Vopnahlé á Gasa heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2014 10:23 Palestínsk fjölskylda keyrir hjá eyðilögðum heimilum með eigur sínar. Vísir/AP Vopnahlé á milli Hamas-samtakanna og Ísraelshers, sem batt enda á mánaðarlangt stríð á Gasasvæðinu, hefur enn ekki verið rofið. Nú hefur það staðið yfir í tvo daga. Sendinefndir Ísraels og Palestínu eru nú i Kaíró í Egyptalandi, til viðræðna um langvarandi friðarsamkomulag. AP fréttaveitan segir að næstu daga muni sáttasemjarar Egypta reyna að sætta sendinefndir Palestínumanna og Ísraela. Sendinefnd Palestínumanna er sögð skipuð aðilum úr öllum áhrifahópum í Palestínu, þar á meðal Hamas-samtakanna. Ekki hefur verið gefið út hverjir skipi sendinefnd Ísraela. Talið er að Hamas muni meðal annars fara fram á alþjóðlega fjármögnun endurbyggingar Gasasvæðisins, sem yrði í umsjón palestínskra stjórnvalda sem leidd yrðu af Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínu. Nærri því 1.900 Palestínumenn hafa fallið í stríðinu og 67 Ísraelar, þar af þrír borgarar. Þetta er lengsta hlé á átökum síðan stríðið hófst þann 8. júlí. Íbúar Gasa hafa snúið aftur til heimila sinna, sem mörg hver eru í rúst, síðan vopnahléið tók gildi. Þá hafa bílar og asnar hlaðnir heimilisvörum, birgðum og mat verið áberandi á götum borgarinnar. Langar raðir mynduðust við banka þar sem fólk beið eftir því að geta tekið út peninga. Smiðurinn Mahmoud Al Maghani ræddi við fréttaritara AP eftir að hann sneri aftur til að skoða verkstæði sitt. „Ég held að verkstæðið hafi verið hér, en í sannleika sagt get ég ekki verið viss. Ég kom í gær og það eina sem ég fann var rústir.“ Gasa Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Vopnahlé á milli Hamas-samtakanna og Ísraelshers, sem batt enda á mánaðarlangt stríð á Gasasvæðinu, hefur enn ekki verið rofið. Nú hefur það staðið yfir í tvo daga. Sendinefndir Ísraels og Palestínu eru nú i Kaíró í Egyptalandi, til viðræðna um langvarandi friðarsamkomulag. AP fréttaveitan segir að næstu daga muni sáttasemjarar Egypta reyna að sætta sendinefndir Palestínumanna og Ísraela. Sendinefnd Palestínumanna er sögð skipuð aðilum úr öllum áhrifahópum í Palestínu, þar á meðal Hamas-samtakanna. Ekki hefur verið gefið út hverjir skipi sendinefnd Ísraela. Talið er að Hamas muni meðal annars fara fram á alþjóðlega fjármögnun endurbyggingar Gasasvæðisins, sem yrði í umsjón palestínskra stjórnvalda sem leidd yrðu af Mahmoud Abbas, forseta heimastjórnar Palestínu. Nærri því 1.900 Palestínumenn hafa fallið í stríðinu og 67 Ísraelar, þar af þrír borgarar. Þetta er lengsta hlé á átökum síðan stríðið hófst þann 8. júlí. Íbúar Gasa hafa snúið aftur til heimila sinna, sem mörg hver eru í rúst, síðan vopnahléið tók gildi. Þá hafa bílar og asnar hlaðnir heimilisvörum, birgðum og mat verið áberandi á götum borgarinnar. Langar raðir mynduðust við banka þar sem fólk beið eftir því að geta tekið út peninga. Smiðurinn Mahmoud Al Maghani ræddi við fréttaritara AP eftir að hann sneri aftur til að skoða verkstæði sitt. „Ég held að verkstæðið hafi verið hér, en í sannleika sagt get ég ekki verið viss. Ég kom í gær og það eina sem ég fann var rústir.“
Gasa Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira