Minnst 156 fallnir í átökunum Samúel Karl Ólason skrifar 13. júlí 2014 10:30 Vísir/AFP Ísraelsmenn gerðu loftárásir á stofnanir á Gaza svæðinu, sem grunaðar eru um tengsl við Hamas samtökin og sendu hermenn inn á svæðið í fyrsta sinn frá því átökin hófust fyrir viku. Þrátt fyrir alþjóðlegan þrýsting um vopnahlé segjast báðir aðilar ekki vera tilbúnir til friðarviðræðna. Meira en 156 Palestínumenn hafa fallið í átökunum samkvæmt AP fréttaveitunni. Hermenn gerðu árás á stað sem notaður var til að skjóta eldflaugum á Ísrael og herinn segir fjóra þeirra hafa særst í árásinni. Þeir munu nú vera komnir aftur til Ísrael. Þetta er í fyrsta sinn sem hermenn eru sendir inn á Gaza í þessum átökum en AP segir þá vera sérsveitarmenn. Ekki sé útlit fyrir að um sé að ræða fyrsta skref innrásar. Þá var fjöldi loftárása gerðar á Gaza í gær og í nótt. Þá lenti sprengja á endurhæfingarmiðstöð þar sem tveir sjúklingar létust og fjórir særðust. Einnig var loftárás gerð á heimili lögreglustjórans á Gaza í gær, sem hrundi. Hluti nærliggjandi mosku hrundi einnig og minnst 18 létust og 50 særðust. Ísraelar segja loftárásirnar vera í sjálfsvörn gegn eldflaugum sem skotið sé frá Gaza. Þeis saka Hamas samtökin um að skýla sér að baki borgurum með því að skjóta eldflaugunum úr íbúabyggð. Aðrir segja þó loftárásir Ísrael á einu þéttbyggðasta svæði heims vera helstu ástæðu þess að borgarar séu í hættu. Sarit Michaeli hjá ísraelsku mannréttindasamtökunum B´Tselem sagði AP að þrátt fyrir að Hamas brytu alþjóðalög með því að skýla sér að baki borgara, gæfi það Ísraelsmönnum ekki rétt til þess að brjóta alþjóðalög einnig. Hér að neðan má sjá myndbandi af loftvörnum Ísrael skjóta niður tvær eldflaugar fyrir ofan íbúahverfi í Ísrael. Post by Mary Michelle Ruben Pritas. Gasa Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Ísraelsmenn gerðu loftárásir á stofnanir á Gaza svæðinu, sem grunaðar eru um tengsl við Hamas samtökin og sendu hermenn inn á svæðið í fyrsta sinn frá því átökin hófust fyrir viku. Þrátt fyrir alþjóðlegan þrýsting um vopnahlé segjast báðir aðilar ekki vera tilbúnir til friðarviðræðna. Meira en 156 Palestínumenn hafa fallið í átökunum samkvæmt AP fréttaveitunni. Hermenn gerðu árás á stað sem notaður var til að skjóta eldflaugum á Ísrael og herinn segir fjóra þeirra hafa særst í árásinni. Þeir munu nú vera komnir aftur til Ísrael. Þetta er í fyrsta sinn sem hermenn eru sendir inn á Gaza í þessum átökum en AP segir þá vera sérsveitarmenn. Ekki sé útlit fyrir að um sé að ræða fyrsta skref innrásar. Þá var fjöldi loftárása gerðar á Gaza í gær og í nótt. Þá lenti sprengja á endurhæfingarmiðstöð þar sem tveir sjúklingar létust og fjórir særðust. Einnig var loftárás gerð á heimili lögreglustjórans á Gaza í gær, sem hrundi. Hluti nærliggjandi mosku hrundi einnig og minnst 18 létust og 50 særðust. Ísraelar segja loftárásirnar vera í sjálfsvörn gegn eldflaugum sem skotið sé frá Gaza. Þeis saka Hamas samtökin um að skýla sér að baki borgurum með því að skjóta eldflaugunum úr íbúabyggð. Aðrir segja þó loftárásir Ísrael á einu þéttbyggðasta svæði heims vera helstu ástæðu þess að borgarar séu í hættu. Sarit Michaeli hjá ísraelsku mannréttindasamtökunum B´Tselem sagði AP að þrátt fyrir að Hamas brytu alþjóðalög með því að skýla sér að baki borgara, gæfi það Ísraelsmönnum ekki rétt til þess að brjóta alþjóðalög einnig. Hér að neðan má sjá myndbandi af loftvörnum Ísrael skjóta niður tvær eldflaugar fyrir ofan íbúahverfi í Ísrael. Post by Mary Michelle Ruben Pritas.
Gasa Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira