Kveikt í verslunum og gyðingar flýja ofsóknir Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2014 22:43 Lögregla tekur skýrslu af eiganda búðar sem kveikt var í í óeirðunum VÍSIR/GETTY Franskir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt harðlega hið „ólíðandi“ ofbeldi gegn gyðingum landsins eftir að kröfuganga til stuðnings Palestínumönnum leiddi til skemmdarverka og innbrotsöldu í gyðingahverfum Parísarborgar. Þrisvar sinnum á einni viku hafa stuðningsmenn Palestínu og gyðingar lent í hörðum útistöðum í borginni. Á sunnudag bárust fregnir af því að heyrst hafi kallað „Gösum gyðingana“ og „Drepum júðana“ á meðan óeirðarseggir réðust á fyrirtæki í Sarcelles hverfinu, sem gengur iðullega undir nafninu „Litla Jerúsalem“ Manuel Valls, forsætisráðherra Frakkland, sagði í kjölfarið: „Það sem gerðist í Sarcelles er ólíðandi. Árásir á sýnagógu og koseher-slátrara eru einfaldlega merki um gyðingahatur. Ekkert í Frakklandi getur réttlætt slíkt ofbeldi.“ Trúarleiðtogar héldu sameiginlega bænastund á tröppum sýnagógunnar í gær þar sem rabbíninn Haim Korsia og ímaminn Hassen Chalghoumi tókust í hendur til að undirstrika mikilvægi umburðarlyndis fyrir mismunandi trúarskoðunum. „Þegar þú ræðst að sýnagógu, þegar þú kveikir í verslun sem rekin er af gyðingum þá ertu haldin andúð á gyðingum“ sagði innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, á blaðamannifundi eftir bænastundina í gær. Átján hafa verið handteknir í kjölfar árásanna á fyrirtæki gyðingahverfisins. Köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum í hús og börðu frá sér með bareflum. Alls búa um hálf milljón gyðinga í Frakklandi og er það stærsta gyðingasamfélag Evrópu. Um fimm milljónir múslima búa í landinu. Samkvæmt ísraelskum yfirvöldum hafa um 1000 gyðingar flutt til Ísrael vegna ofsókna heima fyrir í kjölfar átakana á Gaza. Utanríkisráðherrar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu hafa opinberlega fordæmt ofsóknir gegn gyðingum á síðustu dögum. Í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna segir að slíkt eigi ekki heima í Evrópu 21. aldarinnar. Þeir fordæmi harðlega það gyðingahatur sem hafi birst í orðum og gjörðum mótmælenda. Ekkert geti réttlætt slíkt, ekki einusinni hörmungarnar á Gaza.Imam, rabbíni og biskup leiddu bænir á bænastundinni í gær.Vísir/Getty Gasa Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Franskir stjórnmálamenn hafa gagnrýnt harðlega hið „ólíðandi“ ofbeldi gegn gyðingum landsins eftir að kröfuganga til stuðnings Palestínumönnum leiddi til skemmdarverka og innbrotsöldu í gyðingahverfum Parísarborgar. Þrisvar sinnum á einni viku hafa stuðningsmenn Palestínu og gyðingar lent í hörðum útistöðum í borginni. Á sunnudag bárust fregnir af því að heyrst hafi kallað „Gösum gyðingana“ og „Drepum júðana“ á meðan óeirðarseggir réðust á fyrirtæki í Sarcelles hverfinu, sem gengur iðullega undir nafninu „Litla Jerúsalem“ Manuel Valls, forsætisráðherra Frakkland, sagði í kjölfarið: „Það sem gerðist í Sarcelles er ólíðandi. Árásir á sýnagógu og koseher-slátrara eru einfaldlega merki um gyðingahatur. Ekkert í Frakklandi getur réttlætt slíkt ofbeldi.“ Trúarleiðtogar héldu sameiginlega bænastund á tröppum sýnagógunnar í gær þar sem rabbíninn Haim Korsia og ímaminn Hassen Chalghoumi tókust í hendur til að undirstrika mikilvægi umburðarlyndis fyrir mismunandi trúarskoðunum. „Þegar þú ræðst að sýnagógu, þegar þú kveikir í verslun sem rekin er af gyðingum þá ertu haldin andúð á gyðingum“ sagði innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, á blaðamannifundi eftir bænastundina í gær. Átján hafa verið handteknir í kjölfar árásanna á fyrirtæki gyðingahverfisins. Köstuðu þeir meðal annars bensínsprengjum í hús og börðu frá sér með bareflum. Alls búa um hálf milljón gyðinga í Frakklandi og er það stærsta gyðingasamfélag Evrópu. Um fimm milljónir múslima búa í landinu. Samkvæmt ísraelskum yfirvöldum hafa um 1000 gyðingar flutt til Ísrael vegna ofsókna heima fyrir í kjölfar átakana á Gaza. Utanríkisráðherrar Frakklands, Þýskalands og Ítalíu hafa opinberlega fordæmt ofsóknir gegn gyðingum á síðustu dögum. Í sameiginlegri yfirlýsingu utanríkisráðherranna segir að slíkt eigi ekki heima í Evrópu 21. aldarinnar. Þeir fordæmi harðlega það gyðingahatur sem hafi birst í orðum og gjörðum mótmælenda. Ekkert geti réttlætt slíkt, ekki einusinni hörmungarnar á Gaza.Imam, rabbíni og biskup leiddu bænir á bænastundinni í gær.Vísir/Getty
Gasa Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira