Ný tækifæri til breytinga á stjórnarskrá Árni Páll Árnason skrifar 24. júlí 2013 07:00 Á nýafstöðnu sumarþingi staðfesti Alþingi frumvarp það til breytinga á stjórnarskrá sem ég flutti á síðasta þingi með Katrínu Jakobsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni. Í því felst að hægt er að gera breytingar á stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, án þess að til þingkosninga þurfi að koma. Stjórnarskrárbreyting þarf samkvæmt ákvæðinu samþykki 2/3 hluta þings og svo samþykki meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þó þannig að 40% kosningabærra manna þurfa að greiða tillögunni atkvæði. Samhliða þessari samþykkt varð samstaða milli formanna stjórnmálaflokkanna um að áfram yrði unnið að stjórnskipunarumbótum á kjörtímabilinu. Forsætisráðherra mun skipa nefnd fulltrúa allra flokka, sem mun vinna tillögur áfram. Að mínu viti felast í því mikil tímamót að allir flokkar eru sammála um að í því starfi verði höfð hliðsjón af vinnu undangenginna ára: Tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, tillögum stjórnlaganefndar og vinnu stjórnarskrárnefndarinnar sem starfaði frá 2005-2007. Hið nýja breytingarákvæði var bein afleiðing af ráðleggingum Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Feneyjanefndin hvatti í umsögn sinni um fyrirliggjandi drög að stjórnarskrá í febrúar sl. til þess að breytingar á stjórnarskrá yrðu einfaldaðar svo hægt væri að vinna málið áfram á nýju kjörtímabili, ef ekki ynnist tími til að ljúka heildarendurskoðun stjórnarskrár fyrir síðustu þingkosningar.Gerbreytir viðhorfum Nýja breytingarákvæðið gerbreytir viðhorfum á vettvangi stjórnmálanna til stjórnarskrárbreytinga. Í stað þess að menn hummi þær fram af sér fram eftir kjörtímabili og vakni svo upp við vondan draum og hefji endurskoðunarvinnu einhverjum misserum fyrir kosningar verður nú bæði rökrétt og eðlilegt að hefja strax í upphafi kjörtímabils vinnu við stjórnarskrárbreytingar. Það er líka mikilvægt að taka stjórnarskrárbreytingar út úr þeim hráskinnaleik flokkastjórnmálanna sem einkennt hefur umræðuna undanfarna áratugi. Í aðdraganda kosninga 2007, 2009 og 2013 voru stjórnarskrárbreytingar pólitískt þrætuepli og umræðan einkenndist óþægilega mikið af tilraunum flokkanna til að koma Svarta-Pétri hver á annan: Fá þennan til að hafna auðlindaákvæði eða hinn til að sýnast standa gegn öllum breytingum. Standa gegn öllu til að skapa sér samningsstöðu. Flokkar urðu í þessum leikaraskap berir að því að hafna fyrir einar kosningar tillögum sem þeir sjálfir lögðu fram fyrir næstu kosningar á undan. Þessu rugli þarf að linna. Það einfaldasta fyrst Nýja breytingarákvæðið gerir mögulegt að búa til vitrænt verklag og samstillt átak um árangur. Víðtækur stuðningur við breytingarákvæðið í endanlegri atkvæðagreiðslu, þar sem 2/3 hlutar þingmanna – úr flestum flokkum – greiddu því atkvæði, lofar góðu um samvinnuvilja. Í vinnunni fram undan þarf að leggja áherslu á að vinna fyrst það sem einfaldast á að vera að ná saman um og nýta þau tækifæri sem við fáum til að efna með auðveldum hætti til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég minni á að tvennar almennar kosningar eru áætlaðar á þessu kjörtímabili: Sveitarstjórnarkosningar í lok maí 2014 og forsetakosningar í júní 2016. Það væri vel mögulegt að Alþingi gæti afgreitt frá sér fyrsta hluta tillagna um stjórnarskrárbreytingar í vetur til afgreiðslu af þjóðarinnar hálfu samhliða sveitarstjórnarkosningum og svo aftur næsta áfanga í tíma fyrir forsetakosningarnar 2016. Hvað ætti að vera í þeim stjórnarskrártillögum? Um það fjalla ég í næstu grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnu sumarþingi staðfesti Alþingi frumvarp það til breytinga á stjórnarskrá sem ég flutti á síðasta þingi með Katrínu Jakobsdóttur og Guðmundi Steingrímssyni. Í því felst að hægt er að gera breytingar á stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, án þess að til þingkosninga þurfi að koma. Stjórnarskrárbreyting þarf samkvæmt ákvæðinu samþykki 2/3 hluta þings og svo samþykki meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu, en þó þannig að 40% kosningabærra manna þurfa að greiða tillögunni atkvæði. Samhliða þessari samþykkt varð samstaða milli formanna stjórnmálaflokkanna um að áfram yrði unnið að stjórnskipunarumbótum á kjörtímabilinu. Forsætisráðherra mun skipa nefnd fulltrúa allra flokka, sem mun vinna tillögur áfram. Að mínu viti felast í því mikil tímamót að allir flokkar eru sammála um að í því starfi verði höfð hliðsjón af vinnu undangenginna ára: Tillögum stjórnlagaráðs og niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar, tillögum stjórnlaganefndar og vinnu stjórnarskrárnefndarinnar sem starfaði frá 2005-2007. Hið nýja breytingarákvæði var bein afleiðing af ráðleggingum Feneyjanefndar Evrópuráðsins. Feneyjanefndin hvatti í umsögn sinni um fyrirliggjandi drög að stjórnarskrá í febrúar sl. til þess að breytingar á stjórnarskrá yrðu einfaldaðar svo hægt væri að vinna málið áfram á nýju kjörtímabili, ef ekki ynnist tími til að ljúka heildarendurskoðun stjórnarskrár fyrir síðustu þingkosningar.Gerbreytir viðhorfum Nýja breytingarákvæðið gerbreytir viðhorfum á vettvangi stjórnmálanna til stjórnarskrárbreytinga. Í stað þess að menn hummi þær fram af sér fram eftir kjörtímabili og vakni svo upp við vondan draum og hefji endurskoðunarvinnu einhverjum misserum fyrir kosningar verður nú bæði rökrétt og eðlilegt að hefja strax í upphafi kjörtímabils vinnu við stjórnarskrárbreytingar. Það er líka mikilvægt að taka stjórnarskrárbreytingar út úr þeim hráskinnaleik flokkastjórnmálanna sem einkennt hefur umræðuna undanfarna áratugi. Í aðdraganda kosninga 2007, 2009 og 2013 voru stjórnarskrárbreytingar pólitískt þrætuepli og umræðan einkenndist óþægilega mikið af tilraunum flokkanna til að koma Svarta-Pétri hver á annan: Fá þennan til að hafna auðlindaákvæði eða hinn til að sýnast standa gegn öllum breytingum. Standa gegn öllu til að skapa sér samningsstöðu. Flokkar urðu í þessum leikaraskap berir að því að hafna fyrir einar kosningar tillögum sem þeir sjálfir lögðu fram fyrir næstu kosningar á undan. Þessu rugli þarf að linna. Það einfaldasta fyrst Nýja breytingarákvæðið gerir mögulegt að búa til vitrænt verklag og samstillt átak um árangur. Víðtækur stuðningur við breytingarákvæðið í endanlegri atkvæðagreiðslu, þar sem 2/3 hlutar þingmanna – úr flestum flokkum – greiddu því atkvæði, lofar góðu um samvinnuvilja. Í vinnunni fram undan þarf að leggja áherslu á að vinna fyrst það sem einfaldast á að vera að ná saman um og nýta þau tækifæri sem við fáum til að efna með auðveldum hætti til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég minni á að tvennar almennar kosningar eru áætlaðar á þessu kjörtímabili: Sveitarstjórnarkosningar í lok maí 2014 og forsetakosningar í júní 2016. Það væri vel mögulegt að Alþingi gæti afgreitt frá sér fyrsta hluta tillagna um stjórnarskrárbreytingar í vetur til afgreiðslu af þjóðarinnar hálfu samhliða sveitarstjórnarkosningum og svo aftur næsta áfanga í tíma fyrir forsetakosningarnar 2016. Hvað ætti að vera í þeim stjórnarskrártillögum? Um það fjalla ég í næstu grein.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun