Alþingi í sama farið Kári Jónasson skrifar 13. mars 2014 07:00 Þegar nýtt þing kom saman í fyrrasumar að loknum alþingiskosningum höfðu sumir þingmenn á orði að nú væri komið nýtt þing með mörgum nýjum þingmönnum og þörf væri á að breyta umræðuhefðinni í þingsal. Þessar hugmyndir skutu líka upp kollinum í haust þegar þing kom saman á ný, en hvað gerist svo? Þingheimur er fallinn í sömu umræðuhefðina, en nú er sú breyting á að þeir sem þrösuðu mest þegar stjórn Jóhönnu var við völd, sitja nú við völd, en fyrrverandi stjórnarmeirihluti hefur að manni sýnist tekið upp nákvæmlega sömu vinnubrögðin og stjórnarandstaðan fyrir ári, – er það dapurlegt í meira lagi. Þið þingmenn verðið að gæta virðingar ykkar og færa umræðuhefðina upp á annað plan en okkur almenningi þessa lands, háum og lágum, hefur verið boðið upp á að undanförnu. Ég er ekki að tala um efnisatriði og afstöðu til einstakra mála, heldur hvernig þingmenn haga sér í þingsal. Mér finnst hlutverk háttvirts þingforseta, bæði nú og í fyrra hálf aumkunarvert, svo ekki sé meira sagt. Það er eiginlega sama hvað hann tekur til bragðs og sama hvað hann segir og reynir að bæta umræðuhefðina, – ekkert breytist – fólk fær meiri og meiri skömm á þinginu. Það verður bara að segja þetta eins og er. Þingmenn vísa oft til fjölmiðla þegar þessi mál ber á góma og kenna þeim um hvernig komið er með álit þjóðarinnar á háttvirtu Alþingi. Þeir ættu hins vegar að líta í eigin barm, því fjölmiðlar eru aðeins að spegla ástandið sem við þeim blasir í þingsölum, og reyndar getur almenningur nú á dögum fylgst nákvæmlega með hvað er gerast þar innan dyra, vegna beinna útsendinga frá Alþingi. Hafa þingmenn kannski ekki áttað sig á að fjöldi manna fylgist með umræðum á þinginu á degi hverjum, – ekki síst þegar von er á átökum um einstök mál? Fjölmiðlar reyna hins vegar eftir bestu getu að skýra frá því sem fréttnæmt er hverju sinni, og lái þeim sem hver sem vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar nýtt þing kom saman í fyrrasumar að loknum alþingiskosningum höfðu sumir þingmenn á orði að nú væri komið nýtt þing með mörgum nýjum þingmönnum og þörf væri á að breyta umræðuhefðinni í þingsal. Þessar hugmyndir skutu líka upp kollinum í haust þegar þing kom saman á ný, en hvað gerist svo? Þingheimur er fallinn í sömu umræðuhefðina, en nú er sú breyting á að þeir sem þrösuðu mest þegar stjórn Jóhönnu var við völd, sitja nú við völd, en fyrrverandi stjórnarmeirihluti hefur að manni sýnist tekið upp nákvæmlega sömu vinnubrögðin og stjórnarandstaðan fyrir ári, – er það dapurlegt í meira lagi. Þið þingmenn verðið að gæta virðingar ykkar og færa umræðuhefðina upp á annað plan en okkur almenningi þessa lands, háum og lágum, hefur verið boðið upp á að undanförnu. Ég er ekki að tala um efnisatriði og afstöðu til einstakra mála, heldur hvernig þingmenn haga sér í þingsal. Mér finnst hlutverk háttvirts þingforseta, bæði nú og í fyrra hálf aumkunarvert, svo ekki sé meira sagt. Það er eiginlega sama hvað hann tekur til bragðs og sama hvað hann segir og reynir að bæta umræðuhefðina, – ekkert breytist – fólk fær meiri og meiri skömm á þinginu. Það verður bara að segja þetta eins og er. Þingmenn vísa oft til fjölmiðla þegar þessi mál ber á góma og kenna þeim um hvernig komið er með álit þjóðarinnar á háttvirtu Alþingi. Þeir ættu hins vegar að líta í eigin barm, því fjölmiðlar eru aðeins að spegla ástandið sem við þeim blasir í þingsölum, og reyndar getur almenningur nú á dögum fylgst nákvæmlega með hvað er gerast þar innan dyra, vegna beinna útsendinga frá Alþingi. Hafa þingmenn kannski ekki áttað sig á að fjöldi manna fylgist með umræðum á þinginu á degi hverjum, – ekki síst þegar von er á átökum um einstök mál? Fjölmiðlar reyna hins vegar eftir bestu getu að skýra frá því sem fréttnæmt er hverju sinni, og lái þeim sem hver sem vill.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun