vik að ganga hundruð metra að verslun, að ekki sé talað um þegar enn örðugra er að finna stæði, þar sem fjöldi bílastæða varð óaðgengilegur í sumar. Niðurstöður könnunar Borghildar eru í hróplegu ósamræmi við skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði í vor um viðhorf kaupmanna til lokunar, en þar kom fram að einungis um fjórðungur aðspurðra studdi lokun. Lokun götunnar hefur haft afar slæm áhrif á verslun og þjónustu við götuna og víða er mikill samdráttur milli ára. Til að mynda hafa eldri viðskiptavinir nánast horfið þann tíma sem gatan er lokuð. Ljóst er að áframhaldandi lokun mun auka enn á viðskiptaflóttann af Laugavegi og þá um leið auka einsleitni í rekstri, en margvísleg starfsemi getur ekki þrifist í lokaðri götu. Ein af stærri verslunum við götuna, Dressmann, hvarf á braut nú fyrir skemmstu og þar með er síðasta alþjóðlega vörumerkið farið af götunni, en við verslunargötur erlendis má jafnan finna búðir fjölþjóðlegra fyrirtækja. Húsnæðið þar sem Dressmann var stendur nú autt og tómt – mitt á þeim kafla Laugavegar sem lokað var í sumar. Lokunin er í reynd aðför af rekstri við götuna. Mörgum viðskiptavinum sem eiga erfitt með gang þarf að aka upp að dyrum, viðskiptavinir hótels þurfa einnig að fá akstur upp að dyrum, stóra hluti þarf gjarnan að afgreiða beint í bifreiðar viðskiptavina o.s.frv. Borgaryfirvöld vildu engar undanþágur veita, til dæmis að gatan yrði opin fyrir hádegi og/eða að kvöldlagi. Allar óskir Samtaka kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg um meðalhóf í þessum efnum voru hunsaðar. Við undirritaðir rekstraraðilar hörmum hvernig beinlínis röngum upplýsingum er haldið að almenningi, en með pólitískum áróðri sem stenst enga skoðun er því haldið fram að almenn sátt sé um aðgerðir sem hafa stórskaðað rekstur við Laugaveg. Óskandi væri að borgaryfirvöld tækju upp samstarf við Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg, sem telur nærri eitt hundrað félagsmenn og reyndu að stuðla að sátt í stað þess að fara með stanslausum ófriði gegn rekstaraðilum við einu verslunargötu landsins. Höfundar eru kaupmenn við neðarlegan Laugaveg og félagsmenn í Samtökum kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun