Sátt um að halda áfram Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 20. apríl 2013 06:00 Nauðsyn þess að tala fyrir von, breytingum og betri framtíð hefur sjaldan verið meiri en nú. Helmingur heimilanna í landinu hefur áhyggjur af því að ná ekki endum saman og fjölskyldur hafa áhyggjur af framtíðinni. Krafan til okkar sem í stjórnmálum störfum er skýr: Gefið þjóðinni tækifæri og treystið henni til að byggja upp og vinna saman að aukinni hagsæld fyrir alla. Þetta kemur skýrt fram þegar skoðuð er skýrsla McKinsey & Company sem gefin var út um íslenska hagkerfið og leiðir til að auka vöxt og velferð. Full af hvatningu, von og lausnum er skýrslan einnig góð áminning um mikilvægi þess að hér náist sátt um það sem mestu skiptir: að halda áfram. Verkefnið fram undan er skýrt. Við þurfum sátt um aukinn vöxt, meiri framleiðni og fjárfestingu. Það gerum við með því að búa vel að grunnatvinnuvegunum en stuðla um leið að fjölbreyttu atvinnulífi þar sem hlutverk stjórnvalda er að skapa umhverfi sem fóstrar slík tækifæri með hófsömum álögum, einföldu regluverki og öflugri menntun.Styrkleikarnir augljósir Styrkleikar okkar sem þjóðar eru augljósir og veikleikarnir klárlega allir þess eðlis að við getum líka unnið með þá. Framleiðni og arðsemi er t.d ekki eins mikil og hún gæti verið, þrátt fyrir að við vinnum flestar vinnustundir þeirra þjóða sem við helst berum okkur saman við. Það skortir því ekki á vilja okkar til vinnu en við getum greinilega sett okkur skýrari markmið og gert meiri kröfur um árangur. Þetta virðist eiga jafnt við um atvinnulífið og hið opinbera.Grundvallaratriðið Þjóð sem er vön að leggja mikið á sig, takast á við erfiðleika og leysa það sem fyrir hana er lagt, mun ekki víkja sér undan því að bæta það sem bæta þarf. Ef stjórnvöld hafa trú á fólkinu sjálfu, treysta fyrirtækjum og frumkvöðlum og leggja sig fram um traust samstarf við þá sem að nauðsynlegri uppbyggingu koma, verður niðurstaðan farsæl. Grundvallaratriðið er að við komumst á betri stað og komandi kynslóðir njóti þess að við tökum nú höndum saman, náum að yfirstíga vandann og séum sammála um nauðsyn þess að halda áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Nauðsyn þess að tala fyrir von, breytingum og betri framtíð hefur sjaldan verið meiri en nú. Helmingur heimilanna í landinu hefur áhyggjur af því að ná ekki endum saman og fjölskyldur hafa áhyggjur af framtíðinni. Krafan til okkar sem í stjórnmálum störfum er skýr: Gefið þjóðinni tækifæri og treystið henni til að byggja upp og vinna saman að aukinni hagsæld fyrir alla. Þetta kemur skýrt fram þegar skoðuð er skýrsla McKinsey & Company sem gefin var út um íslenska hagkerfið og leiðir til að auka vöxt og velferð. Full af hvatningu, von og lausnum er skýrslan einnig góð áminning um mikilvægi þess að hér náist sátt um það sem mestu skiptir: að halda áfram. Verkefnið fram undan er skýrt. Við þurfum sátt um aukinn vöxt, meiri framleiðni og fjárfestingu. Það gerum við með því að búa vel að grunnatvinnuvegunum en stuðla um leið að fjölbreyttu atvinnulífi þar sem hlutverk stjórnvalda er að skapa umhverfi sem fóstrar slík tækifæri með hófsömum álögum, einföldu regluverki og öflugri menntun.Styrkleikarnir augljósir Styrkleikar okkar sem þjóðar eru augljósir og veikleikarnir klárlega allir þess eðlis að við getum líka unnið með þá. Framleiðni og arðsemi er t.d ekki eins mikil og hún gæti verið, þrátt fyrir að við vinnum flestar vinnustundir þeirra þjóða sem við helst berum okkur saman við. Það skortir því ekki á vilja okkar til vinnu en við getum greinilega sett okkur skýrari markmið og gert meiri kröfur um árangur. Þetta virðist eiga jafnt við um atvinnulífið og hið opinbera.Grundvallaratriðið Þjóð sem er vön að leggja mikið á sig, takast á við erfiðleika og leysa það sem fyrir hana er lagt, mun ekki víkja sér undan því að bæta það sem bæta þarf. Ef stjórnvöld hafa trú á fólkinu sjálfu, treysta fyrirtækjum og frumkvöðlum og leggja sig fram um traust samstarf við þá sem að nauðsynlegri uppbyggingu koma, verður niðurstaðan farsæl. Grundvallaratriðið er að við komumst á betri stað og komandi kynslóðir njóti þess að við tökum nú höndum saman, náum að yfirstíga vandann og séum sammála um nauðsyn þess að halda áfram.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun