Íslenski boltinn

Ísland færði Noregi mark á silfurfati á Algarve | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska landsliðið í fótbolta tapaði fyrir því norska á Algarve-mótinu í Portúgal í gær.



Emilie Haavi skoraði eina mark leiksins strax á 8. mínútu en óhætt er að segja að hún fengið full mikla hjálp við það.

Elísa Viðarsdóttir reyndi þá sendingu aftur til Guðbjargar Gunnarsdóttur markmanns sem heppnaðist ekki betur en svo að boltinn féll beint fyrir fætur Haavi sem renndi boltanum í autt markið. Afar slysalegt mark en myndband af því má sjá hér að ofan.

Ísland tapaði einnig fyrsta leik sínum á mótinu gegn Sviss er því án stiga í B-riðli. Íslensku stelpurnar mæta Bandaríkjunum í lokaleik riðilsins á mánudaginn.

Þess má geta að María Þórisdóttir, dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, var í byrjunarliði Noregs í gær og lék allan leikinn. Þetta var hennar fyrsti A-landsleikur.

María, sem er 21 árs, leikur með Klepp IL í heimalandinu. Viðtal við hana má sjá í myndbandinu hér að ofan.


Tengdar fréttir

Stjörnuliðið á móti Sviss | Margrét Lára byrjar á bekknum

Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir fyrsta leik liðsins á Algarve-mótinu í Portúgal og hann treystir mikið á fyrrum og núverandi leikmenn Íslandsmeistara Stjörnunnar.

Mótun nýs landsliðskjarna

Freyr Alexandersson lítur á Algarve-mótið í Portúgal sem upphaf undirbúnings íslenska landsliðsins fyrir EM í knattspyrnu kvenna árið 2017. Margrét Lára Viðarsdóttir snýr aftur í landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×