Dyggðir stjórnmála Páll Valur Björnsson skrifar 8. mars 2013 06:00 Stjórnmál, hvað fær fólk til þess að taka þátt í stjórnmálum? Það er von að margir velti því fyrir sér þessa dagana hvað fær fólk til þess að taka þátt í stjórnmálum eins og staðan á stjórnarheimilinu og hinu háa Alþingi er um þessar mundir. Þar virðist hver höndin vera upp á móti annarri og ekki vinnandi vegur að fá niðurstöður í nokkurt mál, mál sem brenna á þjóðinni eins og t.d. stjórnarskrármálið. Hvernig má það vera eftir allt sem á undan er gengið að alþingismenn þjóðarinnar geti ekki með nokkru móti unnið saman að farsælum lausnum fyrir land og þjóð? Það er sama hvaða mál eru á dagskrá; það logar allt stafna á milli, enginn gefur þumlung eftir og dýrmætum tíma Alþingis er sóað í endalaust málþóf og þrætur sem ætlar alla lifandi að drepa úr leiðindum. Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur hefur skrifað bækurnar Orðspor - gildin í samfélaginu og Gæfuspor - gildin í lífinu, afar merkilegar og fræðandi bækur sem ég tel að ættu að vera til í bókasafni allra þeirra sem starfa við stjórnmál. Gunnar Hersveinn segir m.a. að: „Starf í stjórnmálum sé göfugt vegna þess að sá eða sú sem stundar það á að vinna að hamingju og heill þjóðar sinnar. Nafn starfslýsingarinnar er farsæld þjóðar.“ Hann nefnir að mælikvarðinn í stjórnmálum sé hugtakið almannaheill. Þegar maður stendur álengdar og fylgist með því sem fram fer í sölum Alþingis efast maður á stundum um að það sé tilgangurinn með öllu þessu ati. Gunnar heldur áfram og segir: „Þroski þeirra sem iðka stjórnmál felst í því að ná árangri í ræktun fjögurra sammannlegra dyggða: réttlætis, visku, hófsemdar og hugrekkis, og forðast af alefli fjóra (sam) mannlega lesti: hroka, ágirnd, öfund og heift.“ Þó að blessuðum fulltrúunum okkar á þingi sé ekki alls varnað finnst manni meira bera á hroka og heift í samskiptum þeirra í millum en réttlæti, visku, hófsemd og hugrekki. Það leiðir svo hugann að því hvers vegna virðingu fyrir Alþingi hefur hrakað svo mikið sem raun ber vitni. Gunnar Hersveinn fjallar um virðinguna í Gæfusporinu og segir okkur hversu þýðingarmikil virðingin er í mannlegum samskiptum og hún sé meðal máttarstólpa lýðræðisins. Sá sem ber virðingu fyrir öðrum öðlast virðingu annarra – það er lögmál virðingarinnar og hún er helsta dyggð mannréttinda. Það er ljóst í mínum huga að til þess að hefja virðingu Alþingis á hærra plan og ekki síst virðingu almennings fyrir stjórnmálamönnum verða þeir sem kjörnir eru til starfa á Alþingi að sýna hver öðrum meiri virðingu og ekki síst auðmýkt. Auðmýkt felst m.a. í því að finnast til um verk annarra og sá sem nemur auðmýkt verður mjúklyndur í hjarta. Andstaða auðmýktar er hroki, sem er galli í mannlegum samskiptum, og sá sem er fullur af hroka telur sig yfir aðra hafinn. Hann sýnir öðrum lítilsvirðingu og traðkar á skoðunum þeirra, rökum og ástæðum. Það hefur verið einkar dapurlegt að hlusta á stjórnmálafólk og þá ekki síst foringja gömlu flokkanna tala af hroka og lítilsvirðingu um Bjarta framtíð, samtök sem vilja nálgast stjórnmálin af réttlæti, visku, hófsemd og hugrekki. Í ályktun stjórnar Bjartrar framtíðar nr. 1 segir m.a.: „Áhersla sé lögð á sáttaferli ýmiss konar og forn rígur milli flokka, bæjarfélaga, fjölskyldna, einstaklinga, félagasamtaka og annarra, sem oft stendur í vegi fyrir framförum og heilbrigðri skynsemi, verði meðhöndlaður markvisst. Virðing Alþingis verði endurreist og þar ríki meiri sanngirni í orðaskiptum, kurteisi, gleði og jafnframt festa í vinnubrögðum líkt og tíðkast á mörgum öðrum sviðum samfélagsins, s.s. í fyrirtækja- og félagamenningu nútímans“. Látum þetta verða eitt af leiðarljósum okkar í komandi framtíð. Lifið heil. Höfundur skipar 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Stjórnmál, hvað fær fólk til þess að taka þátt í stjórnmálum? Það er von að margir velti því fyrir sér þessa dagana hvað fær fólk til þess að taka þátt í stjórnmálum eins og staðan á stjórnarheimilinu og hinu háa Alþingi er um þessar mundir. Þar virðist hver höndin vera upp á móti annarri og ekki vinnandi vegur að fá niðurstöður í nokkurt mál, mál sem brenna á þjóðinni eins og t.d. stjórnarskrármálið. Hvernig má það vera eftir allt sem á undan er gengið að alþingismenn þjóðarinnar geti ekki með nokkru móti unnið saman að farsælum lausnum fyrir land og þjóð? Það er sama hvaða mál eru á dagskrá; það logar allt stafna á milli, enginn gefur þumlung eftir og dýrmætum tíma Alþingis er sóað í endalaust málþóf og þrætur sem ætlar alla lifandi að drepa úr leiðindum. Gunnar Hersveinn heimspekingur og rithöfundur hefur skrifað bækurnar Orðspor - gildin í samfélaginu og Gæfuspor - gildin í lífinu, afar merkilegar og fræðandi bækur sem ég tel að ættu að vera til í bókasafni allra þeirra sem starfa við stjórnmál. Gunnar Hersveinn segir m.a. að: „Starf í stjórnmálum sé göfugt vegna þess að sá eða sú sem stundar það á að vinna að hamingju og heill þjóðar sinnar. Nafn starfslýsingarinnar er farsæld þjóðar.“ Hann nefnir að mælikvarðinn í stjórnmálum sé hugtakið almannaheill. Þegar maður stendur álengdar og fylgist með því sem fram fer í sölum Alþingis efast maður á stundum um að það sé tilgangurinn með öllu þessu ati. Gunnar heldur áfram og segir: „Þroski þeirra sem iðka stjórnmál felst í því að ná árangri í ræktun fjögurra sammannlegra dyggða: réttlætis, visku, hófsemdar og hugrekkis, og forðast af alefli fjóra (sam) mannlega lesti: hroka, ágirnd, öfund og heift.“ Þó að blessuðum fulltrúunum okkar á þingi sé ekki alls varnað finnst manni meira bera á hroka og heift í samskiptum þeirra í millum en réttlæti, visku, hófsemd og hugrekki. Það leiðir svo hugann að því hvers vegna virðingu fyrir Alþingi hefur hrakað svo mikið sem raun ber vitni. Gunnar Hersveinn fjallar um virðinguna í Gæfusporinu og segir okkur hversu þýðingarmikil virðingin er í mannlegum samskiptum og hún sé meðal máttarstólpa lýðræðisins. Sá sem ber virðingu fyrir öðrum öðlast virðingu annarra – það er lögmál virðingarinnar og hún er helsta dyggð mannréttinda. Það er ljóst í mínum huga að til þess að hefja virðingu Alþingis á hærra plan og ekki síst virðingu almennings fyrir stjórnmálamönnum verða þeir sem kjörnir eru til starfa á Alþingi að sýna hver öðrum meiri virðingu og ekki síst auðmýkt. Auðmýkt felst m.a. í því að finnast til um verk annarra og sá sem nemur auðmýkt verður mjúklyndur í hjarta. Andstaða auðmýktar er hroki, sem er galli í mannlegum samskiptum, og sá sem er fullur af hroka telur sig yfir aðra hafinn. Hann sýnir öðrum lítilsvirðingu og traðkar á skoðunum þeirra, rökum og ástæðum. Það hefur verið einkar dapurlegt að hlusta á stjórnmálafólk og þá ekki síst foringja gömlu flokkanna tala af hroka og lítilsvirðingu um Bjarta framtíð, samtök sem vilja nálgast stjórnmálin af réttlæti, visku, hófsemd og hugrekki. Í ályktun stjórnar Bjartrar framtíðar nr. 1 segir m.a.: „Áhersla sé lögð á sáttaferli ýmiss konar og forn rígur milli flokka, bæjarfélaga, fjölskyldna, einstaklinga, félagasamtaka og annarra, sem oft stendur í vegi fyrir framförum og heilbrigðri skynsemi, verði meðhöndlaður markvisst. Virðing Alþingis verði endurreist og þar ríki meiri sanngirni í orðaskiptum, kurteisi, gleði og jafnframt festa í vinnubrögðum líkt og tíðkast á mörgum öðrum sviðum samfélagsins, s.s. í fyrirtækja- og félagamenningu nútímans“. Látum þetta verða eitt af leiðarljósum okkar í komandi framtíð. Lifið heil. Höfundur skipar 1. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun