Rúnar Kristinsson vildi ekkert tjá sig um næstu skref sín í fótboltanum en hann lét á dögunum af starfi sínu sem þjálfari KR.
Rúnar hefur verið sterklega orðaður við Lilleström í Noregi en félagið er nú að leita sér að nýjum þjálfara. Samkvæmt fjölmiðlum í Noregi þykir Rúnar koma einna helst til greina í starfið.
Hann vildi ekkert segja um gang mála eða hvort hann væri í viðræðum við Lilleström. „Mín mál skýrast vonandi á næstu 2-3 dögum,“ sagði hann við Vísi í dag.
Rúnar náði frábærum árangri með KR en hann vann alls fimm stóra titla með liðinu á fjóru og hálfu tímabili sem þjálfari þess.
