Allir vilja vinna Valgerður Magnúsdóttir skrifar 26. apríl 2013 06:00 Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum við afar erfiðar aðstæður hefur mikill árangur náðst þótt enn sé verk að vinna. Gríðarlegum halla á ríkissjóði hefur verið breytt í jöfnuð. Atvinnulífið hefur tekið við sér, hagvöxtur aukist og atvinnuleysi minnkað úr 8,1% í febrúar 2009 í 4,7% í febrúar 2013. Þakka má margs konar aðgerðum, svo sem námskeiðum fyrir ungt fólk í atvinnuleit, styrkveitingum og átakinu „Allir vinna“, sem hefur verið framlengt til 1. janúar 2014. Nýliðinn landsfundur Samfylkingarinnar gerði samþykkt um eitt samfélag fyrir alla, jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu og aðstoð í samræmi við þarfir. Til þess þarf að samræma lög um velferðarþjónustu þannig að skóla-, félags- og heilbrigðisþjónusta myndi eina heild og þjóni öllum jafnt. Öllum þarf að tryggja mannsæmandi lífsviðurværi. Samhjálp á að efla sérhvern einstakling til að nýta hæfileika sína, sér og öðrum til hagsbóta, en ekki vera ölmusa. Möguleikar á endurhæfingu eru nú fleiri og betri. Áfram þarf að halda á þeirri braut því virkni eykur lífsgæði og allir vilja vinna. Mikilvægt er að allir eigi kost á góðri endurhæfingu en nú anna tilboð ekki eftirspurn og tengjast ekki umsóknum um lífeyri með skilvirkum hætti. Tryggingabætur og jafnvel atvinnuleysisbætur eru hærri en lægstu laun, þannig að hvati til starfs verður takmarkaður. Það á hins vegar að borga sig fyrir alla að vinna. Með því ná einstaklingar, fjölskyldur og þjóðin öll árangri. Í annarri efnisgrein í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar segir: „Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.“ Þegar þessi sjónarmið eru höfð að leiðarljósi vinna allir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Frá því að núverandi ríkisstjórn tók við stjórnartaumunum við afar erfiðar aðstæður hefur mikill árangur náðst þótt enn sé verk að vinna. Gríðarlegum halla á ríkissjóði hefur verið breytt í jöfnuð. Atvinnulífið hefur tekið við sér, hagvöxtur aukist og atvinnuleysi minnkað úr 8,1% í febrúar 2009 í 4,7% í febrúar 2013. Þakka má margs konar aðgerðum, svo sem námskeiðum fyrir ungt fólk í atvinnuleit, styrkveitingum og átakinu „Allir vinna“, sem hefur verið framlengt til 1. janúar 2014. Nýliðinn landsfundur Samfylkingarinnar gerði samþykkt um eitt samfélag fyrir alla, jöfn tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu og aðstoð í samræmi við þarfir. Til þess þarf að samræma lög um velferðarþjónustu þannig að skóla-, félags- og heilbrigðisþjónusta myndi eina heild og þjóni öllum jafnt. Öllum þarf að tryggja mannsæmandi lífsviðurværi. Samhjálp á að efla sérhvern einstakling til að nýta hæfileika sína, sér og öðrum til hagsbóta, en ekki vera ölmusa. Möguleikar á endurhæfingu eru nú fleiri og betri. Áfram þarf að halda á þeirri braut því virkni eykur lífsgæði og allir vilja vinna. Mikilvægt er að allir eigi kost á góðri endurhæfingu en nú anna tilboð ekki eftirspurn og tengjast ekki umsóknum um lífeyri með skilvirkum hætti. Tryggingabætur og jafnvel atvinnuleysisbætur eru hærri en lægstu laun, þannig að hvati til starfs verður takmarkaður. Það á hins vegar að borga sig fyrir alla að vinna. Með því ná einstaklingar, fjölskyldur og þjóðin öll árangri. Í annarri efnisgrein í stefnuyfirlýsingu Samfylkingarinnar segir: „Það er grundvallarsjónarmið Samfylkingarinnar að sérhverjum einstaklingi verði tryggð skilyrði til að rækta hæfileika sína og nýta í þágu eigin velferðar, samfélags síns og komandi kynslóða.“ Þegar þessi sjónarmið eru höfð að leiðarljósi vinna allir.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar