Vanhæfir stjórnendur fá liðstyrk Ögmundur Jónasson skrifar 26. september 2014 07:00 Á starfsferli mínum hef ég kynnst mörgum góðum forstöðumönnum stofnana ríkis og sveitarfélaga. Kæmu upp erfiðleikar í starfseminni þá voru þeir leystir. Ef erfiðleikarnir voru af mannavöldum, hefði til dæmis ráðist til starfa einstaklingur sem sinnti ekki starfi sínu eða réði ekki við það, var kannað hvað lægi að baki. Því aðeins var starfsmaður látinn víkja ef eðlilegar málefnalegar ástæður væru fyrir því og honum gert viðvart. Sem formaður BSRB í meira en tvo áratugi kynntist ég því vel hve þetta aðvörunarferli var mikilvægt. Bæði til þess að gefa starfsmanni sem átti brottrekstur yfir höfði sér færi á að svara fyrir sig og þá hugsanlega leiðrétta misskilning sem kynni að vera uppi – og ekki síst bæta sig í starfi ef á því var þörf.Eineltisforstjórar En það var ekki alltaf að forstöðumenn vildu láta leiðrétta misskilning. Til eru nefnilega þeir forstjórar sem sjálfir ráða ekki við starf sitt. Þetta eru einstaklingarnir sem beita geðþóttavaldi; eru eineltisforstjórar. Sumir eru svo smáir í sér að þeir þora ekki að ræða hreinskilnislega við starfsmann sem þeir vilja losna við. Þeir horfa öfundaraugum til fyrirtækja á markaði sem geta rekið starfsfólk og látið það snáfa samstundis burt. Þar þarf ekki að hafa áhyggjur af því að starfsmaður kunni að hafa verið hafður fyrir rangri sök. Eineltisforstjóri vill geta rekið einstakling sem er honum ekki að skapi, stendur uppi í hárinu á honum eða er honum andlegur ofjarl á vinnustaðnum. Nokkrum dæmum hef ég kynnst af brottrekstri einstaklinga sem forstjórar vildu losna við því þeir voru þeim ekki undirgefnir eða stóðu þeim framar og forstjórinn ekki maður til að taka því.Vilja geta rekið fólk Þessir vanhæfu forstjórar eru nú heldur betur komnir með liðstyrk. Formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, þau Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, voru mætt á forsíðu Fréttablaðsins á miðvikudag að kalla eftir auknum heimildum til að reka fólk – skýringalaust. Guðlaugur Þór lýsti því yfir að kæmi ríkisstjórnin ekki fram með frumvarp þessa efnis, þá gerði hann það sjálfur. Fram kom í frásögn Fréttablaðsins að Guðlaugur Þór vilji að jafn auðvelt verði að reka fólk hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði. Þar hélt ég nú einmitt að væri pottur brotinn og ástæða til að styrkja réttarstöðu launafólks á almennum markaði fremur en leita fyrirmyndar þar sem réttarstaðan er lökust.Um biðlaun Nú er það svo, hvað sem líður þessum fullyrðingum, að auðvelt er að fækka ríkisstarfsmönnum, segja upp fólki ef fyrir því eru málefnalegar ástæður eða leggja niður störf, fá eða mörg, ef aðstæður krefjast. Þetta hafa forsvarsmenn BSRB og BHM rækilega tíundað í tengslum við þessa umræðu. Að þessu leyti er kerfið mjög sveigjanlegt. Dapurlegt er hins vegar til þess að hugsa hvernig réttarstaða starfsfólks hjá hinu opinbera hefur í tímans rás verið rýrð við slíkar aðstæður. Samkvæmt starfsmannalögum sem giltu fram á árið 1996 skyldi greiða einstaklingi svokölluð biðlaun þegar staða var lögð niður – sex mánaða eða tólf mánaða laun eftir starfsaldri viðkomandi – en frá og með miðju ári 1996 var þessi réttur afnuminn gagnvart öllum nýráðnum starfsmönnum nema embættismönnum sem samkvæmt þessum sömu lögum skyldu aðeins ráðnir til fimm ára í senn. Þeir skulu fá biðlaun við uppsögn verði þeim sagt upp innan fimm ára ráðningartímans. Verð ég ekki var við að mönnum finnist það ósanngjarnt og hefði ég viljað víkka þessa reglu út að nýju. Hef ég íhugað að flytja um það lagafrumvarp. Svo eru náttúrlega starfslokalaun þeirra sem eru af allt öðrum heimi, forstjórar gullmulningsvélanna. Þegar þeir víkja – eða er vikið úr starfi – þá er það nær undantekningalaust með úttroðna vasa af peningum. Ekki bið ég um þeirra réttlæti!Aðalatriði verða aukaatriði Þannig að Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem telja helstu vá Íslands vera starfsmannafjöldann á sjúkrahúsum, í skólum og löggæslunni, og hve torvelt það sé að reka fólkið sem þar starfar, geta huggað sig við að starfsmenn almannaþjónustunnar eru harla varnarlitlir þegar til kastanna kemur. Störfum á Landspítalanum var fækkað um 500 í kjölfar hrunsins! Það var vegna samdráttar og niðurskurðar en einnig margvíslegra tilfæringa. Enginn deilir lengur um að of hart var þar gengið fram enda bitnaði þetta á þjónustu og aðhlynningu við þurfandi fólk. Auk þess sem þetta skapaði of mikið álag á annað starfsfólk. Hið sama átti víðar við í almannaþjónustunni. Það virðist hins vegar aukaatriði hjá formanni og varaformanni fjárveitinganefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ögmundur Jónasson Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Sjá meira
Á starfsferli mínum hef ég kynnst mörgum góðum forstöðumönnum stofnana ríkis og sveitarfélaga. Kæmu upp erfiðleikar í starfseminni þá voru þeir leystir. Ef erfiðleikarnir voru af mannavöldum, hefði til dæmis ráðist til starfa einstaklingur sem sinnti ekki starfi sínu eða réði ekki við það, var kannað hvað lægi að baki. Því aðeins var starfsmaður látinn víkja ef eðlilegar málefnalegar ástæður væru fyrir því og honum gert viðvart. Sem formaður BSRB í meira en tvo áratugi kynntist ég því vel hve þetta aðvörunarferli var mikilvægt. Bæði til þess að gefa starfsmanni sem átti brottrekstur yfir höfði sér færi á að svara fyrir sig og þá hugsanlega leiðrétta misskilning sem kynni að vera uppi – og ekki síst bæta sig í starfi ef á því var þörf.Eineltisforstjórar En það var ekki alltaf að forstöðumenn vildu láta leiðrétta misskilning. Til eru nefnilega þeir forstjórar sem sjálfir ráða ekki við starf sitt. Þetta eru einstaklingarnir sem beita geðþóttavaldi; eru eineltisforstjórar. Sumir eru svo smáir í sér að þeir þora ekki að ræða hreinskilnislega við starfsmann sem þeir vilja losna við. Þeir horfa öfundaraugum til fyrirtækja á markaði sem geta rekið starfsfólk og látið það snáfa samstundis burt. Þar þarf ekki að hafa áhyggjur af því að starfsmaður kunni að hafa verið hafður fyrir rangri sök. Eineltisforstjóri vill geta rekið einstakling sem er honum ekki að skapi, stendur uppi í hárinu á honum eða er honum andlegur ofjarl á vinnustaðnum. Nokkrum dæmum hef ég kynnst af brottrekstri einstaklinga sem forstjórar vildu losna við því þeir voru þeim ekki undirgefnir eða stóðu þeim framar og forstjórinn ekki maður til að taka því.Vilja geta rekið fólk Þessir vanhæfu forstjórar eru nú heldur betur komnir með liðstyrk. Formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, þau Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, voru mætt á forsíðu Fréttablaðsins á miðvikudag að kalla eftir auknum heimildum til að reka fólk – skýringalaust. Guðlaugur Þór lýsti því yfir að kæmi ríkisstjórnin ekki fram með frumvarp þessa efnis, þá gerði hann það sjálfur. Fram kom í frásögn Fréttablaðsins að Guðlaugur Þór vilji að jafn auðvelt verði að reka fólk hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði. Þar hélt ég nú einmitt að væri pottur brotinn og ástæða til að styrkja réttarstöðu launafólks á almennum markaði fremur en leita fyrirmyndar þar sem réttarstaðan er lökust.Um biðlaun Nú er það svo, hvað sem líður þessum fullyrðingum, að auðvelt er að fækka ríkisstarfsmönnum, segja upp fólki ef fyrir því eru málefnalegar ástæður eða leggja niður störf, fá eða mörg, ef aðstæður krefjast. Þetta hafa forsvarsmenn BSRB og BHM rækilega tíundað í tengslum við þessa umræðu. Að þessu leyti er kerfið mjög sveigjanlegt. Dapurlegt er hins vegar til þess að hugsa hvernig réttarstaða starfsfólks hjá hinu opinbera hefur í tímans rás verið rýrð við slíkar aðstæður. Samkvæmt starfsmannalögum sem giltu fram á árið 1996 skyldi greiða einstaklingi svokölluð biðlaun þegar staða var lögð niður – sex mánaða eða tólf mánaða laun eftir starfsaldri viðkomandi – en frá og með miðju ári 1996 var þessi réttur afnuminn gagnvart öllum nýráðnum starfsmönnum nema embættismönnum sem samkvæmt þessum sömu lögum skyldu aðeins ráðnir til fimm ára í senn. Þeir skulu fá biðlaun við uppsögn verði þeim sagt upp innan fimm ára ráðningartímans. Verð ég ekki var við að mönnum finnist það ósanngjarnt og hefði ég viljað víkka þessa reglu út að nýju. Hef ég íhugað að flytja um það lagafrumvarp. Svo eru náttúrlega starfslokalaun þeirra sem eru af allt öðrum heimi, forstjórar gullmulningsvélanna. Þegar þeir víkja – eða er vikið úr starfi – þá er það nær undantekningalaust með úttroðna vasa af peningum. Ekki bið ég um þeirra réttlæti!Aðalatriði verða aukaatriði Þannig að Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson, sem telja helstu vá Íslands vera starfsmannafjöldann á sjúkrahúsum, í skólum og löggæslunni, og hve torvelt það sé að reka fólkið sem þar starfar, geta huggað sig við að starfsmenn almannaþjónustunnar eru harla varnarlitlir þegar til kastanna kemur. Störfum á Landspítalanum var fækkað um 500 í kjölfar hrunsins! Það var vegna samdráttar og niðurskurðar en einnig margvíslegra tilfæringa. Enginn deilir lengur um að of hart var þar gengið fram enda bitnaði þetta á þjónustu og aðhlynningu við þurfandi fólk. Auk þess sem þetta skapaði of mikið álag á annað starfsfólk. Hið sama átti víðar við í almannaþjónustunni. Það virðist hins vegar aukaatriði hjá formanni og varaformanni fjárveitinganefndar Alþingis.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun