Flóttinn úr Safamýri: „Það er enginn skjálfti í okkur“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. október 2014 17:45 Arnþór Ari Atlason, Hafsteinn Briem, Jóhannes Karl Guðjónsson og Guðmundur Magnússon hafa allir yfirgefið Fram. vísir/samsett Fjórði leikmaðurinn sem spilaði með Fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar yfirgaf félagið í dag þegar Hafsteinn Briem rifti samningi sínum við Safamýrarfélagið. Áður höfðu Arnþór Ari Atlason, GuðmundurMagnússon og Jóhannes Karl Guðjónsson rift samningum sínum. Að sögn SverrisEinarssonar, formanns knattspyrnudeildar Fram, var um samkomulag að ræða í tilviki Jóhannesar en hinir þrír nýttu sér uppsagnarákvæði í samningum sínum og riftu einhliða. „Þetta eru allt strákar sem ég hefði meira og minna viljað hafa áfram. Það er bara svoleiðis. Ég virði samt ákvarðarnir hvers og eins - þessir drengir verða að taka ákvarðarnir sjálfir. Maður ræður ekkert hvað þeir gera þó ég hefði viljað hafa þetta öðruvísi. Ég gerði þetta öðruvísi þegar ég var sjálfur leikmaður,“ segir Sverrir við Vísi. Framarar fóru í mikla uppbyggingu síðasta vetur og sóttu haug af ungum leikmönnum sem áttu að fá tækifæri að spila í deild þeirra bestu. Fall var niðurstaðan og nú virðast leikmennirnir ansi fljótir að fara. „Það var alveg rætt um að falla væri möguleiki og þess vegna var þetta inn í mörgum samningunum. Ég er ekkert að álása strákunum. Þeir gera bara það sem er best fyrir þá sjálfa. Jói Kalli er náttúrlega kominn á aldur og hinir strákarnir vilja líklega spila áfram í efstu deild. Það er samt ekkert loku fyrir það skotið að samið verði við þá aftur,“ segir Sverrir.Sverrir Einarsson fyrir miðju með Guðjónsson-bræðrum á góðri stundu.vísir/valliFramarar viku ekki frá stefnu sinni um mitt sumar þegar félagaskiptaglugginn opnaði þó liðið væri í miklum vandræðum. Strákarnir fengu að spila og segir Sverrir að menn þurfi að hugsa hvar bestu möguleikarnir eru. „Ég sé alveg fyrir mér að strákar sem komast ekki að annars staðar hafi samband. Við ætlum okkur að vera trúir okkar stefnu og menn mega ekkert fara úr öskunni í eldinn. Menn þurfa að vita hvar bestu möguleikarnir eru,“ segir hann. „Þegar félagaskiptaglugginn opnaði fórum við ekki á taugum heldum héldum okkar striki og sögðu strákunum að þeir fengju að spila og það gerðu þeir,“ segir Sverrir sem hefur ekki áhyggjur af stöðu mála. „Það er enginn skjálfti í okkur. Fram hefur fallið áður og það hafa orðið breytingar á leikmannamálum. Það verða ellefu leikmenn í Fram-liðinu þegar 1. deildin hefst næsta sumar.“ „Við verðum bara slakir þar til við erum búnir að klára öll okkar mál og þjálfaramál eru komin á hreint. Við höfum verið í viðræðum við Bjarna, en hann er að skoða sín mál og við okkar mál.“ Framarar hafa mikinn áhuga á að nýta þetta tækifæri og færa sig alfarið upp í Úlfarsárdal og spila á gervigrasvelli sínum þar í 1. deildinni að ári. „Við höfum fullan hug á því, en það eru einhverjar lágmarkskröfur sem við þurfum að mæta. Við erum alltaf að spila risastórum velli sem virkar alltaf hálftómur og hvetur mótherja okkar að því virðist meira en okkar stráka,“ segir Sverrir, en innan félagsins eru menn nú þegar farnir að ræða þetta alvarlega. „Þarna er fólkið okkar og hverfið okkar. Framtíðin er í Úlfarsárdalnum. Við erum gestir á okkar eigin velli núna þannig við viljum skoða þetta mjög vel í vetur.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jóhannes Karl farinn frá Fram Aðilar komust að samkomulagi um riftun samningsins í gær. 15. október 2014 11:24 Arnþór Ari á leið frá Fram Hefur verið orðaður við fjölda liða í Pepsi-deild karla. 13. október 2014 15:12 Jóhannes Karl vill spila í efstu deild Ætlar sér út í þjálfun en vill taka allavega eitt tímabil til viðbótar á meðal þeirra bestu. 10. október 2014 15:01 Guðmundur Steinn: Enginn hringt nema þú Sóknarmaður Fram ætlar ekki að taka neinar ákvarðanir um næsta tímabil strax. 9. október 2014 13:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
Fjórði leikmaðurinn sem spilaði með Fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í sumar yfirgaf félagið í dag þegar Hafsteinn Briem rifti samningi sínum við Safamýrarfélagið. Áður höfðu Arnþór Ari Atlason, GuðmundurMagnússon og Jóhannes Karl Guðjónsson rift samningum sínum. Að sögn SverrisEinarssonar, formanns knattspyrnudeildar Fram, var um samkomulag að ræða í tilviki Jóhannesar en hinir þrír nýttu sér uppsagnarákvæði í samningum sínum og riftu einhliða. „Þetta eru allt strákar sem ég hefði meira og minna viljað hafa áfram. Það er bara svoleiðis. Ég virði samt ákvarðarnir hvers og eins - þessir drengir verða að taka ákvarðarnir sjálfir. Maður ræður ekkert hvað þeir gera þó ég hefði viljað hafa þetta öðruvísi. Ég gerði þetta öðruvísi þegar ég var sjálfur leikmaður,“ segir Sverrir við Vísi. Framarar fóru í mikla uppbyggingu síðasta vetur og sóttu haug af ungum leikmönnum sem áttu að fá tækifæri að spila í deild þeirra bestu. Fall var niðurstaðan og nú virðast leikmennirnir ansi fljótir að fara. „Það var alveg rætt um að falla væri möguleiki og þess vegna var þetta inn í mörgum samningunum. Ég er ekkert að álása strákunum. Þeir gera bara það sem er best fyrir þá sjálfa. Jói Kalli er náttúrlega kominn á aldur og hinir strákarnir vilja líklega spila áfram í efstu deild. Það er samt ekkert loku fyrir það skotið að samið verði við þá aftur,“ segir Sverrir.Sverrir Einarsson fyrir miðju með Guðjónsson-bræðrum á góðri stundu.vísir/valliFramarar viku ekki frá stefnu sinni um mitt sumar þegar félagaskiptaglugginn opnaði þó liðið væri í miklum vandræðum. Strákarnir fengu að spila og segir Sverrir að menn þurfi að hugsa hvar bestu möguleikarnir eru. „Ég sé alveg fyrir mér að strákar sem komast ekki að annars staðar hafi samband. Við ætlum okkur að vera trúir okkar stefnu og menn mega ekkert fara úr öskunni í eldinn. Menn þurfa að vita hvar bestu möguleikarnir eru,“ segir hann. „Þegar félagaskiptaglugginn opnaði fórum við ekki á taugum heldum héldum okkar striki og sögðu strákunum að þeir fengju að spila og það gerðu þeir,“ segir Sverrir sem hefur ekki áhyggjur af stöðu mála. „Það er enginn skjálfti í okkur. Fram hefur fallið áður og það hafa orðið breytingar á leikmannamálum. Það verða ellefu leikmenn í Fram-liðinu þegar 1. deildin hefst næsta sumar.“ „Við verðum bara slakir þar til við erum búnir að klára öll okkar mál og þjálfaramál eru komin á hreint. Við höfum verið í viðræðum við Bjarna, en hann er að skoða sín mál og við okkar mál.“ Framarar hafa mikinn áhuga á að nýta þetta tækifæri og færa sig alfarið upp í Úlfarsárdal og spila á gervigrasvelli sínum þar í 1. deildinni að ári. „Við höfum fullan hug á því, en það eru einhverjar lágmarkskröfur sem við þurfum að mæta. Við erum alltaf að spila risastórum velli sem virkar alltaf hálftómur og hvetur mótherja okkar að því virðist meira en okkar stráka,“ segir Sverrir, en innan félagsins eru menn nú þegar farnir að ræða þetta alvarlega. „Þarna er fólkið okkar og hverfið okkar. Framtíðin er í Úlfarsárdalnum. Við erum gestir á okkar eigin velli núna þannig við viljum skoða þetta mjög vel í vetur.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Jóhannes Karl farinn frá Fram Aðilar komust að samkomulagi um riftun samningsins í gær. 15. október 2014 11:24 Arnþór Ari á leið frá Fram Hefur verið orðaður við fjölda liða í Pepsi-deild karla. 13. október 2014 15:12 Jóhannes Karl vill spila í efstu deild Ætlar sér út í þjálfun en vill taka allavega eitt tímabil til viðbótar á meðal þeirra bestu. 10. október 2014 15:01 Guðmundur Steinn: Enginn hringt nema þú Sóknarmaður Fram ætlar ekki að taka neinar ákvarðanir um næsta tímabil strax. 9. október 2014 13:00 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Sjá meira
Jóhannes Karl farinn frá Fram Aðilar komust að samkomulagi um riftun samningsins í gær. 15. október 2014 11:24
Arnþór Ari á leið frá Fram Hefur verið orðaður við fjölda liða í Pepsi-deild karla. 13. október 2014 15:12
Jóhannes Karl vill spila í efstu deild Ætlar sér út í þjálfun en vill taka allavega eitt tímabil til viðbótar á meðal þeirra bestu. 10. október 2014 15:01
Guðmundur Steinn: Enginn hringt nema þú Sóknarmaður Fram ætlar ekki að taka neinar ákvarðanir um næsta tímabil strax. 9. október 2014 13:00