Óleysanleg deila um landsvæði Freyr Bjarnason skrifar 26. júlí 2014 12:45 Ísraelskur skriðdreki af Merkava gerð. Nordicphotos/AFP Deila Ísraela og Palestínumanna hefur staðið lengi yfir. Landsvæðið sem deilt er um nær yfir 100 þúsund ferkílómetra og er á milli Miðjarðarhafsins og árinnar Jórdan. Hlutdeild Ísraela í landinu hefur stækkað hægt og bítandi. Hér að neðan má sjá ólík viðhorf Ísraela, Palestínumanna og Bandaríkjamanna til nokkurra deiluefna fyrir botni Miðjarðarhafs.Jerúsalem Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki skipta hinni helgu borg Jerúsalem upp og segja hana pólitískan og trúarlegan miðpunkt gyðinga. Þau vilja halda sig við Ísraelslög frá 1980 sem kveða á um að „Jerúsalem, sameinuð sem ein heild“ sé höfuðborg Ísraels. Palestínumenn vilja að Austur-Jerúsalem, þar sem Jórdanar réðu ríkjum þangað til Ísraelar eignuðu sér svæðið 1967, verði höfuðborg palestínsks ríkis. Í gömlu borginni stendur þriðji heilagasti staður íslam, eða al-Asqa-moskan og steinahvelfingin. Bandaríkin viðurkenna ekki innlimun Austur-Jerúsalem í Ísrael og sendiráð Bandaríkjanna er því í borginni Tel Avív. Barack Obama Bandaríkjaforseti er mótfallinn því að byggt verði húsnæði fyrir Ísraela í Austur-Jerúsalem.Landamæri Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sammála því að palestínskt ríki eigi að vera til og að Ísraelar verði þess vegna að draga sig frá ákveðnum svæðum á Vesturbakkanum (sem þeir hernámu 1967). Ísraelar vilja að innan landamæra sinna verði engu að síður svæði sem þeir hafa lagt undir sig á Vesturbakkanum og í Jerúsalem. Palestínumenn vilja að landið sem Ísraelar hernámu 1967, Vesturbakkinn, Austur-Jerúsalem og Gasa, verði framtíðarsvæði Palestínumanna og framtíðar friðarviðræður við Ísrael miðist við hvernig staða mála var fyrir hernámið. Allt það landsvæði sem Ísraelar fái í sinn hlut verði að bæta fyrir með landaskiptum. Bandaríkjamenn telja að upphaf friðarviðræðna þurfi að taka mið af því hvernig málin stóðu 1967 og að skipti á landi séu nauðsynlegur fylgifiskur þeirra.Flóttamenn Ísraelar vilja ekki að palestínskir flóttamenn úr fyrri styrjöldum fái að snúa aftur til sinna gömlu heimkynna. Þeir telja að slíkur mannfjöldi myndi leggja Ísraelsríki í rúst. Þess vegna vill Netanjahú að Ísrael verði viðurkennt sem ríki gyðinga.fOpinberlega vilja Palestínumenn að flóttamenn geti snúið aftur og telja þeir annað vera mikið óréttlæti. Samt sem áður hafa reglulega verið uppi viðræður á meðal Palestínumanna um að skaðabætur gætu komið í staðinn. Þeir neita að viðurkenna Ísrael sem ríki gyðinga og segja slíkar hugmyndir óþarfar. Bandaríkjamenn skilja það að Ísraelar vilji ekki taka við flóttamönnum og vonast til að hægt verði að leysa málið með skaðabótum og þróunaraðstoð fyrir þá sem geta ekki snúið aftur til fyrri heimila sinna.Öryggi Öryggismál hafa einnig valdið miklum deilum. Ísraelsk stjórnvöld óttast að Hamas-samtökin myndu nota palestínskt ríki til að ráðast á Ísrael. Þess vegna leggja Ísraelar áherslu á að hafa öryggismál í hávegum, og að ríki Palestínumanna yrði að mestu herlaust. Palestínumenn telja að öryggi náist með stöðugri tveggja ríkja lausn. BandaríkinBandaríkjamenn skilja þörf Ísraela fyrir öryggi en einnig þörfina fyrir palestínskt ríki. Ólíklegt er að hægt yrði að viðurkenna palestínskt ríki sem ekki hefur orðið til eftir samningaviðræður.Heimild: Fréttavefur BBC Gasa Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Deila Ísraela og Palestínumanna hefur staðið lengi yfir. Landsvæðið sem deilt er um nær yfir 100 þúsund ferkílómetra og er á milli Miðjarðarhafsins og árinnar Jórdan. Hlutdeild Ísraela í landinu hefur stækkað hægt og bítandi. Hér að neðan má sjá ólík viðhorf Ísraela, Palestínumanna og Bandaríkjamanna til nokkurra deiluefna fyrir botni Miðjarðarhafs.Jerúsalem Stjórnvöld í Ísrael vilja ekki skipta hinni helgu borg Jerúsalem upp og segja hana pólitískan og trúarlegan miðpunkt gyðinga. Þau vilja halda sig við Ísraelslög frá 1980 sem kveða á um að „Jerúsalem, sameinuð sem ein heild“ sé höfuðborg Ísraels. Palestínumenn vilja að Austur-Jerúsalem, þar sem Jórdanar réðu ríkjum þangað til Ísraelar eignuðu sér svæðið 1967, verði höfuðborg palestínsks ríkis. Í gömlu borginni stendur þriðji heilagasti staður íslam, eða al-Asqa-moskan og steinahvelfingin. Bandaríkin viðurkenna ekki innlimun Austur-Jerúsalem í Ísrael og sendiráð Bandaríkjanna er því í borginni Tel Avív. Barack Obama Bandaríkjaforseti er mótfallinn því að byggt verði húsnæði fyrir Ísraela í Austur-Jerúsalem.Landamæri Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, er sammála því að palestínskt ríki eigi að vera til og að Ísraelar verði þess vegna að draga sig frá ákveðnum svæðum á Vesturbakkanum (sem þeir hernámu 1967). Ísraelar vilja að innan landamæra sinna verði engu að síður svæði sem þeir hafa lagt undir sig á Vesturbakkanum og í Jerúsalem. Palestínumenn vilja að landið sem Ísraelar hernámu 1967, Vesturbakkinn, Austur-Jerúsalem og Gasa, verði framtíðarsvæði Palestínumanna og framtíðar friðarviðræður við Ísrael miðist við hvernig staða mála var fyrir hernámið. Allt það landsvæði sem Ísraelar fái í sinn hlut verði að bæta fyrir með landaskiptum. Bandaríkjamenn telja að upphaf friðarviðræðna þurfi að taka mið af því hvernig málin stóðu 1967 og að skipti á landi séu nauðsynlegur fylgifiskur þeirra.Flóttamenn Ísraelar vilja ekki að palestínskir flóttamenn úr fyrri styrjöldum fái að snúa aftur til sinna gömlu heimkynna. Þeir telja að slíkur mannfjöldi myndi leggja Ísraelsríki í rúst. Þess vegna vill Netanjahú að Ísrael verði viðurkennt sem ríki gyðinga.fOpinberlega vilja Palestínumenn að flóttamenn geti snúið aftur og telja þeir annað vera mikið óréttlæti. Samt sem áður hafa reglulega verið uppi viðræður á meðal Palestínumanna um að skaðabætur gætu komið í staðinn. Þeir neita að viðurkenna Ísrael sem ríki gyðinga og segja slíkar hugmyndir óþarfar. Bandaríkjamenn skilja það að Ísraelar vilji ekki taka við flóttamönnum og vonast til að hægt verði að leysa málið með skaðabótum og þróunaraðstoð fyrir þá sem geta ekki snúið aftur til fyrri heimila sinna.Öryggi Öryggismál hafa einnig valdið miklum deilum. Ísraelsk stjórnvöld óttast að Hamas-samtökin myndu nota palestínskt ríki til að ráðast á Ísrael. Þess vegna leggja Ísraelar áherslu á að hafa öryggismál í hávegum, og að ríki Palestínumanna yrði að mestu herlaust. Palestínumenn telja að öryggi náist með stöðugri tveggja ríkja lausn. BandaríkinBandaríkjamenn skilja þörf Ísraela fyrir öryggi en einnig þörfina fyrir palestínskt ríki. Ólíklegt er að hægt yrði að viðurkenna palestínskt ríki sem ekki hefur orðið til eftir samningaviðræður.Heimild: Fréttavefur BBC
Gasa Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira