Þjóðin á að ráða Árni Páll Árnason skrifar 27. febrúar 2014 06:00 Tillaga ríkisstjórnarinnar um afturköllun aðildarviðræðna við ESB er óþörf og fer í bága við loforð beggja stjórnarflokka fyrir kosningar. Stjórnarflokkarnir gerðu sér fulla grein fyrir því í aðdraganda síðustu kosninga að þjóðin vildi ekki slíta aðildarviðræðum, þótt hún teldi þær ekki mikilvægasta kosningamálið. Þess vegna lögðu báðir stjórnarflokkarnir til að þjóðin myndi ákveða framhaldið. Hvorugur stjórnarflokkurinn nefndi nokkru sinni þann möguleika að þeir myndu slíta aðildarviðræðum, án þess að spyrja þjóðina. Formanni Sjálfstæðisflokksins verður nú tíðrætt um þann „ómöguleika“ að ríkisstjórn fari að fyrirmælum þjóðar sinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar ljóst var að stjórnarflokkarnir myndu ná meirihluta á Alþingi var hann spurður í Fréttablaðinu, 24. apríl, um hvort ekki yrði erfitt fyrir flokka sem væru á móti aðild að stjórna lokaspretti aðildarviðræðna. Þá stóð ekki á svari: „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn,“ sagði hann. „En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Sumir halda nú í það hálmstrá að þar sem aðildarumsókn var ekki borin undir þjóðaratkvæði sé á einhvern hátt réttlætanlegt að taka af þjóðinni réttinn til að ákveða um framhaldið nú. Það er alröng ályktun. Stefna síðustu ríkisstjórnar var að ljúka viðræðum og bera endanlegan samning undir þjóðina. Sú stefna byggðist á sömu aðferðafræði og Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson lögðu til í árslok 2008, þegar þeir lögðu til umsókn um aðild að ESB. Kosningaloforð núverandi stjórnarflokka var að bera áframhald viðræðna undir þjóðina. Hvor tveggja leiðin gengur lýðræðislega upp. Ákvörðun núverandi ríkisstjórnar er allt annars eðlis. Hún felst í að slíta viðræðum án alls samráðs við þjóðina og meina kjósendum að taka ákvörðun sem allir flokkar hafa hingað til lofað að þeir fái að taka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Tillaga ríkisstjórnarinnar um afturköllun aðildarviðræðna við ESB er óþörf og fer í bága við loforð beggja stjórnarflokka fyrir kosningar. Stjórnarflokkarnir gerðu sér fulla grein fyrir því í aðdraganda síðustu kosninga að þjóðin vildi ekki slíta aðildarviðræðum, þótt hún teldi þær ekki mikilvægasta kosningamálið. Þess vegna lögðu báðir stjórnarflokkarnir til að þjóðin myndi ákveða framhaldið. Hvorugur stjórnarflokkurinn nefndi nokkru sinni þann möguleika að þeir myndu slíta aðildarviðræðum, án þess að spyrja þjóðina. Formanni Sjálfstæðisflokksins verður nú tíðrætt um þann „ómöguleika“ að ríkisstjórn fari að fyrirmælum þjóðar sinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þegar ljóst var að stjórnarflokkarnir myndu ná meirihluta á Alþingi var hann spurður í Fréttablaðinu, 24. apríl, um hvort ekki yrði erfitt fyrir flokka sem væru á móti aðild að stjórna lokaspretti aðildarviðræðna. Þá stóð ekki á svari: „Ég er sjálfur þeirrar skoðunar að við eigum ekki að ganga í Evrópusambandið og greiddi atkvæði gegn umsókn,“ sagði hann. „En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.“ Sumir halda nú í það hálmstrá að þar sem aðildarumsókn var ekki borin undir þjóðaratkvæði sé á einhvern hátt réttlætanlegt að taka af þjóðinni réttinn til að ákveða um framhaldið nú. Það er alröng ályktun. Stefna síðustu ríkisstjórnar var að ljúka viðræðum og bera endanlegan samning undir þjóðina. Sú stefna byggðist á sömu aðferðafræði og Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson lögðu til í árslok 2008, þegar þeir lögðu til umsókn um aðild að ESB. Kosningaloforð núverandi stjórnarflokka var að bera áframhald viðræðna undir þjóðina. Hvor tveggja leiðin gengur lýðræðislega upp. Ákvörðun núverandi ríkisstjórnar er allt annars eðlis. Hún felst í að slíta viðræðum án alls samráðs við þjóðina og meina kjósendum að taka ákvörðun sem allir flokkar hafa hingað til lofað að þeir fái að taka.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar