Bandaríkjamenn fylla á vopnabúr Ísraela Atli Ísleifsson skrifar 31. júlí 2014 13:57 1.390 Palestínumenn og 58 Ísraelar hafa látið lífið í árásum síðustu vikna. Þá er 425 þúsund Palestínumenn á vergangi. Vísir/AP Á sama tíma og Bandaríkjastjórn fordæmir loftárás gærdagsins á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasa staðfestir bandaríska varnarmálaráðuneytið að það hafi nýverið fyllt á minnkandi vopnabúr Ísraelshers. Bernadette Meehan, talsmaður Bandaríkjastjórnar, hafði áður lýst yfir áhyggjum af þeim þúsundum Palestínumanna sem höfðu leitað skjóls í byggingum á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa, en hundruð þúsunda Palestínumanna eru nú á vergangi. Um 3.300 manns hafa leitað skjóls í skólanum sem rekinn er af Flóttamannaaðstoð SÞ fyrir Palestínumenn (UNRWA). „Þeir eru ekki öruggir í skólum Sameinuðu þjóðanna á Gasa,“ segir Meehan, en þetta var sjötta árásin sem skólar SÞ verða fyrir árás frá því að aðgerðir Ísraelshers á Gasa hófust þann 8. júlí síðastliðinn. Í frétt SVD er bent á að þó að árásin hafi verið fordæmd hafi ekki verið minnst á að Ísraelsher hafi borið ábyrgð á eyðileggingunni. Sextán manns féllu í árásinni. Meehan sagði mótsagnakenndar upplýsingar um atburðinn liggja fyrir og frekari rannsóknar væri þörf. Bandaríkjastjórn hefur jafnframt gagnrýnt að vopnum hafi verið komið fyrir í byggingum SÞ á Gasa, þó að UNRWA-skólinn hafi ekki verið nafngreindur sérstaklega. „Allar slíkar aðgerðir eru ósamræmanlegar Sameinuðu þjóðunum og hlutleysi þess. Ofbeldið sýnir hins vegar fram á nauðsyn þess að koma á vopnahléi eins fljótt og auðið er.“ Ekkert bendir þó sérstaklega til þess að bandarísk stjórnvöld hafi þrýst á Ísraelsstjórn að draga úr árásum sínum á Gasa. CNN greinir þess í stað fram því að Bandaríkjamenn hafi nýlega sent vopnabirgðir til Ísraels. „Það er nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að aðstoða Ísrael að halda uppi og þróa öfluga sjálfsvarnarkerfi. Þessi sala er í fullu samræmi við það markmið,“ segir fjölmiðlafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Að sögn á Ísraelsher að hafa beðið um vopnin þann 20. júlí og hafi varnamálaráðuneytið samþykkt söluna þremur dögum síðar.Bandarískur almenningur klofinn til aðgerða ÍsraelaBandarískur almenningur virðist klofinn í afstöðu sinni til aðgerða Ísraelshers gegn liðsmönnum Hamas. Í nýlegri rannsókn Gallups í Bandaríkjunum sem birt var 24. júlí segir að 42 prósent telji aðgerðirnar réttlætanlegar, en 39 prósent telji þær óréttlætanlegar. Um fimmtungur aðspurðra taka ekki afstöðu. Hins vegar telja 70 prósent aðspurðra að aðgerðir Hamas-liða gegn Ísrael séu ekki réttlætanlegar. Ellefu prósent segir aðgerðirnar réttlætanlegar. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög sambærilegar þeim fyrir tólf árum þegar Ísraelar og Hamas-liðar áttu einnig í sérstaklega hörðum átökum sem kostaði fjölda mannslífa. Gasa Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Á sama tíma og Bandaríkjastjórn fordæmir loftárás gærdagsins á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasa staðfestir bandaríska varnarmálaráðuneytið að það hafi nýverið fyllt á minnkandi vopnabúr Ísraelshers. Bernadette Meehan, talsmaður Bandaríkjastjórnar, hafði áður lýst yfir áhyggjum af þeim þúsundum Palestínumanna sem höfðu leitað skjóls í byggingum á vegum Sameinuðu þjóðanna á Gasa, en hundruð þúsunda Palestínumanna eru nú á vergangi. Um 3.300 manns hafa leitað skjóls í skólanum sem rekinn er af Flóttamannaaðstoð SÞ fyrir Palestínumenn (UNRWA). „Þeir eru ekki öruggir í skólum Sameinuðu þjóðanna á Gasa,“ segir Meehan, en þetta var sjötta árásin sem skólar SÞ verða fyrir árás frá því að aðgerðir Ísraelshers á Gasa hófust þann 8. júlí síðastliðinn. Í frétt SVD er bent á að þó að árásin hafi verið fordæmd hafi ekki verið minnst á að Ísraelsher hafi borið ábyrgð á eyðileggingunni. Sextán manns féllu í árásinni. Meehan sagði mótsagnakenndar upplýsingar um atburðinn liggja fyrir og frekari rannsóknar væri þörf. Bandaríkjastjórn hefur jafnframt gagnrýnt að vopnum hafi verið komið fyrir í byggingum SÞ á Gasa, þó að UNRWA-skólinn hafi ekki verið nafngreindur sérstaklega. „Allar slíkar aðgerðir eru ósamræmanlegar Sameinuðu þjóðunum og hlutleysi þess. Ofbeldið sýnir hins vegar fram á nauðsyn þess að koma á vopnahléi eins fljótt og auðið er.“ Ekkert bendir þó sérstaklega til þess að bandarísk stjórnvöld hafi þrýst á Ísraelsstjórn að draga úr árásum sínum á Gasa. CNN greinir þess í stað fram því að Bandaríkjamenn hafi nýlega sent vopnabirgðir til Ísraels. „Það er nauðsynlegt fyrir þjóðaröryggi Bandaríkjanna að aðstoða Ísrael að halda uppi og þróa öfluga sjálfsvarnarkerfi. Þessi sala er í fullu samræmi við það markmið,“ segir fjölmiðlafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Að sögn á Ísraelsher að hafa beðið um vopnin þann 20. júlí og hafi varnamálaráðuneytið samþykkt söluna þremur dögum síðar.Bandarískur almenningur klofinn til aðgerða ÍsraelaBandarískur almenningur virðist klofinn í afstöðu sinni til aðgerða Ísraelshers gegn liðsmönnum Hamas. Í nýlegri rannsókn Gallups í Bandaríkjunum sem birt var 24. júlí segir að 42 prósent telji aðgerðirnar réttlætanlegar, en 39 prósent telji þær óréttlætanlegar. Um fimmtungur aðspurðra taka ekki afstöðu. Hins vegar telja 70 prósent aðspurðra að aðgerðir Hamas-liða gegn Ísrael séu ekki réttlætanlegar. Ellefu prósent segir aðgerðirnar réttlætanlegar. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög sambærilegar þeim fyrir tólf árum þegar Ísraelar og Hamas-liðar áttu einnig í sérstaklega hörðum átökum sem kostaði fjölda mannslífa.
Gasa Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira