Ronaldo og Angerer eru þau bestu í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2014 19:07 Cristiano Ronaldo og Nadine Angerer með verðlaunin sín. Mynd/AFP Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo og þýski markvörðurinn Nadine Angerer voru í kvöld kosin besta knattspyrnufólks heims í árlegu kjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins en að kjörinu standa fyrirliðar og þjálfarar landsliða heims ásamt útvöldum fjölmiðlamönnum.Cristiano Ronaldo fékk Gullbolta FIFA, sem besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA, en hann átti frábært ár með Real Madrid og portúgalska landsliðinu. Cristiano Ronaldo endaði þar með fjögurra ára einokun Lionel Messi en Messi hafði fengið öll Gullboltann allt frá því að Ronaldo vann hann í fyrsta skiptið árið 2008. Ronaldo hafði betur í baráttunni við þá Lionel Messi og Franck Ribery sem voru einnig tilnefndir að þessu sinn. Ronaldo átti bágt með sig upp á sviðinu eftir að hann fékk verðlaunin og það var augljóst að þessi sigur skipti hann mjög miklu máli. Ronaldo hefur líka oftar en ekki á síðustu árum þurft að sætta sig við annað sæti á eftir Lionel Messi.Nadine Angerer var fyrirliði þýska kvennalandsliðsins sem varð Evrópumeistari í Svíþjóð síðastas sumar en Angerer var kosin besti leikmaður Evrópumótsins. Angerer hafði betur í baráttunni við Mörtu og Abby Wambach sem voru einnig tilnefndar að þessu sinni. Nadine Angerer varð meðal annars tvær vítaspyrnur í úrslitaleiknum og fékk aðeins á sig eitt mark alla keppnina þar af ekkert í útsláttarkeppninni.Þjóðverjar unnu bæði þjálfaraverðlaunin. Jupp Heynckes, fyrrum þjálfari Bayern München, var kosinn þjálfari ársins hjá körlunum en hjá konum var Silvia Neid, þjálfari þýska kvennalandsliðsins, kosin þjálfari ársins.Pele fékk sérstök heiðursverðlaun, Gullboltann sem hann fékk aldrei sem leikmaður því þá voru þessi verðlaun aðeins fyrir leikmenn í Evrópu. Pele felldi tár upp á sviði þegar allur salurinn klappaði fyrir honum.Afganska knattspyrnusambandið fékk prúðmennskuverðlaun FIFA og Jacques Rogge, fyrrum forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, fékk heiðursverðlaun forseta FIFA.Svíinn Zlatan Ibrahimovic skoraði fallegasta mark ársins en markið umrædda skoraði hann reyndar á árinu 2012 í landsleik á móti Englendingum. Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo og þýski markvörðurinn Nadine Angerer voru í kvöld kosin besta knattspyrnufólks heims í árlegu kjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins en að kjörinu standa fyrirliðar og þjálfarar landsliða heims ásamt útvöldum fjölmiðlamönnum.Cristiano Ronaldo fékk Gullbolta FIFA, sem besti knattspyrnumaður heims hjá FIFA, en hann átti frábært ár með Real Madrid og portúgalska landsliðinu. Cristiano Ronaldo endaði þar með fjögurra ára einokun Lionel Messi en Messi hafði fengið öll Gullboltann allt frá því að Ronaldo vann hann í fyrsta skiptið árið 2008. Ronaldo hafði betur í baráttunni við þá Lionel Messi og Franck Ribery sem voru einnig tilnefndir að þessu sinn. Ronaldo átti bágt með sig upp á sviðinu eftir að hann fékk verðlaunin og það var augljóst að þessi sigur skipti hann mjög miklu máli. Ronaldo hefur líka oftar en ekki á síðustu árum þurft að sætta sig við annað sæti á eftir Lionel Messi.Nadine Angerer var fyrirliði þýska kvennalandsliðsins sem varð Evrópumeistari í Svíþjóð síðastas sumar en Angerer var kosin besti leikmaður Evrópumótsins. Angerer hafði betur í baráttunni við Mörtu og Abby Wambach sem voru einnig tilnefndar að þessu sinni. Nadine Angerer varð meðal annars tvær vítaspyrnur í úrslitaleiknum og fékk aðeins á sig eitt mark alla keppnina þar af ekkert í útsláttarkeppninni.Þjóðverjar unnu bæði þjálfaraverðlaunin. Jupp Heynckes, fyrrum þjálfari Bayern München, var kosinn þjálfari ársins hjá körlunum en hjá konum var Silvia Neid, þjálfari þýska kvennalandsliðsins, kosin þjálfari ársins.Pele fékk sérstök heiðursverðlaun, Gullboltann sem hann fékk aldrei sem leikmaður því þá voru þessi verðlaun aðeins fyrir leikmenn í Evrópu. Pele felldi tár upp á sviði þegar allur salurinn klappaði fyrir honum.Afganska knattspyrnusambandið fékk prúðmennskuverðlaun FIFA og Jacques Rogge, fyrrum forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, fékk heiðursverðlaun forseta FIFA.Svíinn Zlatan Ibrahimovic skoraði fallegasta mark ársins en markið umrædda skoraði hann reyndar á árinu 2012 í landsleik á móti Englendingum.
Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki