Sameinuðu þjóðirnar láta rannsaka stríðsglæpi á Gaza Randver Kári Randversson skrifar 24. júlí 2014 12:14 Palestínsk börn flutt frá heimilum sínum á öruggari stað. Vísir/AFP Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ákvað á neyðarfundi í gær að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Ísraela á Gaza, þar sem Ísraelar hafi ekki gætt þess nægilega vel að vernda óbreytta borgara. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagðist í dag harma hvert einasta dauðsfall meðal Palestínumanna, en sagði þau vera á ábyrgð Hamas. Hann gagnrýndi harðlega ákvörðun Sameinuðu þjóðanna um að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Ísraela á Gaza og sagði þar vera um að ræða afskræmingu á réttlætinu. Valerie Amos yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum hefur lýst yfir þungum áhyggjum af ástandinu á Gaza og segir vopnahlé bráðnauðsynlegt. Í viðtali við BBC segir hún að 118 þúsund manns leiti nú skjóls í skólum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Matarbirgðir séu að klárast og vatn sé af skornum skammti. Ástandið á Gaza væri hræðilegt og grafalvarlegt. Amos segir engan efast um rétt Ísraels til að verja sig, en ástæða væri til að hafa verulegar áhyggjur af áhrifum aðgerðanna á óbreytta borgara. Samkvæmt upplýsingum frá Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum hefur Ísraelshers lokað af svæði sem nær þrjá kílómetra inn í Gaza frá landamærum Ísraels, en svæðið þekur um 44% alls landsvæðis Gaza. Meira en 710 Palestínumenn og 30 Ísraelar hafa nú fallið í átökunum á Gaza sem staðið hafa yfir í 16 daga. Gasa Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ákvað á neyðarfundi í gær að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Ísraela á Gaza, þar sem Ísraelar hafi ekki gætt þess nægilega vel að vernda óbreytta borgara. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagðist í dag harma hvert einasta dauðsfall meðal Palestínumanna, en sagði þau vera á ábyrgð Hamas. Hann gagnrýndi harðlega ákvörðun Sameinuðu þjóðanna um að hefja rannsókn á meintum stríðsglæpum Ísraela á Gaza og sagði þar vera um að ræða afskræmingu á réttlætinu. Valerie Amos yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum hefur lýst yfir þungum áhyggjum af ástandinu á Gaza og segir vopnahlé bráðnauðsynlegt. Í viðtali við BBC segir hún að 118 þúsund manns leiti nú skjóls í skólum á vegum Sameinuðu þjóðanna. Matarbirgðir séu að klárast og vatn sé af skornum skammti. Ástandið á Gaza væri hræðilegt og grafalvarlegt. Amos segir engan efast um rétt Ísraels til að verja sig, en ástæða væri til að hafa verulegar áhyggjur af áhrifum aðgerðanna á óbreytta borgara. Samkvæmt upplýsingum frá Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum hefur Ísraelshers lokað af svæði sem nær þrjá kílómetra inn í Gaza frá landamærum Ísraels, en svæðið þekur um 44% alls landsvæðis Gaza. Meira en 710 Palestínumenn og 30 Ísraelar hafa nú fallið í átökunum á Gaza sem staðið hafa yfir í 16 daga.
Gasa Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira