Fátækt á Íslandi: Ógeðslega erfitt að segja nei við börnin Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 1. desember 2014 22:06 Fátækt á Íslandi er líklega algengari en flestir gera sér grein fyrir. Ein uppsögn, skilnaður eða breytt heilsufar virðist geta gert fólki svo erfitt fyrir að það nær ekki að fæða börn sín án aðstoðar. Í nýjasta þætti Bresta er rætt við fólk sem þekkir þessa stöðu af eigin raun. „Stelpan mín hafði svo miklar áhyggjur af mömmu sinni og hvað það myndi kosta að halda upp á afmælið sitt að hún ákvað að halda ekkert afmæli, til þess að spara pening. Þannig að börnin eru öll innvinkluð inn í þetta að það eru ekki til peningar fyrir neinu,“ segir Ása Sverrisdóttir, einstæð þriggja barna móðir, sem steig fram og sagði sögu sína í þætti kvöldsins sem sýndur var á Stöð 2. Fyrir ekki svo löngu var hlutskipti Ásu allt annað og betra hvað fjárhagslegu hliðina varðar. Hún var í sambandi, bjó í einbýlishúsi, með tvo bíla og allt til alls. Hjónabandið gekk ekki upp og úr varð skilnaður. Skömmu síðar missti hún vinnu sína við leikskólakennslu. „Þá varð brekkan dálítið brött.“Hefur einn fimmta af áætlaðri framfærslu á milli handanna Í kjölfarið hætti Ása að geta borgað af íbúð sinni og neyddist út á leigumarkað. Hún segir sér ekki allir vegir færir þar sem hún sé ómenntuð, einstæð þriggja barna móðir. Það hamli henni í atvinnuleytinni. Ása segist finna fyrir að stéttarskipting í samfélaginu sé að aukast. Hún finni mun á stöðunni fyrir ári síðan. Nú stundar hún nám við VMA og ætlar þaðan beint í háskólanám til að koma sér út úr fátæktinni. Ásta fær 127 þúsund krónur í framfærslustyrk frá Akureyrarbæ, 58 þúsund krónur í húsaleigubætur, 52 þúsund krónur í meðlag og 23 þúsund krónur í örorkubætur eða samtals um 260 þúsund krónur á mánuði. Þegar húsaleiga, hiti og rafmagn (103 þúsund krónur), sími og internet (21 þúsund krónur), tómstundir fyrir börnin (4500 krónur) og greiðsluþjónusta vegna trygginga og bílalána (75 þúsund krónur) hafa verið dregin frá stendur Ása eftir með 57 þúsund krónur. Framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara fyrir einstæðan einstakling með þrjú börn er 275.172 krónur. Ása hefur því um tuttugu prósent af viðmiðunarupphæðinni á milli handanna.Tómstundirnar hverfa fyrst Kolbeinn Stefánsson hjá Hagstofu Íslands segir enga leið fyrir fólk á borð við Ásu að komast í gegnum mánuð eftir mánuð á þennan hátt. „Það sem er kannski sárast fyrir fátækt barn er að geta ekki tekið þátt í alls konar félagsstarfi og öðru slíku. Félagsstarf er dýrt, það getur til dæmis verið með íþróttastarfsemi alls konar búnaður, keppnisferðir og annað slíkt,“ segir Kolbeinn. Ása segir dóttur sína, sem er þrettán ára, eiga sér drauma. „Eins og hún er að glamra á gítar og syngur. Hana langar í tónlistarskóla, hana langar í söngnám og allt þetta en það er bara ekki hægt sko.“ Ása segir svakalega erfitt að horfa upp á það að geta ekki gefið börnunum sínum þau tækifæri sem þau eigi skilið. „Þau koma hérna og segja: „Hann á svona, má ég fá svona? Þessi á þetta, má ég fá svona?“ Það er leiðinlegt að segja nei, það eru ekki til peningar.“Ógeðslega erfitt að segja alltaf nei Vallý Einarsdóttir, háskólamenntuð einstæð móðir, var önnur sem sagði sögu sína í þætti kvöldsins. Hún átti erfitt með sig þegar Þórhildur Þorkelsdóttir spurði hana út í hvernig væri að útskýra fyrir börnunum peningaleysið. „Hún sem sagt spyr rosalega oft: „Af hverju getum við ekki þetta?“ Það er ógeðslega erfitt að segja alltaf nei.“ Við vinnslu þáttarins var rætt við fjölmarga sem eiga um sárt að binda og sögðu sína sögu símleiðis, sumir hverjir hágrátandi. Aðeins örfáir voru tilbúnir að koma fram undir nafni en svo virðist sem þeir sem búi við mikla fátækt upplifi mikla skömm. Brestir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Fátækt á Íslandi er líklega algengari en flestir gera sér grein fyrir. Ein uppsögn, skilnaður eða breytt heilsufar virðist geta gert fólki svo erfitt fyrir að það nær ekki að fæða börn sín án aðstoðar. Í nýjasta þætti Bresta er rætt við fólk sem þekkir þessa stöðu af eigin raun. „Stelpan mín hafði svo miklar áhyggjur af mömmu sinni og hvað það myndi kosta að halda upp á afmælið sitt að hún ákvað að halda ekkert afmæli, til þess að spara pening. Þannig að börnin eru öll innvinkluð inn í þetta að það eru ekki til peningar fyrir neinu,“ segir Ása Sverrisdóttir, einstæð þriggja barna móðir, sem steig fram og sagði sögu sína í þætti kvöldsins sem sýndur var á Stöð 2. Fyrir ekki svo löngu var hlutskipti Ásu allt annað og betra hvað fjárhagslegu hliðina varðar. Hún var í sambandi, bjó í einbýlishúsi, með tvo bíla og allt til alls. Hjónabandið gekk ekki upp og úr varð skilnaður. Skömmu síðar missti hún vinnu sína við leikskólakennslu. „Þá varð brekkan dálítið brött.“Hefur einn fimmta af áætlaðri framfærslu á milli handanna Í kjölfarið hætti Ása að geta borgað af íbúð sinni og neyddist út á leigumarkað. Hún segir sér ekki allir vegir færir þar sem hún sé ómenntuð, einstæð þriggja barna móðir. Það hamli henni í atvinnuleytinni. Ása segist finna fyrir að stéttarskipting í samfélaginu sé að aukast. Hún finni mun á stöðunni fyrir ári síðan. Nú stundar hún nám við VMA og ætlar þaðan beint í háskólanám til að koma sér út úr fátæktinni. Ásta fær 127 þúsund krónur í framfærslustyrk frá Akureyrarbæ, 58 þúsund krónur í húsaleigubætur, 52 þúsund krónur í meðlag og 23 þúsund krónur í örorkubætur eða samtals um 260 þúsund krónur á mánuði. Þegar húsaleiga, hiti og rafmagn (103 þúsund krónur), sími og internet (21 þúsund krónur), tómstundir fyrir börnin (4500 krónur) og greiðsluþjónusta vegna trygginga og bílalána (75 þúsund krónur) hafa verið dregin frá stendur Ása eftir með 57 þúsund krónur. Framfærsluviðmið Umboðsmanns skuldara fyrir einstæðan einstakling með þrjú börn er 275.172 krónur. Ása hefur því um tuttugu prósent af viðmiðunarupphæðinni á milli handanna.Tómstundirnar hverfa fyrst Kolbeinn Stefánsson hjá Hagstofu Íslands segir enga leið fyrir fólk á borð við Ásu að komast í gegnum mánuð eftir mánuð á þennan hátt. „Það sem er kannski sárast fyrir fátækt barn er að geta ekki tekið þátt í alls konar félagsstarfi og öðru slíku. Félagsstarf er dýrt, það getur til dæmis verið með íþróttastarfsemi alls konar búnaður, keppnisferðir og annað slíkt,“ segir Kolbeinn. Ása segir dóttur sína, sem er þrettán ára, eiga sér drauma. „Eins og hún er að glamra á gítar og syngur. Hana langar í tónlistarskóla, hana langar í söngnám og allt þetta en það er bara ekki hægt sko.“ Ása segir svakalega erfitt að horfa upp á það að geta ekki gefið börnunum sínum þau tækifæri sem þau eigi skilið. „Þau koma hérna og segja: „Hann á svona, má ég fá svona? Þessi á þetta, má ég fá svona?“ Það er leiðinlegt að segja nei, það eru ekki til peningar.“Ógeðslega erfitt að segja alltaf nei Vallý Einarsdóttir, háskólamenntuð einstæð móðir, var önnur sem sagði sögu sína í þætti kvöldsins. Hún átti erfitt með sig þegar Þórhildur Þorkelsdóttir spurði hana út í hvernig væri að útskýra fyrir börnunum peningaleysið. „Hún sem sagt spyr rosalega oft: „Af hverju getum við ekki þetta?“ Það er ógeðslega erfitt að segja alltaf nei.“ Við vinnslu þáttarins var rætt við fjölmarga sem eiga um sárt að binda og sögðu sína sögu símleiðis, sumir hverjir hágrátandi. Aðeins örfáir voru tilbúnir að koma fram undir nafni en svo virðist sem þeir sem búi við mikla fátækt upplifi mikla skömm.
Brestir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira