Loftslagsfé varið í kolakynt verkefni Guðsteinn Bjarnason og AP skrifa 2. desember 2014 07:00 Fiskimenn kvarta. Mikilvægir stofnar rækju, kræklings og fisks hafa minnkað eftir tilkomu verksmiðjunnar í Cirebon, sem sést í bakgrunni myndarinnar. Fréttablaðið/AP Baráttan gegn loftslagsbreytingum tekur á sig margvíslegar myndir. Ein af þeim undarlegri virðist vera meðferð japanskra stjórnvalda á fé, sem þau höfðu heitið Sameinuðu þjóðunum að nota til að vinna gegn hlýnun jarðar. Féð notuðu stjórnvöld til þess að reisa þrjár kolakyntar verksmiðjur í Indónesíu. Og skráðu það hjá Sameinuðu þjóðunum sem fjármögnun vegna loftslagsmála. Japanar segja þessar þrjár verksmiðjur reyndar ekki brenna jafn miklu af kolum og aðrar kolakyntar verksmiðjur. Tæknin sé orðin það fullkomin. Þær losa engu að síður helmingi meira af koltvísýringi en sambærilegar verksmiðjur, sem knúnar eru með gasi. Þá hafa íbúar í nágrenni einnar af þessum verksmiðjum, sem er í Cirebon í Indónesíu, kvartað undan því að mikilvægir stofnar af rækjum, fiski og kræklingi hafi minnkað. Japanar segjast sjálfir ekki sjá neitt athugavert við þetta háttalag, enda séu engar reglur til sem banni þeim að skrá verkefni af þessu tagi sem loftslagsverkefni hjá Sameinuðu þjóðunum. „Sum lönd hafa ekki efni á að nota annað en kol,“ sagði Takako Ito, talskona japanska utanríkisráðuneytisins. „Við viljum útvega þessum löndum bestu leiðirnar til þess að draga úr útblæstri koltvísýrings.“ Christiana Figueres, loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Japana hins vegar ekki með nokkru móti geta réttlætt þetta framferði sitt. „Kol ein og sér eiga ekki heima í orkubúskap framtíðarinnar,“ segir hún. „Með tímanum ættum við að fara að sjá mjög skýra tilhneigingu til þess að fjárfesta í hreinni, endurnýjanlegri orku.“ Árið 2009 hétu velmegunarlöndin því að vera árið 2020 farin að útvega 100 milljarða dala árlega til þess að fjármagna baráttuna gegn loftslagsbreytingum í fátækari löndum heims. Þessi fjárhæð samsvarar rúmlega 1.200 milljörðum króna. Jafnframt samþykktu þau að verja 30 milljörðum dala árlega næstu þrjú árin. Japanar samþykktu að útvega um helming fjárins. Loftslagsmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira
Baráttan gegn loftslagsbreytingum tekur á sig margvíslegar myndir. Ein af þeim undarlegri virðist vera meðferð japanskra stjórnvalda á fé, sem þau höfðu heitið Sameinuðu þjóðunum að nota til að vinna gegn hlýnun jarðar. Féð notuðu stjórnvöld til þess að reisa þrjár kolakyntar verksmiðjur í Indónesíu. Og skráðu það hjá Sameinuðu þjóðunum sem fjármögnun vegna loftslagsmála. Japanar segja þessar þrjár verksmiðjur reyndar ekki brenna jafn miklu af kolum og aðrar kolakyntar verksmiðjur. Tæknin sé orðin það fullkomin. Þær losa engu að síður helmingi meira af koltvísýringi en sambærilegar verksmiðjur, sem knúnar eru með gasi. Þá hafa íbúar í nágrenni einnar af þessum verksmiðjum, sem er í Cirebon í Indónesíu, kvartað undan því að mikilvægir stofnar af rækjum, fiski og kræklingi hafi minnkað. Japanar segjast sjálfir ekki sjá neitt athugavert við þetta háttalag, enda séu engar reglur til sem banni þeim að skrá verkefni af þessu tagi sem loftslagsverkefni hjá Sameinuðu þjóðunum. „Sum lönd hafa ekki efni á að nota annað en kol,“ sagði Takako Ito, talskona japanska utanríkisráðuneytisins. „Við viljum útvega þessum löndum bestu leiðirnar til þess að draga úr útblæstri koltvísýrings.“ Christiana Figueres, loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna, segir Japana hins vegar ekki með nokkru móti geta réttlætt þetta framferði sitt. „Kol ein og sér eiga ekki heima í orkubúskap framtíðarinnar,“ segir hún. „Með tímanum ættum við að fara að sjá mjög skýra tilhneigingu til þess að fjárfesta í hreinni, endurnýjanlegri orku.“ Árið 2009 hétu velmegunarlöndin því að vera árið 2020 farin að útvega 100 milljarða dala árlega til þess að fjármagna baráttuna gegn loftslagsbreytingum í fátækari löndum heims. Þessi fjárhæð samsvarar rúmlega 1.200 milljörðum króna. Jafnframt samþykktu þau að verja 30 milljörðum dala árlega næstu þrjú árin. Japanar samþykktu að útvega um helming fjárins.
Loftslagsmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Sjá meira