Innlent

Ólafur Ragnar tók við 35 þúsund undirskriftum

Ólafur Ragnar tók við 34.882 undirskriftum frá Ísaki Jónssyni og Agnari Kristjáni Þorsteinsson, sem staðið hafa fyrir undirskriftasöfnuninni.
Ólafur Ragnar tók við 34.882 undirskriftum frá Ísaki Jónssyni og Agnari Kristjáni Þorsteinsson, sem staðið hafa fyrir undirskriftasöfnuninni. Mynd/HH
Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, var klukkan þrjú í dag afhentar undirskriftir 35 þúsund Íslendinga, eða um 15 prósent kjósenda landsins.

Með undirskriftunum er Ólafur Ragnar, hvattur til þess að samþykkja ekki lög um lækkun veiðigjalda heldur vísa þeim í dóm þjóðarinnar.

Útlit er fyrir að þjóðin muni ekki samþykja lögin í þjóðaratkvæðgreiðslu því kannanir hafa bent til þess að 70 prósent landsmanna vilji ekki að að veiðigjöld verði lækkuð.

Ekki er enn vitað hvað Ólafur Ragnar gerir í þessu máli þótt hann hafi áður lýst því yfir að mál tengd sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar henti vel til að leggja í dóm þjóðarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×