Innflutningsbann Guðni Ágústsson skrifar 8. apríl 2013 09:00 Mikið lifandi skelfingar ósköp eru Íslendingar áhrifagjarnir og fljótir að gleyma. Um eitt hundrað alvarlegir sjúkdómar lifa í búfé í Evrópu. Á Íslandi eru sjúkdómarnir teljandi á fingrum annarrar handar og þeir sem við glímum við flestir hingað komnir af mannavöldum. Umræðan af hálfu Verslunar og þjónustu hér heima um að Eftirlitsstofnanir EFTA skuli ætla að skoða hvort hægt sé að hrinda banninu veldur áhyggjum allra hugsandi manna. Margrét Guðnadóttir læknaprófessor o.fl. hafa sett fram sterk varnaðarorð um hættuna af innflutningi á hráu kjöti og telur að verði fallið frá banninu gæti það valdið stórslysi í framtíðinni, hvað þá á lifandi dýrum. Í ESB og á Íslandi eru miklir peningar settir í sjúkdómavarnir og baráttu til að halda sjúkdómum niðri. Hér telst landið nánast sjúkdómalaust og bústofnarnir meðal þeirra heilbrigðustu í heimi. Man einhver lengur kúariðu í Írlandi og írskar nautalundir í kjötborðum hér fyrir um tíu árum. Þá voru hjarðir nauta og kúa í ESB skotnar og brenndar á báli til að stöðva vágestinn, samt barst hann landa á milli. Kaupmennirnir sem seldu írsku nautalundirnar hér förguðu sínum birgðum einnig. Og fullvissuðu neytendur um að allt kjöt í kjötborðum sínum væri íslenskt. Síðan hafa flestar verslanir hér auglýsingu uppi við að allt kjöt sem þær selji í kjötborði sé af íslenskum gripum og margar verslanirnar prýða auglýsinguna með íslenska fánanum. Þetta mál er nefnilega dauðans alvara, ekki bara fyrir búféð heldur mannfólkið líka.Karakúlféð og hesturinn Karakúlféð flutti svokallaða mæðiveiki til Íslands 1934 en til stóð að kynbæta íslenskar ær með hrútum af þessum stofni sem fluttir voru inn. Var það í því skyni að fá dýrmæt skinn af unglömbum. Karakúlféð var upprunnið í Asíu, það bar smitið í sér en var ekki veikt heldur ónæmt sjálft fyrir veikinni. En heilbrigður og einangraður sauðfjárstofn hér á eyjunni var fljótur að taka smitið. Og af þessum innflutningi hófst landplága eða faraldur sem fór um landið eins og sinueldur og varð að skera sauðfé í þúsundatali í flestum sýslum landsins. Og girða varnarlínur sem við þekkjum enn á sýslumörkum, sem enn fremur standa gegn sauðfjárriðu, annarri plágu. Þeir einstaklingar sem flytja inn hunda og ketti hingað vita að það er vegna dýraverndar og til sjúkdómavarnar að þessi dýr eru sett tímabundið í einangrun, sem sé varnir gegn sjúkdómum og til lífs dýrunum sem til eru í landinu. Það er engin goðgá að íslenskur hestur sem seldur er úr landi lítur aldrei fósturjörðina aftur. Þetta er gert af sömu ástæðu, til að fá ekki hrossasjúkdóma. Hingað hafa hins vegar borist pestir í hrossastofninn með skítugum fatnaði eða skóm með innlendum eða erlendum ferðamönnum, með alvarlegum afleiðingum og skaða. Á glæsilegu kúabúi hér á landi kom upp fyrir skömmu IBR-veira, hvernig hún barst er enn óljóst. Þar er búið að skera hluta af nautgripunum til að stöðva pestina. Sagan og reynslan segir okkur að vítin séu til að varast þau, leikum okkur ekki að eldinum.Spyrjum google.is Nýja-Sjáland lítur á sína búfjárstofna og landbúnaðinn sinn sem dýrmætustu auðlind landsins. Og viðurlögin við að flytja inn hrátt kjöt eða taka áhættu eru hrikaleg þar. Hér vantar fróðleik í flugvélar og við höfuðdyr landsins um þessa hættu og hættuna af veiðigræjum útlendinga sem gætu drepið og sýkt fiskistofna vatna og veiðiánna. Hér þykir einhverju fólki það sjálfsagt að brjóta þessar reglur og lög á bak aftur með því að kæra bannið til ESA. Og sjálfsagt halda einhverjir að bann á innflutningi á lifandi dýrum sé íslenskur „asnaskapur" og afturhald þrátt fyrir gamla og nýja sögu um kvöl og dauða húsdýranna okkar. Og gríðarlegan fjárhagslegan skaða fyrir ríkið og einstaklinga sem heldur búfé, fyrir þjóðina alla. Hér þarf fræðslu og umræðu meðal almennings. Við skulum öll ræða þetta mál og rifja söguna upp þegar við borðum kvöldmatinn okkar í kvöld. Hann google.is getur hjálpað okkur, hann veit margt og segir okkur frá mörgu ef við spyrjum hann. Google getur kallað fram upplýsingar um hina skæðu sjúkdóma sem við erum laus við og leika búfjárstofna um víða veröld grátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Mikið lifandi skelfingar ósköp eru Íslendingar áhrifagjarnir og fljótir að gleyma. Um eitt hundrað alvarlegir sjúkdómar lifa í búfé í Evrópu. Á Íslandi eru sjúkdómarnir teljandi á fingrum annarrar handar og þeir sem við glímum við flestir hingað komnir af mannavöldum. Umræðan af hálfu Verslunar og þjónustu hér heima um að Eftirlitsstofnanir EFTA skuli ætla að skoða hvort hægt sé að hrinda banninu veldur áhyggjum allra hugsandi manna. Margrét Guðnadóttir læknaprófessor o.fl. hafa sett fram sterk varnaðarorð um hættuna af innflutningi á hráu kjöti og telur að verði fallið frá banninu gæti það valdið stórslysi í framtíðinni, hvað þá á lifandi dýrum. Í ESB og á Íslandi eru miklir peningar settir í sjúkdómavarnir og baráttu til að halda sjúkdómum niðri. Hér telst landið nánast sjúkdómalaust og bústofnarnir meðal þeirra heilbrigðustu í heimi. Man einhver lengur kúariðu í Írlandi og írskar nautalundir í kjötborðum hér fyrir um tíu árum. Þá voru hjarðir nauta og kúa í ESB skotnar og brenndar á báli til að stöðva vágestinn, samt barst hann landa á milli. Kaupmennirnir sem seldu írsku nautalundirnar hér förguðu sínum birgðum einnig. Og fullvissuðu neytendur um að allt kjöt í kjötborðum sínum væri íslenskt. Síðan hafa flestar verslanir hér auglýsingu uppi við að allt kjöt sem þær selji í kjötborði sé af íslenskum gripum og margar verslanirnar prýða auglýsinguna með íslenska fánanum. Þetta mál er nefnilega dauðans alvara, ekki bara fyrir búféð heldur mannfólkið líka.Karakúlféð og hesturinn Karakúlféð flutti svokallaða mæðiveiki til Íslands 1934 en til stóð að kynbæta íslenskar ær með hrútum af þessum stofni sem fluttir voru inn. Var það í því skyni að fá dýrmæt skinn af unglömbum. Karakúlféð var upprunnið í Asíu, það bar smitið í sér en var ekki veikt heldur ónæmt sjálft fyrir veikinni. En heilbrigður og einangraður sauðfjárstofn hér á eyjunni var fljótur að taka smitið. Og af þessum innflutningi hófst landplága eða faraldur sem fór um landið eins og sinueldur og varð að skera sauðfé í þúsundatali í flestum sýslum landsins. Og girða varnarlínur sem við þekkjum enn á sýslumörkum, sem enn fremur standa gegn sauðfjárriðu, annarri plágu. Þeir einstaklingar sem flytja inn hunda og ketti hingað vita að það er vegna dýraverndar og til sjúkdómavarnar að þessi dýr eru sett tímabundið í einangrun, sem sé varnir gegn sjúkdómum og til lífs dýrunum sem til eru í landinu. Það er engin goðgá að íslenskur hestur sem seldur er úr landi lítur aldrei fósturjörðina aftur. Þetta er gert af sömu ástæðu, til að fá ekki hrossasjúkdóma. Hingað hafa hins vegar borist pestir í hrossastofninn með skítugum fatnaði eða skóm með innlendum eða erlendum ferðamönnum, með alvarlegum afleiðingum og skaða. Á glæsilegu kúabúi hér á landi kom upp fyrir skömmu IBR-veira, hvernig hún barst er enn óljóst. Þar er búið að skera hluta af nautgripunum til að stöðva pestina. Sagan og reynslan segir okkur að vítin séu til að varast þau, leikum okkur ekki að eldinum.Spyrjum google.is Nýja-Sjáland lítur á sína búfjárstofna og landbúnaðinn sinn sem dýrmætustu auðlind landsins. Og viðurlögin við að flytja inn hrátt kjöt eða taka áhættu eru hrikaleg þar. Hér vantar fróðleik í flugvélar og við höfuðdyr landsins um þessa hættu og hættuna af veiðigræjum útlendinga sem gætu drepið og sýkt fiskistofna vatna og veiðiánna. Hér þykir einhverju fólki það sjálfsagt að brjóta þessar reglur og lög á bak aftur með því að kæra bannið til ESA. Og sjálfsagt halda einhverjir að bann á innflutningi á lifandi dýrum sé íslenskur „asnaskapur" og afturhald þrátt fyrir gamla og nýja sögu um kvöl og dauða húsdýranna okkar. Og gríðarlegan fjárhagslegan skaða fyrir ríkið og einstaklinga sem heldur búfé, fyrir þjóðina alla. Hér þarf fræðslu og umræðu meðal almennings. Við skulum öll ræða þetta mál og rifja söguna upp þegar við borðum kvöldmatinn okkar í kvöld. Hann google.is getur hjálpað okkur, hann veit margt og segir okkur frá mörgu ef við spyrjum hann. Google getur kallað fram upplýsingar um hina skæðu sjúkdóma sem við erum laus við og leika búfjárstofna um víða veröld grátt.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar