Samgöngustofa – undir einu þaki Þórólfur Árnason skrifar 17. september 2014 07:00 Um mitt síðasta ár varð Samgöngustofa til úr fjórum stofnunum: Flugmálastjórn, Umferðarstofu og stjórnsýsluhlutum Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar. Frá þeim tíma hefur stofnunin starfað á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu en kemur sér þessa dagana loksins fyrir í nýjum höfuðstöðvum á horni Háaleitisbrautar og Ármúla. Það er áþreifanlegur lokaþáttur í sameiningunni sem hefur verið vandasamt en jafnframt lærdómsríkt ferli. Öryggi og fagmennska Í stuttu máli má segja að Samgöngustofu sé ætlað að vinna að þróun öflugra og öruggra samgangna. Það gerum við meðal annars með því að nýta aukna tækniþekkingu og ítarlegar rannsóknir, sinna vönduðu eftirliti og ástunda betri stjórnsýslu því með öllu þessu hefur náðst umtalsverður árangur í fækkun alvarlegra slysa þeirra sem eru á faraldsfæti. Samnýting á þekkingu hefur þannig og mun áfram skila góðum arði fyrir íslenskt samfélag. Opinberu eftirliti er fyrst og fremst ætlað að tryggja sem best öryggi fólks. Eftirlit er ekki síður mikilvægt til þess að við sem þjóð getum staðist alþjóðlegar úttektir og staðið jafnfætis þeim löndum sem við eigum í alþjóðlegri samkeppni við. Þetta er grundvallaratriði fyrir grunnstoðir atvinnulífsins eins og til dæmis skipaútgerðir og flugrekendur. Með sameiningu eftirlits í samgöngumálum í eina stofnun samnýtum við reynslu með það í huga að eftirlitið verði hagkvæmt og skilvirkt án þess að tapa gæðum eða veita afslátt af öryggi.Tækifærin Með flutningum í sameiginlegt húsnæði felast mörg tækifæri um samræmda og greiða þjónustu sem hefst strax með einum og sama afgreiðslutímanum sem áður var mismunandi eftir staðsetningum. Í beinu framhaldi munum við byggja áfram ofan á það verk sem hafið var um mitt síðasta ár með því að leggja aukna áherslu á rafræna stjórnsýslu og sjálfsafgreiðslu sem dregur úr kostnaði og gerir viðskiptavinum kleift að ljúka sínum málum á þeim tíma sem þeim best hentar. Þetta sáum við til dæmis vel þegar sjómönnum og útgerðum var gert fært að sjá sjálf um lögskráningu sjómanna. Svipuð þróun er markmiðið í öðrum greinum en fyrst og síðast viljum við halda góðu sambandi við viðskiptavini okkar og veita þeim örugga og greiða þjónustu. Þar er lykilorðið samvinna, því markmið um öryggi og fagmennsku geta allir verið sammála um. Í gildum Samgöngustofu sem allt starfsfólk tók þátt í að móta má sjá það sem við viljum standa fyrir: Jákvæðni, fagmennska, traust og virðing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Árnason Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Um mitt síðasta ár varð Samgöngustofa til úr fjórum stofnunum: Flugmálastjórn, Umferðarstofu og stjórnsýsluhlutum Siglingastofnunar og Vegagerðarinnar. Frá þeim tíma hefur stofnunin starfað á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu en kemur sér þessa dagana loksins fyrir í nýjum höfuðstöðvum á horni Háaleitisbrautar og Ármúla. Það er áþreifanlegur lokaþáttur í sameiningunni sem hefur verið vandasamt en jafnframt lærdómsríkt ferli. Öryggi og fagmennska Í stuttu máli má segja að Samgöngustofu sé ætlað að vinna að þróun öflugra og öruggra samgangna. Það gerum við meðal annars með því að nýta aukna tækniþekkingu og ítarlegar rannsóknir, sinna vönduðu eftirliti og ástunda betri stjórnsýslu því með öllu þessu hefur náðst umtalsverður árangur í fækkun alvarlegra slysa þeirra sem eru á faraldsfæti. Samnýting á þekkingu hefur þannig og mun áfram skila góðum arði fyrir íslenskt samfélag. Opinberu eftirliti er fyrst og fremst ætlað að tryggja sem best öryggi fólks. Eftirlit er ekki síður mikilvægt til þess að við sem þjóð getum staðist alþjóðlegar úttektir og staðið jafnfætis þeim löndum sem við eigum í alþjóðlegri samkeppni við. Þetta er grundvallaratriði fyrir grunnstoðir atvinnulífsins eins og til dæmis skipaútgerðir og flugrekendur. Með sameiningu eftirlits í samgöngumálum í eina stofnun samnýtum við reynslu með það í huga að eftirlitið verði hagkvæmt og skilvirkt án þess að tapa gæðum eða veita afslátt af öryggi.Tækifærin Með flutningum í sameiginlegt húsnæði felast mörg tækifæri um samræmda og greiða þjónustu sem hefst strax með einum og sama afgreiðslutímanum sem áður var mismunandi eftir staðsetningum. Í beinu framhaldi munum við byggja áfram ofan á það verk sem hafið var um mitt síðasta ár með því að leggja aukna áherslu á rafræna stjórnsýslu og sjálfsafgreiðslu sem dregur úr kostnaði og gerir viðskiptavinum kleift að ljúka sínum málum á þeim tíma sem þeim best hentar. Þetta sáum við til dæmis vel þegar sjómönnum og útgerðum var gert fært að sjá sjálf um lögskráningu sjómanna. Svipuð þróun er markmiðið í öðrum greinum en fyrst og síðast viljum við halda góðu sambandi við viðskiptavini okkar og veita þeim örugga og greiða þjónustu. Þar er lykilorðið samvinna, því markmið um öryggi og fagmennsku geta allir verið sammála um. Í gildum Samgöngustofu sem allt starfsfólk tók þátt í að móta má sjá það sem við viljum standa fyrir: Jákvæðni, fagmennska, traust og virðing.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar