Bólivíumenn lýsa því yfir að Ísrael sé "hryðjuverkaríki“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 31. júlí 2014 11:50 Evo Morales segir Ísrael ekki virða mannréttindasáttmála SÞ. Vísir/GETTY/AFP Evo Morales, forseti Bólivíu, lýsti því yfir í gær að Ísrael væri „hryðjuverkaríki“, vegna framgöngu Ísraelshers á Gasa-svæðinu. Samhliða yfirlýsingunni voru gerðar breytingar á samskiptum ríkjanna. Nú þurfa ísraelskir ríkisborgarar að sækja sérstaklega um vegabréfsáritun þegar þeir ferðast til Bólivíu. Árið 1972 skrifuðu fulltrúar Ísraels og Bólivíu undir samkomulag sem fól í sér að ríkisborgarar ríkjanna þyrftu ekki vegabréfsáritanir þegar þeir ferðuðust á milli landanna. Bólivíumenn skipta ríkjum heimsins upp í flokka, eftir því hversu ítarlegar samþykktir ríkisborgarar þeirra ríkja þurfa að fá til að hljóta vegabréfsáritun. Ísrael er nú komið í neðsta flokkinn - þann þriðja - og þurfa ísraelskir ríkisborgarar að sækja um vegabréfsáritun til Útlendingastofnunar Bólivíu. „Með öðrum orðum erum við að lýsa því yfir að Ísrael sé hryðjuverkaríki," segir Evo Morales í samtali við bólivíska miðilinn Página Siete og bætir við: „Ísraelsmenn hafa ekki virt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna." Í frétt frá USA Today kemur fram að ungt fólk frá Ísrael ferðast gjarnan til Suður Ameríku. Samskipti landsins við ríki álfunnar eru nú orðin stirð. Brasilía, Chile, Ekvador og Perú hafa kalla sendiherra sína heim frá Ísrael. Í vikunni sagði Vísir frá því að talsmaður ísraelska utanríkisráðherrans hefði hnýtt í Brasilíumenn vegna þess að knattspyrnulandsliðið tapaði 7-1 fyrir Þjóðverjum í undanúrslitum HM í sumar. Hann sagði jafnframt að Brasilía „væri enn diplómatískur dvergur." Þessi ummæli hans komu eftir að brasilísk stjórnvöld fordæmdu valdbeitingu Ísraelshers á Gaza og ákváðu að kalla sendiherra sinn heim frá Tel Aviv. Gasa Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Evo Morales, forseti Bólivíu, lýsti því yfir í gær að Ísrael væri „hryðjuverkaríki“, vegna framgöngu Ísraelshers á Gasa-svæðinu. Samhliða yfirlýsingunni voru gerðar breytingar á samskiptum ríkjanna. Nú þurfa ísraelskir ríkisborgarar að sækja sérstaklega um vegabréfsáritun þegar þeir ferðast til Bólivíu. Árið 1972 skrifuðu fulltrúar Ísraels og Bólivíu undir samkomulag sem fól í sér að ríkisborgarar ríkjanna þyrftu ekki vegabréfsáritanir þegar þeir ferðuðust á milli landanna. Bólivíumenn skipta ríkjum heimsins upp í flokka, eftir því hversu ítarlegar samþykktir ríkisborgarar þeirra ríkja þurfa að fá til að hljóta vegabréfsáritun. Ísrael er nú komið í neðsta flokkinn - þann þriðja - og þurfa ísraelskir ríkisborgarar að sækja um vegabréfsáritun til Útlendingastofnunar Bólivíu. „Með öðrum orðum erum við að lýsa því yfir að Ísrael sé hryðjuverkaríki," segir Evo Morales í samtali við bólivíska miðilinn Página Siete og bætir við: „Ísraelsmenn hafa ekki virt mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna." Í frétt frá USA Today kemur fram að ungt fólk frá Ísrael ferðast gjarnan til Suður Ameríku. Samskipti landsins við ríki álfunnar eru nú orðin stirð. Brasilía, Chile, Ekvador og Perú hafa kalla sendiherra sína heim frá Ísrael. Í vikunni sagði Vísir frá því að talsmaður ísraelska utanríkisráðherrans hefði hnýtt í Brasilíumenn vegna þess að knattspyrnulandsliðið tapaði 7-1 fyrir Þjóðverjum í undanúrslitum HM í sumar. Hann sagði jafnframt að Brasilía „væri enn diplómatískur dvergur." Þessi ummæli hans komu eftir að brasilísk stjórnvöld fordæmdu valdbeitingu Ísraelshers á Gaza og ákváðu að kalla sendiherra sinn heim frá Tel Aviv.
Gasa Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira