Steingrími svarað Vilhjálmur Egilsson skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Steingrímur J. Sigfússon, fv. fjármálaráðherra, sendir Samtökum atvinnulífsins (SA) kveðju í grein í Fréttablaðinu 17. nóvember sl. Tilefnið er útgáfa rits SA um skattamál sem ber heitið „Ræktun eða rányrkja?" og hefur vakið verðskuldaða athygli. Í greininni spyr hann hvort SA séu ekki sammála því að ná jöfnuði í ríkisfjármálum sem sé ein af forsendum afnáms gjaldeyrishafta og batnandi lánshæfismats. Jafnframt spyr ráðherrann SA hvort sjálfbær ríkisfjármál séu ekki mikilvæg forsenda batnandi lífskjara og að hætta sé á óábyrgum yfirboðum í komandi kosningabaráttu. Öllum spurningunum svarar hann játandi líkt og SA hafa hamrað á allt þetta kjörtímabil. Sá er þó munurinn að SA hafa ekki haft tök á að hafa þau áhrif á þróun ríkisfjármála sem greinarhöfundur hefur haft sem fjármálaráðherra og nú sem atvinnu- og nýsköpunarráðherra. Varanlegur sparnaður minni Í áðurnefndri skýrslu er lagt tölulegt mat á helstu skattahækkanir frá árinu 2008 og áform um hækkanir í fjárlagafrumvarpi 2013. Niðurstaðan er að varlega áætlað hafi skattahækkanir numið 87 milljörðum króna á áætluðu verðlagi ársins 2013. Samanburður á útgjöldum ríkissjóðs á föstu verðlagi á milli áranna 2008 og 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, leiðir í ljós lækkun þeirra um 67 milljarða króna á tímabilinu. Þegar nánar er rýnt í niðurskurð útgjalda kemur fram að varanlegur sparnaður er umtalsvert minni en fyrrnefndar tölur bera með sér. Þannig hefur stofn- og viðhaldskostnaður ríkisins lækkað um 30 ma.kr. á verðlagi ársins 2013 (viðhald á vegum, byggingum o.fl.) en varanleg rekstrar- og tilfærsluútgjöld einungis um 37 ma.kr., eða innan við fjórðung aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Samtök atvinnulífsins stóðu að þeirri markmiðssetningu stöðugleikasáttmálans frá júní 2009 að ná skyldi jafnvægi í ríkisfjármálum með því að skattahækkanir næmu 45 prósentum aðhaldsaðgerða en útgjaldalækkanir 55 prósentum. Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við þetta markmið og fyrirhugar í fjárlagafrumvarpi fyrir 2013 að auka beinlínis útgjöld með nýjum sköttum á atvinnulífið. Samtök atvinnulífsins stóðu t.d. að því að hækka atvinnutryggingagjald til þess að standa undir kostnaðinum af stórfelldu atvinnuleysi, enda myndi tryggingagjaldið svo lækka með lækkandi útgjöldum Atvinnuleysistryggingasjóðs þegar atvinnuleysi færi aftur minnkandi. Um þetta hefur verið margsamið og síðast við gerð kjarasamninga í maí 2011. Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár boðar að þessir samningar verði að engu hafðir og tryggingagjald ekki lækkað eins og til stóð. Tillögur Samtaka atvinnulífsins um hófsamar og ábyrgar skattalækkanir á atvinnulífið á næstu árum þarf að skoða í því ljósi að skattahækkanir hafa verið langt umfram markmiðið um 45 prósent af aðlögunarþörfinni í ríkisfjármálum og í mörgum tilvikum gengið allt of nærri þeim sem þurfa að standa undir aukinni skattbyrði. Slíkar skattahækkanir skila ekki árangri því að þær rýra skattstofnana og hefta vöxt atvinnulífsins. Margítrekaðar ábendingar Tillögur Samtaka atvinnulífsins þarf enn fremur að skoða í samhengi við margítrekaðar ábendingar um nauðsyn aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu, en það er langvænlegasta leiðin út úr erfiðleikunum. Ríkisstjórnin hefur klúðrað langflestum tækifærum sem gefist hafa til aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu, mest vegna áherslu á hugmyndafræðilega sigra frekar en samstöðu og praktískar lausnir. Auknar fjárfestingar og meiri umsvif í atvinnulífinu eru lykilatriði til þess að skattar skili ásættanlegum tekjum í ríkissjóð. Samtök atvinnulífsins hafa margoft óskað eftir því að fá að vera með í ráðum um það hvernig haga skuli nauðsynlegum skattabreytingum en afar lítið hefur verið á þau hlustað. Ríkisstjórnin hefur þvert á móti notað fyrst og fremst þá aðferð að koma fram með vanhugsaðar og illa unnar tillögur sem allt of oft hafa náð fram að ganga en verið atvinnulífinu og samfélaginu öllu til stórtjóns. Mikil orka hefur farið í að vinda ofan af mesta fúskinu, sem þó hefur ekki tekist nema að litlu leyti. Ríkisstjórnin stendur því frammi fyrir því að íslensk fyrirtæki telja skattamál vera meðal sinna helstu vandamála. Og það þýðir ekkert fyrir ráðherrann að fara í sérstaka afneitun vegna þess. Miklu árangursríkara væri fyrir hann að taka ábyrgum tillögum Samtaka atvinnulífsins fagnandi og óska eftir samvinnu um að ná þeim fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Vísindi, hugvit og seigla – hugsum stórt og svo stærra! Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fv. fjármálaráðherra, sendir Samtökum atvinnulífsins (SA) kveðju í grein í Fréttablaðinu 17. nóvember sl. Tilefnið er útgáfa rits SA um skattamál sem ber heitið „Ræktun eða rányrkja?" og hefur vakið verðskuldaða athygli. Í greininni spyr hann hvort SA séu ekki sammála því að ná jöfnuði í ríkisfjármálum sem sé ein af forsendum afnáms gjaldeyrishafta og batnandi lánshæfismats. Jafnframt spyr ráðherrann SA hvort sjálfbær ríkisfjármál séu ekki mikilvæg forsenda batnandi lífskjara og að hætta sé á óábyrgum yfirboðum í komandi kosningabaráttu. Öllum spurningunum svarar hann játandi líkt og SA hafa hamrað á allt þetta kjörtímabil. Sá er þó munurinn að SA hafa ekki haft tök á að hafa þau áhrif á þróun ríkisfjármála sem greinarhöfundur hefur haft sem fjármálaráðherra og nú sem atvinnu- og nýsköpunarráðherra. Varanlegur sparnaður minni Í áðurnefndri skýrslu er lagt tölulegt mat á helstu skattahækkanir frá árinu 2008 og áform um hækkanir í fjárlagafrumvarpi 2013. Niðurstaðan er að varlega áætlað hafi skattahækkanir numið 87 milljörðum króna á áætluðu verðlagi ársins 2013. Samanburður á útgjöldum ríkissjóðs á föstu verðlagi á milli áranna 2008 og 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, leiðir í ljós lækkun þeirra um 67 milljarða króna á tímabilinu. Þegar nánar er rýnt í niðurskurð útgjalda kemur fram að varanlegur sparnaður er umtalsvert minni en fyrrnefndar tölur bera með sér. Þannig hefur stofn- og viðhaldskostnaður ríkisins lækkað um 30 ma.kr. á verðlagi ársins 2013 (viðhald á vegum, byggingum o.fl.) en varanleg rekstrar- og tilfærsluútgjöld einungis um 37 ma.kr., eða innan við fjórðung aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum. Samtök atvinnulífsins stóðu að þeirri markmiðssetningu stöðugleikasáttmálans frá júní 2009 að ná skyldi jafnvægi í ríkisfjármálum með því að skattahækkanir næmu 45 prósentum aðhaldsaðgerða en útgjaldalækkanir 55 prósentum. Ríkisstjórnin hefur ekki staðið við þetta markmið og fyrirhugar í fjárlagafrumvarpi fyrir 2013 að auka beinlínis útgjöld með nýjum sköttum á atvinnulífið. Samtök atvinnulífsins stóðu t.d. að því að hækka atvinnutryggingagjald til þess að standa undir kostnaðinum af stórfelldu atvinnuleysi, enda myndi tryggingagjaldið svo lækka með lækkandi útgjöldum Atvinnuleysistryggingasjóðs þegar atvinnuleysi færi aftur minnkandi. Um þetta hefur verið margsamið og síðast við gerð kjarasamninga í maí 2011. Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár boðar að þessir samningar verði að engu hafðir og tryggingagjald ekki lækkað eins og til stóð. Tillögur Samtaka atvinnulífsins um hófsamar og ábyrgar skattalækkanir á atvinnulífið á næstu árum þarf að skoða í því ljósi að skattahækkanir hafa verið langt umfram markmiðið um 45 prósent af aðlögunarþörfinni í ríkisfjármálum og í mörgum tilvikum gengið allt of nærri þeim sem þurfa að standa undir aukinni skattbyrði. Slíkar skattahækkanir skila ekki árangri því að þær rýra skattstofnana og hefta vöxt atvinnulífsins. Margítrekaðar ábendingar Tillögur Samtaka atvinnulífsins þarf enn fremur að skoða í samhengi við margítrekaðar ábendingar um nauðsyn aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu, en það er langvænlegasta leiðin út úr erfiðleikunum. Ríkisstjórnin hefur klúðrað langflestum tækifærum sem gefist hafa til aukinna fjárfestinga í atvinnulífinu, mest vegna áherslu á hugmyndafræðilega sigra frekar en samstöðu og praktískar lausnir. Auknar fjárfestingar og meiri umsvif í atvinnulífinu eru lykilatriði til þess að skattar skili ásættanlegum tekjum í ríkissjóð. Samtök atvinnulífsins hafa margoft óskað eftir því að fá að vera með í ráðum um það hvernig haga skuli nauðsynlegum skattabreytingum en afar lítið hefur verið á þau hlustað. Ríkisstjórnin hefur þvert á móti notað fyrst og fremst þá aðferð að koma fram með vanhugsaðar og illa unnar tillögur sem allt of oft hafa náð fram að ganga en verið atvinnulífinu og samfélaginu öllu til stórtjóns. Mikil orka hefur farið í að vinda ofan af mesta fúskinu, sem þó hefur ekki tekist nema að litlu leyti. Ríkisstjórnin stendur því frammi fyrir því að íslensk fyrirtæki telja skattamál vera meðal sinna helstu vandamála. Og það þýðir ekkert fyrir ráðherrann að fara í sérstaka afneitun vegna þess. Miklu árangursríkara væri fyrir hann að taka ábyrgum tillögum Samtaka atvinnulífsins fagnandi og óska eftir samvinnu um að ná þeim fram.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun