Rannsókn beint að flugmönnunum Guðsteinn Bjarnason skrifar 17. mars 2014 11:55 Á flugvellinum í Sepang í Malasíu hefur fjöldi manns skrifað á þar til ætlaðan vegg skilaboð og heillaóskir til allra sem tengjast farþegum eða áhöfn vélarinnar týndu. Vísir/AP Á laugardaginn var gerð húsleit á heimilum flugmanna malasísku farþegaþotunnar, sem viku fyrr hvarf sjónum flugumferðareftirlitsmanna þar sem hún var á flugi yfir hafinu á leið til Kína. Khalid Abu Bakar, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í Malasíu, segir stjórnvöld ekki hafa talið ástæðu til þess fyrr að gera húsleit á heimilum þeirra. Hann sagðist einnig hafa beðið stjórnvöld þeirra ríkja, sem áttu ríkisborgara um borð í vélinni týndu, um að kanna bakgrunn þeirra. Sums staðar sé þegar búið að gera slíka bakgrunnsrannsókn, en enn sé beðið eftir svörum frá fleiri ríkjum. Í fyrstu var talið að vélin hefði hrapað í sjóinn stuttu eftir að samband við hana slitnaði, en það gerðist laugardaginn 8. mars klukkan hálf tvö að staðartíma. Nú þykir staðfest að vélinni hafi verið flogið áfram eftir það, stefnu hennar hafi verið breytt og henni flogið aftur yfir Malasíu og áfram í áttina að Andaman-eyjum í Indlandshafi. Vélinni var flogið eftir þekktum flugleiðum, sem hefði ekki verið á færi annarra en lærðra flugmanna. Flugmenn hefðu einnig verið færir um að slökkva á merkjasendingum frá vélinni, eins og gert var eftir að hún hafði verið um það bil eina klukkustund á flugi. Síðustu orðin sem bárust frá áhöfninni voru: „Allt í lagi, góða nótt.“ Þetta var sagt eftir að slökkt var á ACARS-merkjasendingakerfi vélarinnar. Staðfesting hefur einnig fengist á því að vélin var á flugi í meira en sex klukkustundir eftir að slökkt var á sambandinu, sem þýðir að hún gæti verið komin alla leið norður til Kasakstans eða langt suður í Indlandshaf. Stjórnvöld í Malasíu segja því nánast útilokað að finna vélina nema nánari upplýsingar um síðustu ferðir hennar skjóti upp kollinum. Þau hafa því beðið nágrannaríkin um aðstoð við leitina. „Leitin var fyrir mjög flókið, fjölþjóðlegt verkefni,“ sagði Affendi Buang, herforingi í malasíska flughernum. „Hún er nú orðin enn erfiðari.“Mörgum spurningum enn ósvarað Áttu flugmennirnir einhvern þátt í hvarfi vélarinnar? Ef svo er, stóðu þeir þá báðir að verki eða einungis annar þeirra? Átti einhver annar úr áhöfninni eða einhver farþeganna hlut að máli? Voru flugmennirnir þvingaðir til að fljúga vélinni áfram? Tókst einum eða fleiri farþegum að brjótast inn í flugstjórnarklefann? Var einhver farþeganna fær um að fljúga vélinni áfram? Flugvélahvarf MH370 Fréttaskýringar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Á laugardaginn var gerð húsleit á heimilum flugmanna malasísku farþegaþotunnar, sem viku fyrr hvarf sjónum flugumferðareftirlitsmanna þar sem hún var á flugi yfir hafinu á leið til Kína. Khalid Abu Bakar, yfirmaður rannsóknarlögreglunnar í Malasíu, segir stjórnvöld ekki hafa talið ástæðu til þess fyrr að gera húsleit á heimilum þeirra. Hann sagðist einnig hafa beðið stjórnvöld þeirra ríkja, sem áttu ríkisborgara um borð í vélinni týndu, um að kanna bakgrunn þeirra. Sums staðar sé þegar búið að gera slíka bakgrunnsrannsókn, en enn sé beðið eftir svörum frá fleiri ríkjum. Í fyrstu var talið að vélin hefði hrapað í sjóinn stuttu eftir að samband við hana slitnaði, en það gerðist laugardaginn 8. mars klukkan hálf tvö að staðartíma. Nú þykir staðfest að vélinni hafi verið flogið áfram eftir það, stefnu hennar hafi verið breytt og henni flogið aftur yfir Malasíu og áfram í áttina að Andaman-eyjum í Indlandshafi. Vélinni var flogið eftir þekktum flugleiðum, sem hefði ekki verið á færi annarra en lærðra flugmanna. Flugmenn hefðu einnig verið færir um að slökkva á merkjasendingum frá vélinni, eins og gert var eftir að hún hafði verið um það bil eina klukkustund á flugi. Síðustu orðin sem bárust frá áhöfninni voru: „Allt í lagi, góða nótt.“ Þetta var sagt eftir að slökkt var á ACARS-merkjasendingakerfi vélarinnar. Staðfesting hefur einnig fengist á því að vélin var á flugi í meira en sex klukkustundir eftir að slökkt var á sambandinu, sem þýðir að hún gæti verið komin alla leið norður til Kasakstans eða langt suður í Indlandshaf. Stjórnvöld í Malasíu segja því nánast útilokað að finna vélina nema nánari upplýsingar um síðustu ferðir hennar skjóti upp kollinum. Þau hafa því beðið nágrannaríkin um aðstoð við leitina. „Leitin var fyrir mjög flókið, fjölþjóðlegt verkefni,“ sagði Affendi Buang, herforingi í malasíska flughernum. „Hún er nú orðin enn erfiðari.“Mörgum spurningum enn ósvarað Áttu flugmennirnir einhvern þátt í hvarfi vélarinnar? Ef svo er, stóðu þeir þá báðir að verki eða einungis annar þeirra? Átti einhver annar úr áhöfninni eða einhver farþeganna hlut að máli? Voru flugmennirnir þvingaðir til að fljúga vélinni áfram? Tókst einum eða fleiri farþegum að brjótast inn í flugstjórnarklefann? Var einhver farþeganna fær um að fljúga vélinni áfram?
Flugvélahvarf MH370 Fréttaskýringar Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira