Kona upp á milli Fóstbræðra Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2014 10:26 Arna Kristín segir að faglegt mat muni ráða til hvaða kórs verður leitað. Mikilvægt verkefni gæti verið í uppnámi vegna ákvörðunar stjórnar um að bjóða ekki framkvæmdastjóra Sinfóníunnar á Þorrablót. Vísir greindi frá því í vikunni að karlakórinn Fóstbræður bauð ekki framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands til árlegs Þorrablóts þó hefð sé fyrir því. Ástæðan er sú að framkvæmdastjórinn, Arna Kristín Einarsdóttir, er kona. Hefðin segir til um að engar konur mæti til veislu en tekist var á um málið í stjórn. Niðurstaðan var sú að bjóða ekki Örnu Kristínu til Þorrablótsins en vísa málinu til aðalfundar þar sem ætlunin er að ræða það frekar. Málið er umdeilt innan kórsins og Vísir hefur heimildir fyrir því að menn þar innan vébanda telji stjórnina hafa hlaupið illilega á sig; þeir hefðu átt að láta kynið liggja á milli hluta, ekki síst vegna þess að á verkefnaskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar á starfsárinu 2014-2015 er líkast til Kullervo eftir Sibelius. Sem krefst þátttöku stórs karlakórs. Nú vill svo til að Fóstbræður eru ekki eini karlakór landsins. Skrítin karlasamskipti Arna Kristín segir, í samtali við Vísi, að þetta mál muni varla hafa áhrif á ákvörðunina um hvort leitað verði til Fóstbræðra um samstarf. Verkefnið sé vissulega spennandi en það sé ekkert frágengið með það. „Nei, það er bara listræn frammistaða sem ræður hvaða kórar verða fyrir valinu. Listrænt mat. En, það sem ég hnaut um, þá eftir þessari frétt Vísis að dæma, er þeir að leggja áherslu á að vera í góðu samstarfi við þá sem eru í atvinnulífinu og hinu opinbera, hvort sem það er Seðlabankastjóri, menntamálaráðherra og þá hefur það tíðkast að bjóða framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Það er óneitanlega skrítið ef það gengur bara út á karlasamskipti. Ég hefði haldið að það væri í krafti embætta en ekki hvort um karl eða konu er að ræða. Það er kannski eitthvað sem þeir þyrftu að endurskoða því þetta er náttúrlega eitthvað sem breytist og er að breytast, eðlilega og sem betur fer.“ Arna Kristín segir að þeir sem hafa mest um verkefnavalið að segja séu þeir Bengt Årstad, sænskur listrænn ráðgjafi sinfóníuhljómsveitarinnar og svo listrænn stjórnandi, aðalhljómsveitarstjóri, sem er Ilan Volkov frá Ísrael. Karlakór Reykjavíkur er alltaf tilbúinn til að takast á við verkefnin. Karlakór Reykjavíkur klár á kantinum Formaður stjórnar Karlakórs Reykjavíkur, sem er um það bil jafn stór og öflugur og Fóstbræður eru, heitir Magnús Magnússon. „Við erum alltaf klárir í hvaða verkefni sem er burtséð frá þessu máli. Fóstbræður eru allir vinir mínir. Við vorum til dæmis í bakröddum hjá Skálmöld og Sinfó og höfðum gaman að – algerlega nýtt fyrir okkur. Við erum klárir í öll verkefni.“ Svo skemmtilega vill til að sama kvöld og þorrablót Fóstbræðra fór fram hélt Karlakór Reykjavíkur sitt þorrablót en það er óformlegra, meira innanfélagshóf og á sér ekki eins langa sögu að sögn Magnúsar. Þá er það ekki makalaust eins og hjá Fóstbræðrum þannig að þangað mæta konur, makar kórfélaga. Tónlistarheimurinn tengist innbyrðis með ýmsum hætti og víst er að þarna gætu orðið flokkadrættir. Þannig má nefna, sem dæmi af handahófi, að tónlistarstjóri Hörpu tengist Fóstbræðrum; Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanisti er meðleikari Fóstbræðra allt eins og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari hjá Sinfóníuhljómsveitarinnar, er meðleikari Karlakórs Reykjavíkur. Kórar Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Mikilvægt verkefni gæti verið í uppnámi vegna ákvörðunar stjórnar um að bjóða ekki framkvæmdastjóra Sinfóníunnar á Þorrablót. Vísir greindi frá því í vikunni að karlakórinn Fóstbræður bauð ekki framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands til árlegs Þorrablóts þó hefð sé fyrir því. Ástæðan er sú að framkvæmdastjórinn, Arna Kristín Einarsdóttir, er kona. Hefðin segir til um að engar konur mæti til veislu en tekist var á um málið í stjórn. Niðurstaðan var sú að bjóða ekki Örnu Kristínu til Þorrablótsins en vísa málinu til aðalfundar þar sem ætlunin er að ræða það frekar. Málið er umdeilt innan kórsins og Vísir hefur heimildir fyrir því að menn þar innan vébanda telji stjórnina hafa hlaupið illilega á sig; þeir hefðu átt að láta kynið liggja á milli hluta, ekki síst vegna þess að á verkefnaskrá Sinfóníuhljómsveitarinnar á starfsárinu 2014-2015 er líkast til Kullervo eftir Sibelius. Sem krefst þátttöku stórs karlakórs. Nú vill svo til að Fóstbræður eru ekki eini karlakór landsins. Skrítin karlasamskipti Arna Kristín segir, í samtali við Vísi, að þetta mál muni varla hafa áhrif á ákvörðunina um hvort leitað verði til Fóstbræðra um samstarf. Verkefnið sé vissulega spennandi en það sé ekkert frágengið með það. „Nei, það er bara listræn frammistaða sem ræður hvaða kórar verða fyrir valinu. Listrænt mat. En, það sem ég hnaut um, þá eftir þessari frétt Vísis að dæma, er þeir að leggja áherslu á að vera í góðu samstarfi við þá sem eru í atvinnulífinu og hinu opinbera, hvort sem það er Seðlabankastjóri, menntamálaráðherra og þá hefur það tíðkast að bjóða framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitarinnar. Það er óneitanlega skrítið ef það gengur bara út á karlasamskipti. Ég hefði haldið að það væri í krafti embætta en ekki hvort um karl eða konu er að ræða. Það er kannski eitthvað sem þeir þyrftu að endurskoða því þetta er náttúrlega eitthvað sem breytist og er að breytast, eðlilega og sem betur fer.“ Arna Kristín segir að þeir sem hafa mest um verkefnavalið að segja séu þeir Bengt Årstad, sænskur listrænn ráðgjafi sinfóníuhljómsveitarinnar og svo listrænn stjórnandi, aðalhljómsveitarstjóri, sem er Ilan Volkov frá Ísrael. Karlakór Reykjavíkur er alltaf tilbúinn til að takast á við verkefnin. Karlakór Reykjavíkur klár á kantinum Formaður stjórnar Karlakórs Reykjavíkur, sem er um það bil jafn stór og öflugur og Fóstbræður eru, heitir Magnús Magnússon. „Við erum alltaf klárir í hvaða verkefni sem er burtséð frá þessu máli. Fóstbræður eru allir vinir mínir. Við vorum til dæmis í bakröddum hjá Skálmöld og Sinfó og höfðum gaman að – algerlega nýtt fyrir okkur. Við erum klárir í öll verkefni.“ Svo skemmtilega vill til að sama kvöld og þorrablót Fóstbræðra fór fram hélt Karlakór Reykjavíkur sitt þorrablót en það er óformlegra, meira innanfélagshóf og á sér ekki eins langa sögu að sögn Magnúsar. Þá er það ekki makalaust eins og hjá Fóstbræðrum þannig að þangað mæta konur, makar kórfélaga. Tónlistarheimurinn tengist innbyrðis með ýmsum hætti og víst er að þarna gætu orðið flokkadrættir. Þannig má nefna, sem dæmi af handahófi, að tónlistarstjóri Hörpu tengist Fóstbræðrum; Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanisti er meðleikari Fóstbræðra allt eins og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanóleikari hjá Sinfóníuhljómsveitarinnar, er meðleikari Karlakórs Reykjavíkur.
Kórar Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira