Fjármálaráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins koma saman í dag, meðal annars til að ræða málefni Grikklands. Í frétt BBC segir að svartsýni ríki um að það takist að endursemja um endurgreiðslur á lánum til Grikkja.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandsins vilja að ekki verði gerðar breytingar á þegar gerðum samningum um endurgreiðslur á 240 milljarða evra lánum til Grikkja.
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, sagðist fyrr í dag ekki vera bjartsýnn á að samkomulag næðist. „Samkvæmt því sem ég hef heyrt um þær tæknilegu viðræður sem fram fóru um helgina þá er ég mjög svartsýnn, en við fáum skýrslu síðar í dag og tökum þá stöðuna,“ sagði Schäuble í samtali við þýska fjölmiðla.
Í frétt BBC kemur fram að Schäuble ítreki að hann vilji ekki að Grikkir yfirgefi evrusvæðið. „Vandamálið er að Grikkir lifðu í langan tíma umfram það sem fjárhagur þeirra gaf tilefni til. Enginn vill afhenda Grikkjum fjármagn án ábyrgðar.“
Svartsýnir á að samkomulag náist við Grikki

Tengdar fréttir

Grikkir ræða við fjármálaráðherra Evrópu
Neyðarfundur um áætlanir Grikkja verður haldinn í Brussel

Bjartsýnn á að takist að semja um lánapakka Grikkja
Fjármálaráðherra Grikkja segir að viðræður dagsins í Brussel hafi verið mjög árangursríkar.