Ástandið á Gaza: "Ég er mjög ánægð að ég komst í burtu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. júlí 2014 20:00 Ófremdarástand ríkir á Gazasvæðinu og engin lausn virðist vera í sjónmáli. Þetta segir Íslendingur sem starfar í Jerúsalem, en yfir hundrað manns hafa nú fallið í árásum Ísraelshers og á sjöunda hundrað eru særðir. Átökin milli Ísrela og Palestínumanna eru þau allra verstu síðan í átta daga stríði þeirra árið 2012. Tugir sprengja skekja land Gazasvæðisins á hverri mínútu sem líður og magnast átökin frá degi til dags. Magnea Marinósdóttir hefur búið og starfað í Jerúsalem frá því í febrúar á þessu ári. Hún segir Palsetínumenn hvorki komast lönd né strönd og geta enga björg sér veitt. Því sé nauðsynlegt að líta á hernaðaraðgerðir Palestínumanna sem neyðaróp þeirra. „Maður verður að líta á þessar hernaðaraðgerðir í raun og veru sem hálfgert öskur. Við erum hérna við erum lokuð af við höfum ekkert rafmagn og engan mat. Það er búið að loka lífæðinni okkar sem voru þessi smyglgöng yfir til Egyptalands. Það er ótrúlegt ófremdarástand þarna og við komumst hvorki lönd né strönd,“ segir Magnea Marinósdóttir, landsfulltrúi félagasamtakanna Kvinna till kvinna í Ísrael og Palestínu.Mjög ánægð með að hafa komist í burtu Yfirvöld í Ísrael hafa skotið um þúsund loftskeytum á um hundrað skotmörk á Gaza. Að sama skapi hafa liðsmenn Hamas í Palestínu skotið fjölda skeyta í átt að Ísrael. Ekki hafa borist neinar fregnir af mannfalli í Ísrael. Flugskeytum hefur verið skotið á Jerúsalem síðustu daga en hafa þau ekki valdið neinu tjóni. Magnea býr í Jerúsalem og segir skelfingu hafa gripið um sig þegar sprengjunum var varpað. „Ég er ekki hrædd, en auðvitað fór þetta dálítið um mig þegar ég heyrði sírenurnar og vissi að það væri flaugum beint að borginni. Ég veit ekki hvernig mér myndi líða núna. Mér myndi eflaust ekki líða mjög vel. Ég er mjög ánægð að ég komst í burtu. Ég verð bara að viðurkenna það. Þetta fer út í eitthvað stjórnleysi og fólk veit ekki við hverju það á að búast. “Lausn virðist ekki vera fyrir hendi Átökin hófust síðastliðinn þriðjudag og hefur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verið kallað saman. Ban Ki-Moon, aðalframkvæmdastjóri SÞ sagði að nauðsynlegt væri að bregðast tafarlaust við til að koma í veg fyrir frekara blóðbað. Þá segjast bandarísk stjórnvöld vera tilbúin til að miðla málum í átökunum á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna, en Barack Obama, Bandaríkjaforseti, viðraði þá hugmynd í samtali við Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael í nótt. Utanríkisráðuneytið í Egyptalandi hefur jafnframt reynt að koma á sátt milli aðila en segja hvoruga viljuga til að gefa eftir. „Það eru ákveðnar aðstæður sem liggja þarna að baki sem eru mjög djúpstæðar. Það þarf að finna varanlega lausn við þessu þannig að það náist einhver friður. Eins og ég hef upplifað það þá virðist það ekki beinlínis vera fyrir hendi,“ segir Magnea. Gasa Tengdar fréttir Íslendingar fari ekki til Gaza Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Gaza vegna ótryggs ástands þar. 10. júlí 2014 20:25 Enn er sprengt á Gaza-svæðinu Að minnsta kosti 15 Palestínumenn, þar með taldar tvær konur og barn, slösuðust í árásunum. 8. júlí 2014 07:37 Réttlæti fæst ekki með hóprefsingu og mannréttindabrotum Félagið Ísland-Palestína hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun. 7. júlí 2014 10:38 Innrás á Gaza ekki útilokuð 9. júlí 2014 07:15 Tugir liggja í valnum eftir loftárásir Spennan heldur áfram að magnast á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna á Gazasvæðinu, en tuttugu og sjö liggja nú í valnum og yfir hundrað eru særðir eftir hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í dag. 8. júlí 2014 23:46 "Ástandið er skelfilegt“ Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Ísland-Palestína segir ástandið skelfilegt. Hann telur árásirnar beinast gegn óbreyttum borgurum til að vekja skelfingu og ótta og lýsir árásum Ísraelsmanna sem þjóðarmorði. 10. júlí 2014 21:39 Níu fallnir í loftárásum Ísraelsmanna Níu palestínskir hermenn hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna, sem var svar við eldflaugaárásum á Ísrael. 7. júlí 2014 08:01 Obama vill stilla til friðar Rúmlega níutíu hafa fallið í aðgerðum Ísraelshers á Gaza síðustu daga. Ekki hafa borist neinar fregnir af mannfalli í Ísrael. 11. júlí 2014 06:57 Segir líf Palestínumanna lítils metin í vestrænu pressunni Sveinn Rúnar Hauksson gagnrýnir fréttaflutning af ástandinu á Gaza-svæðinu. 3. júlí 2014 12:02 Ísraelar boða hertar árásir á Gaza Að minnsta kosti 35 hafa fallið í árásum ísraelshers á Gaza undanfarna daga, þeirra á meðal konur og börn. Enginn hefur fallið í árásum Hamas á Ísrael. 9. júlí 2014 20:00 Tuttugu féllu í loftárásum Ísraela í nótt Ísraelski herinn hélt áfram loftárásum sínum á Gaza í nótt og er talið að allt að tuttugu manns hafi fallið í þeim árásum og tugir særst. 10. júlí 2014 07:59 Flytja hermenn að Gaza Spenna hefur verið mikil í Ísrael og Palestínu eftir morð þriggja ísraelskra pilta og 17 ára drengs frá Palestínu. 3. júlí 2014 19:57 Konur og börn falla í loftárásum Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að leita verði allra leiða til að koma á vopnahléi. 11. júlí 2014 07:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Ófremdarástand ríkir á Gazasvæðinu og engin lausn virðist vera í sjónmáli. Þetta segir Íslendingur sem starfar í Jerúsalem, en yfir hundrað manns hafa nú fallið í árásum Ísraelshers og á sjöunda hundrað eru særðir. Átökin milli Ísrela og Palestínumanna eru þau allra verstu síðan í átta daga stríði þeirra árið 2012. Tugir sprengja skekja land Gazasvæðisins á hverri mínútu sem líður og magnast átökin frá degi til dags. Magnea Marinósdóttir hefur búið og starfað í Jerúsalem frá því í febrúar á þessu ári. Hún segir Palsetínumenn hvorki komast lönd né strönd og geta enga björg sér veitt. Því sé nauðsynlegt að líta á hernaðaraðgerðir Palestínumanna sem neyðaróp þeirra. „Maður verður að líta á þessar hernaðaraðgerðir í raun og veru sem hálfgert öskur. Við erum hérna við erum lokuð af við höfum ekkert rafmagn og engan mat. Það er búið að loka lífæðinni okkar sem voru þessi smyglgöng yfir til Egyptalands. Það er ótrúlegt ófremdarástand þarna og við komumst hvorki lönd né strönd,“ segir Magnea Marinósdóttir, landsfulltrúi félagasamtakanna Kvinna till kvinna í Ísrael og Palestínu.Mjög ánægð með að hafa komist í burtu Yfirvöld í Ísrael hafa skotið um þúsund loftskeytum á um hundrað skotmörk á Gaza. Að sama skapi hafa liðsmenn Hamas í Palestínu skotið fjölda skeyta í átt að Ísrael. Ekki hafa borist neinar fregnir af mannfalli í Ísrael. Flugskeytum hefur verið skotið á Jerúsalem síðustu daga en hafa þau ekki valdið neinu tjóni. Magnea býr í Jerúsalem og segir skelfingu hafa gripið um sig þegar sprengjunum var varpað. „Ég er ekki hrædd, en auðvitað fór þetta dálítið um mig þegar ég heyrði sírenurnar og vissi að það væri flaugum beint að borginni. Ég veit ekki hvernig mér myndi líða núna. Mér myndi eflaust ekki líða mjög vel. Ég er mjög ánægð að ég komst í burtu. Ég verð bara að viðurkenna það. Þetta fer út í eitthvað stjórnleysi og fólk veit ekki við hverju það á að búast. “Lausn virðist ekki vera fyrir hendi Átökin hófust síðastliðinn þriðjudag og hefur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna verið kallað saman. Ban Ki-Moon, aðalframkvæmdastjóri SÞ sagði að nauðsynlegt væri að bregðast tafarlaust við til að koma í veg fyrir frekara blóðbað. Þá segjast bandarísk stjórnvöld vera tilbúin til að miðla málum í átökunum á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna, en Barack Obama, Bandaríkjaforseti, viðraði þá hugmynd í samtali við Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael í nótt. Utanríkisráðuneytið í Egyptalandi hefur jafnframt reynt að koma á sátt milli aðila en segja hvoruga viljuga til að gefa eftir. „Það eru ákveðnar aðstæður sem liggja þarna að baki sem eru mjög djúpstæðar. Það þarf að finna varanlega lausn við þessu þannig að það náist einhver friður. Eins og ég hef upplifað það þá virðist það ekki beinlínis vera fyrir hendi,“ segir Magnea.
Gasa Tengdar fréttir Íslendingar fari ekki til Gaza Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Gaza vegna ótryggs ástands þar. 10. júlí 2014 20:25 Enn er sprengt á Gaza-svæðinu Að minnsta kosti 15 Palestínumenn, þar með taldar tvær konur og barn, slösuðust í árásunum. 8. júlí 2014 07:37 Réttlæti fæst ekki með hóprefsingu og mannréttindabrotum Félagið Ísland-Palestína hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun. 7. júlí 2014 10:38 Innrás á Gaza ekki útilokuð 9. júlí 2014 07:15 Tugir liggja í valnum eftir loftárásir Spennan heldur áfram að magnast á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna á Gazasvæðinu, en tuttugu og sjö liggja nú í valnum og yfir hundrað eru særðir eftir hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í dag. 8. júlí 2014 23:46 "Ástandið er skelfilegt“ Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Ísland-Palestína segir ástandið skelfilegt. Hann telur árásirnar beinast gegn óbreyttum borgurum til að vekja skelfingu og ótta og lýsir árásum Ísraelsmanna sem þjóðarmorði. 10. júlí 2014 21:39 Níu fallnir í loftárásum Ísraelsmanna Níu palestínskir hermenn hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna, sem var svar við eldflaugaárásum á Ísrael. 7. júlí 2014 08:01 Obama vill stilla til friðar Rúmlega níutíu hafa fallið í aðgerðum Ísraelshers á Gaza síðustu daga. Ekki hafa borist neinar fregnir af mannfalli í Ísrael. 11. júlí 2014 06:57 Segir líf Palestínumanna lítils metin í vestrænu pressunni Sveinn Rúnar Hauksson gagnrýnir fréttaflutning af ástandinu á Gaza-svæðinu. 3. júlí 2014 12:02 Ísraelar boða hertar árásir á Gaza Að minnsta kosti 35 hafa fallið í árásum ísraelshers á Gaza undanfarna daga, þeirra á meðal konur og börn. Enginn hefur fallið í árásum Hamas á Ísrael. 9. júlí 2014 20:00 Tuttugu féllu í loftárásum Ísraela í nótt Ísraelski herinn hélt áfram loftárásum sínum á Gaza í nótt og er talið að allt að tuttugu manns hafi fallið í þeim árásum og tugir særst. 10. júlí 2014 07:59 Flytja hermenn að Gaza Spenna hefur verið mikil í Ísrael og Palestínu eftir morð þriggja ísraelskra pilta og 17 ára drengs frá Palestínu. 3. júlí 2014 19:57 Konur og börn falla í loftárásum Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að leita verði allra leiða til að koma á vopnahléi. 11. júlí 2014 07:00 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Íslendingar fari ekki til Gaza Utanríkisráðuneytið ræður Íslendingum frá ferðalögum til Gaza vegna ótryggs ástands þar. 10. júlí 2014 20:25
Enn er sprengt á Gaza-svæðinu Að minnsta kosti 15 Palestínumenn, þar með taldar tvær konur og barn, slösuðust í árásunum. 8. júlí 2014 07:37
Réttlæti fæst ekki með hóprefsingu og mannréttindabrotum Félagið Ísland-Palestína hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun. 7. júlí 2014 10:38
Tugir liggja í valnum eftir loftárásir Spennan heldur áfram að magnast á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna á Gazasvæðinu, en tuttugu og sjö liggja nú í valnum og yfir hundrað eru særðir eftir hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna í dag. 8. júlí 2014 23:46
"Ástandið er skelfilegt“ Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Ísland-Palestína segir ástandið skelfilegt. Hann telur árásirnar beinast gegn óbreyttum borgurum til að vekja skelfingu og ótta og lýsir árásum Ísraelsmanna sem þjóðarmorði. 10. júlí 2014 21:39
Níu fallnir í loftárásum Ísraelsmanna Níu palestínskir hermenn hafa fallið í loftárásum Ísraelsmanna, sem var svar við eldflaugaárásum á Ísrael. 7. júlí 2014 08:01
Obama vill stilla til friðar Rúmlega níutíu hafa fallið í aðgerðum Ísraelshers á Gaza síðustu daga. Ekki hafa borist neinar fregnir af mannfalli í Ísrael. 11. júlí 2014 06:57
Segir líf Palestínumanna lítils metin í vestrænu pressunni Sveinn Rúnar Hauksson gagnrýnir fréttaflutning af ástandinu á Gaza-svæðinu. 3. júlí 2014 12:02
Ísraelar boða hertar árásir á Gaza Að minnsta kosti 35 hafa fallið í árásum ísraelshers á Gaza undanfarna daga, þeirra á meðal konur og börn. Enginn hefur fallið í árásum Hamas á Ísrael. 9. júlí 2014 20:00
Tuttugu féllu í loftárásum Ísraela í nótt Ísraelski herinn hélt áfram loftárásum sínum á Gaza í nótt og er talið að allt að tuttugu manns hafi fallið í þeim árásum og tugir særst. 10. júlí 2014 07:59
Flytja hermenn að Gaza Spenna hefur verið mikil í Ísrael og Palestínu eftir morð þriggja ísraelskra pilta og 17 ára drengs frá Palestínu. 3. júlí 2014 19:57
Konur og börn falla í loftárásum Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, segir að leita verði allra leiða til að koma á vopnahléi. 11. júlí 2014 07:00