Harrison flugkappi heppinn að sleppa með skrekkinn Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2015 19:45 Stórleikarinn Harrison Ford slapp með skrekkinn þegar hann nauðlenti gamalli flugvél sinni á golfvelli í Los Angeles seinnipartinn í gær. Hann er mikill flugáhugamaður og hefur nokkrum sinnum lent Boeing þotu sinni hér á landi. Harrison Ford sem er þaulvanur flugmaður hafði nýtekið á loft á gamalli einshreyfils flugvél sinni frá nálægum flugvelli við golfvöllinn þegar hreyfillinn missti afl. Hér má heyra hasarhetjuna pollrólega tilkynna um ástandið til flugumferðarstjórnar. „53178, hreyfilbilun, sný við nú þegar,“ tilkynnir Harrison í talstöðina og flugumferðarstjóri tilkynnir honum að honum sé heimilt að lenda strax. „Ég fer á braut þrjú,“ tilkynnir Harrison þá og flugumferðarstjóri staðfestir heimild hans til að lenda á þeirri flugbraut. Eins og þarna kom fram fékk Harrison Ford heimild til að lenda á tiltekinni flugbraut en hann náði ekki alla leið og lenti flugvélinni sem er frá seinni heimsstyrjöldinni á golfvellinum. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður eftir óhappið. „Flugmaðurinn tilkynnti að hann hefði misst afl á hreyfli og hann ætlaði að reyna að snúa aftur til baka til flugvallarins. Það lítur út fyrir að flugvélin hafi höggvið topp af tré áður en hún hafnaði á golfvellinum,“ sagði Patrick Jones fulltrúi rannsóknarnefndar samgönguslysa í Los Angeles. Talsmaður leikarans segir meiðsl hans hafa verið minniháttar og að hann muni ná sér að fullu. Hann er mikill flugáhugamaður og hefur m.a. nokkrum sinnum millilent Boeing þotu sinni hér á landi. Fréttir af flugi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Segir það ekki óeðlilegt að fólk vilji sæti við borðið Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira
Stórleikarinn Harrison Ford slapp með skrekkinn þegar hann nauðlenti gamalli flugvél sinni á golfvelli í Los Angeles seinnipartinn í gær. Hann er mikill flugáhugamaður og hefur nokkrum sinnum lent Boeing þotu sinni hér á landi. Harrison Ford sem er þaulvanur flugmaður hafði nýtekið á loft á gamalli einshreyfils flugvél sinni frá nálægum flugvelli við golfvöllinn þegar hreyfillinn missti afl. Hér má heyra hasarhetjuna pollrólega tilkynna um ástandið til flugumferðarstjórnar. „53178, hreyfilbilun, sný við nú þegar,“ tilkynnir Harrison í talstöðina og flugumferðarstjóri tilkynnir honum að honum sé heimilt að lenda strax. „Ég fer á braut þrjú,“ tilkynnir Harrison þá og flugumferðarstjóri staðfestir heimild hans til að lenda á þeirri flugbraut. Eins og þarna kom fram fékk Harrison Ford heimild til að lenda á tiltekinni flugbraut en hann náði ekki alla leið og lenti flugvélinni sem er frá seinni heimsstyrjöldinni á golfvellinum. Hann er ekki talinn alvarlega slasaður eftir óhappið. „Flugmaðurinn tilkynnti að hann hefði misst afl á hreyfli og hann ætlaði að reyna að snúa aftur til baka til flugvallarins. Það lítur út fyrir að flugvélin hafi höggvið topp af tré áður en hún hafnaði á golfvellinum,“ sagði Patrick Jones fulltrúi rannsóknarnefndar samgönguslysa í Los Angeles. Talsmaður leikarans segir meiðsl hans hafa verið minniháttar og að hann muni ná sér að fullu. Hann er mikill flugáhugamaður og hefur m.a. nokkrum sinnum millilent Boeing þotu sinni hér á landi.
Fréttir af flugi Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Segir það ekki óeðlilegt að fólk vilji sæti við borðið Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Sjá meira