ÖBÍ er mikilvægt afl Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 12. október 2013 06:00 Öryrkjabandalag Íslands er mikilvægt afl í samfélaginu. Hlutverk þess sem regnhlífarsamtaka er að vera frumkvöðull og málsvari í málefnum fatlaðra, setja kúrsinn og vinna þétt með stjórnsýslunni til að tryggja hlut þeirra tuttugu og sjö þúsund einstaklinga sem standa að aðildarfélögum ÖBÍ. Um leið er bandalagið nauðsynlegur bakhjarl einstakra aðildarfélaga, smárra sem stórra, og vinnur með þeim að einstökum málefnum. Málefni öryrkja snerta enn fremur alla þjóðina. Það er allra hagur að einstaklingi sem vegna fötlunar þarf aðstoð á einn eða annan máta sé gert kleift að taka þátt í samfélaginu og skila sínu með stolti sem góður og gegn þjóðfélagsþegn. Annað brýtur gegn grundvallarmannréttindum og kostar samfélagið mun meira, hvort sem reiknað er í krónum eða með tilliti til samfélagslegra gilda. Um þessar mundir er verið að vinna úr gögnum viðhorfskönnunar sem ÖBÍ lét gera um sambandið. Tvennt stendur upp úr við fyrstu skoðun. Annars vegar sú neikvæða ímynd ÖBÍ sem birtist í samtölum við nokkra af okkar helstu tengiliðum innan stjórnsýslunnar. Þar kemur skýrt fram að viðmælendur vilja vinna náið með ÖBÍ en upplifa þess í stað fálæti og neikvætt viðmót. Hins vegar slær mig hversu litla samleið yngri félagsmenn telja sig eiga með bandalaginu. Haldi sú þróun áfram mun ÖBÍ einfaldlega veslast upp og deyja drottni sínum, fyrr en nokkurn grunar. Þessari þróun þarf að snúa við og það snarlega. Svo skýr skilaboð koma sjaldnast til af engu og forsagan hlýtur að teygja sig langt aftur. Yfirstjórn ÖBÍ og aðildarfélög þurfa að rýna djúpt í eigin rann af fullkominni einlægni. Hafa þor til að taka á erfiðum málum og leita lausna sem efla samtökin inn á við. Bandalagið þarf jafnframt að taka upp breytt vinnubrögð gagnvart hinu opinbera sem tryggja aðkomu þess að málefnum fatlaðra. Einungis lausnamiðuð vinnubrögð og samvinna geta tryggt að ekkert sé ákvarðað um okkar málefni án okkar aðkomu. Um leið fær ÖBÍ gullið tækifæri til að auka skilning almennings á málefnum bandalagsins og efla jafnframt sjálfsmynd skjólstæðinga sinna, ungra sem aldinna. Til þess að svo verði þarf öfluga og þróttmikla forystusveit sem getur unnið samhent að verkefninu. Skipta þarf út karlinum í brúnni og beita stíft án þess að skútan brotni. Með samhentu átaki getum við á skömmum tíma gert ÖBÍ sjóklárt og sett kúrsinn til betra samfélags með þátttöku, jafnræði og ábyrgð að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands er mikilvægt afl í samfélaginu. Hlutverk þess sem regnhlífarsamtaka er að vera frumkvöðull og málsvari í málefnum fatlaðra, setja kúrsinn og vinna þétt með stjórnsýslunni til að tryggja hlut þeirra tuttugu og sjö þúsund einstaklinga sem standa að aðildarfélögum ÖBÍ. Um leið er bandalagið nauðsynlegur bakhjarl einstakra aðildarfélaga, smárra sem stórra, og vinnur með þeim að einstökum málefnum. Málefni öryrkja snerta enn fremur alla þjóðina. Það er allra hagur að einstaklingi sem vegna fötlunar þarf aðstoð á einn eða annan máta sé gert kleift að taka þátt í samfélaginu og skila sínu með stolti sem góður og gegn þjóðfélagsþegn. Annað brýtur gegn grundvallarmannréttindum og kostar samfélagið mun meira, hvort sem reiknað er í krónum eða með tilliti til samfélagslegra gilda. Um þessar mundir er verið að vinna úr gögnum viðhorfskönnunar sem ÖBÍ lét gera um sambandið. Tvennt stendur upp úr við fyrstu skoðun. Annars vegar sú neikvæða ímynd ÖBÍ sem birtist í samtölum við nokkra af okkar helstu tengiliðum innan stjórnsýslunnar. Þar kemur skýrt fram að viðmælendur vilja vinna náið með ÖBÍ en upplifa þess í stað fálæti og neikvætt viðmót. Hins vegar slær mig hversu litla samleið yngri félagsmenn telja sig eiga með bandalaginu. Haldi sú þróun áfram mun ÖBÍ einfaldlega veslast upp og deyja drottni sínum, fyrr en nokkurn grunar. Þessari þróun þarf að snúa við og það snarlega. Svo skýr skilaboð koma sjaldnast til af engu og forsagan hlýtur að teygja sig langt aftur. Yfirstjórn ÖBÍ og aðildarfélög þurfa að rýna djúpt í eigin rann af fullkominni einlægni. Hafa þor til að taka á erfiðum málum og leita lausna sem efla samtökin inn á við. Bandalagið þarf jafnframt að taka upp breytt vinnubrögð gagnvart hinu opinbera sem tryggja aðkomu þess að málefnum fatlaðra. Einungis lausnamiðuð vinnubrögð og samvinna geta tryggt að ekkert sé ákvarðað um okkar málefni án okkar aðkomu. Um leið fær ÖBÍ gullið tækifæri til að auka skilning almennings á málefnum bandalagsins og efla jafnframt sjálfsmynd skjólstæðinga sinna, ungra sem aldinna. Til þess að svo verði þarf öfluga og þróttmikla forystusveit sem getur unnið samhent að verkefninu. Skipta þarf út karlinum í brúnni og beita stíft án þess að skútan brotni. Með samhentu átaki getum við á skömmum tíma gert ÖBÍ sjóklárt og sett kúrsinn til betra samfélags með þátttöku, jafnræði og ábyrgð að leiðarljósi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar