Innlent

Aðflugið að Ísafjarðarflugvelli sagt eitt það erfiðasta í heimi

ingvar haraldsson skrifar
Aðflugið er eitt það erfiðasta í heimi samkvæmt flugvefnum Boldmethod.
Aðflugið er eitt það erfiðasta í heimi samkvæmt flugvefnum Boldmethod. vísir/gva
„Að lenda á Ísafjarðarflugvelli á Íslandi þýðir að þú þurfir að fljúga eitt tilkomumesta og erfiðasta aðflug í heimi,“ segir í umfjöllun flugvefsins Boldmethod um aðflugið að Ísafjarðarflugvelli.

Á vefnum er bent á að það sé ekkert lamb að leika sér við að lenda flugvél í Ísafjarðarbæ. Flugmenn þurfa að fljúga meðfram fjallshlíðinni yfir Ísafjörð og taka svo skarpa beygju innst í Skutulsfirði til að lenda á flugvellinum.



Aðflugið er ekki fyrir hvern sem er líkt og sjá má á myndböndunum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×