Hvernig líður þér um jólin? Heimir Snorrason og Íris Stefánsdóttir skrifar 21. desember 2012 06:00 Jólin eru tími barnanna. Á jólunum gerum við okkur dagamun, klæðum okkur upp og eigum samveru með fjölskyldu og vinum yfir gjöfum, hátíðarmat, bókum og spilum. Væntanlega geta allir foreldrar tekið undir þá ósk að börn fái að njóta hamingjuríkra jóla. Hins vegar getur það reynst snúið í nútíma samfélagi að uppfylla allar þær væntingar sem gerðar eru til jólahaldsins. Margt getur spilað þar inn í, eins og bág fjárhagsstaða, vinnuálag, ýmiss konar vandamál í fjölskyldu eða erfiðar minningar tengdar jólum. Því jólin eru líka tími tilfinninga og minninga. Við undirrituð störfum með börnum, unglingum og fullorðnum sem margir hverjir eiga um sárt að binda vegna áfengisdrykkju foreldra og náinna skyldmenna. Í mörgum tilfellum er sú reynsla einna sárust yfir jólahátíðina og merkjum við það í viðtölum sem við eigum við skjólstæðinga okkar. Á þessum tímamótum vakna því miður oft minningar um brostnar væntingar og svikin loforð. Slíkum minningum fylgja tilfinningar eins og depurð, kvíði eða vonleysi og við það magnast annað álag tengt þessum tíma til muna. Hnútur í maga Hvers konar minningar átt þú af jólum æsku þinnar, lesandi góður? Upplifðir þú ef til vill mikið álag, spennu og vanlíðan vegna áfengisneyslu sem var hluti af jólahaldinu? Hlustaðir þú eftir því þegar tappinn fór úr fyrstu flöskunni og fannst þá fyrir hnút í maga – sökk hjartað? Tókst þú eftir því með tilheyrandi kvíða þegar fólk fór að breytast í háttum með aukinni drykkju? Reyndir þú að forða foreldrum frá deilumálum með því að draga athyglina að sjálfum þér? Varst þú sífellt að fylgjast með foreldrum þínum og gast þess vegna ekki notið þín? Varst þú vonsvikinn og dapur yfir því að þínir nánustu gátu ekki veitt þér það öryggi og þá vellíðan sem við öll óskum eftir, sérstaklega á jólunum? Voru gjafirnar ef til vill lítil sárabót fyrir jól vonbrigða og kvíða? Mögulega kannast þú við einhverjar slíkar lýsingar en telur þína drykkju á jólum í dag ekki vera þess eðlis að börnin þín finni fyrir sömu líðan og þú gerðir í þinni barnæsku. Kannski er þín áfengisdrykkja með öðru sniði en hjá foreldrum þínum og að þínu mati mun hóflegri. Taktu þó stund til að rifja upp þínar minningar um jólahald í æsku. Hugsaðu með þér hvað það var sem gladdi þig mest og hvað olli þér mestu hugarangri. Hvernig hefðir þú viljað hafa pabba og mömmu um jólin? Reyndu svo að líta í eigin barm og spurðu sjálfan þig hvort þú sért mögulega að endurtaka leikinn, kannski bara í örlítið breyttri mynd. Ef áfengisneysla var vandamál í þinni æsku er gott að skapa fjölskyldu sinni nýjar jólahefðir. Við hvetjum þig til þess að gera jólin að sannarlegri hátíð barnanna. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jólin eru tími barnanna. Á jólunum gerum við okkur dagamun, klæðum okkur upp og eigum samveru með fjölskyldu og vinum yfir gjöfum, hátíðarmat, bókum og spilum. Væntanlega geta allir foreldrar tekið undir þá ósk að börn fái að njóta hamingjuríkra jóla. Hins vegar getur það reynst snúið í nútíma samfélagi að uppfylla allar þær væntingar sem gerðar eru til jólahaldsins. Margt getur spilað þar inn í, eins og bág fjárhagsstaða, vinnuálag, ýmiss konar vandamál í fjölskyldu eða erfiðar minningar tengdar jólum. Því jólin eru líka tími tilfinninga og minninga. Við undirrituð störfum með börnum, unglingum og fullorðnum sem margir hverjir eiga um sárt að binda vegna áfengisdrykkju foreldra og náinna skyldmenna. Í mörgum tilfellum er sú reynsla einna sárust yfir jólahátíðina og merkjum við það í viðtölum sem við eigum við skjólstæðinga okkar. Á þessum tímamótum vakna því miður oft minningar um brostnar væntingar og svikin loforð. Slíkum minningum fylgja tilfinningar eins og depurð, kvíði eða vonleysi og við það magnast annað álag tengt þessum tíma til muna. Hnútur í maga Hvers konar minningar átt þú af jólum æsku þinnar, lesandi góður? Upplifðir þú ef til vill mikið álag, spennu og vanlíðan vegna áfengisneyslu sem var hluti af jólahaldinu? Hlustaðir þú eftir því þegar tappinn fór úr fyrstu flöskunni og fannst þá fyrir hnút í maga – sökk hjartað? Tókst þú eftir því með tilheyrandi kvíða þegar fólk fór að breytast í háttum með aukinni drykkju? Reyndir þú að forða foreldrum frá deilumálum með því að draga athyglina að sjálfum þér? Varst þú sífellt að fylgjast með foreldrum þínum og gast þess vegna ekki notið þín? Varst þú vonsvikinn og dapur yfir því að þínir nánustu gátu ekki veitt þér það öryggi og þá vellíðan sem við öll óskum eftir, sérstaklega á jólunum? Voru gjafirnar ef til vill lítil sárabót fyrir jól vonbrigða og kvíða? Mögulega kannast þú við einhverjar slíkar lýsingar en telur þína drykkju á jólum í dag ekki vera þess eðlis að börnin þín finni fyrir sömu líðan og þú gerðir í þinni barnæsku. Kannski er þín áfengisdrykkja með öðru sniði en hjá foreldrum þínum og að þínu mati mun hóflegri. Taktu þó stund til að rifja upp þínar minningar um jólahald í æsku. Hugsaðu með þér hvað það var sem gladdi þig mest og hvað olli þér mestu hugarangri. Hvernig hefðir þú viljað hafa pabba og mömmu um jólin? Reyndu svo að líta í eigin barm og spurðu sjálfan þig hvort þú sért mögulega að endurtaka leikinn, kannski bara í örlítið breyttri mynd. Ef áfengisneysla var vandamál í þinni æsku er gott að skapa fjölskyldu sinni nýjar jólahefðir. Við hvetjum þig til þess að gera jólin að sannarlegri hátíð barnanna. Gleðileg jól.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun