Samþykkja ekki vopnahlé nema herkví á Gasa verði aflétt Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júlí 2014 20:37 Ísraelsmenn hafa ekki dregið úr árásum sínum undanfarna daga en þéttbýlt er á Gasasvæðinu sem merkir hámarkseyðileggingu í hvert sinn sem þeir láta sprengju falla úr lofti. VÍSIR/AP John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór þess á leit í dag við palestínska andspyrnuhópinn Hamas að hann samþykkti vopnahlé við Ísraelsmenn að tillögu Egypta. Yfir 600 Palestínumenn hafa látist í átökunum og á tug Ísraelsmanna. Ákall Kerrys kemur í kjölfar fundar Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Framkvæmdastjórinn hélt á fund Netanjahús til þess að ræða það hvernig hægt væri að binda enda á blóðbaðið sem á sér stað á Gasa og hefja friðarviðræður með rót átakanna að leiðarljósi. „Við gerum það sem við þurfum til þess að verja okkur,“ sagði Netanjahú við hvatningu Ki-Moons til viðræðna milli hinna stríðandi fylkinga. Hamas-liðar hafa áður neitað að fallast á vopnahlé. Fyrir þeim er hernámið rót átakanna og þeir hafa krafist þess að herkvínni á Gasasvæðinu verði aflétt. „Við getum ekki farið aftur á bak, til hægfara dauða,“ sagði Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, í sjónvarpsviðtali. Ísraelsmenn virðast ekki tilbúnir til þess að frelsa Palestínumenn á Gasasvæðinu. Skotið var beint inn á fréttastofu Al Jazeera á Gasasvæðinu í dag en Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist daginn áður ætla að beita sér fyrir því að fréttastofunni yrði lokað. Hann segir Al Jazeera ljúga í andísraelskum fréttaflutningi sínum og einnig hvetja hryðjuverkamenn til dáða. Gasa Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fór þess á leit í dag við palestínska andspyrnuhópinn Hamas að hann samþykkti vopnahlé við Ísraelsmenn að tillögu Egypta. Yfir 600 Palestínumenn hafa látist í átökunum og á tug Ísraelsmanna. Ákall Kerrys kemur í kjölfar fundar Ban Ki-Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, með Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels. Framkvæmdastjórinn hélt á fund Netanjahús til þess að ræða það hvernig hægt væri að binda enda á blóðbaðið sem á sér stað á Gasa og hefja friðarviðræður með rót átakanna að leiðarljósi. „Við gerum það sem við þurfum til þess að verja okkur,“ sagði Netanjahú við hvatningu Ki-Moons til viðræðna milli hinna stríðandi fylkinga. Hamas-liðar hafa áður neitað að fallast á vopnahlé. Fyrir þeim er hernámið rót átakanna og þeir hafa krafist þess að herkvínni á Gasasvæðinu verði aflétt. „Við getum ekki farið aftur á bak, til hægfara dauða,“ sagði Ismail Haniya, leiðtogi Hamas, í sjónvarpsviðtali. Ísraelsmenn virðast ekki tilbúnir til þess að frelsa Palestínumenn á Gasasvæðinu. Skotið var beint inn á fréttastofu Al Jazeera á Gasasvæðinu í dag en Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels, sagðist daginn áður ætla að beita sér fyrir því að fréttastofunni yrði lokað. Hann segir Al Jazeera ljúga í andísraelskum fréttaflutningi sínum og einnig hvetja hryðjuverkamenn til dáða.
Gasa Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira