Körfubolti

Ætla ekki að kjósa Obama forseta aftur

Holtmann rífst við dómara.
Holtmann rífst við dómara. vísir/getty
Þar sem úrslitakeppnin í bandaríska háskólakörfuboltanum er hafin þá keppast allir við að spá í framgang mála.

Það er líka hefð fyrir því að forseti Bandaríkjanna spái í spilin sem hann hefur nú gert. Eðlilega voru ekki allir kátir með spána hans.

Obama forseti spáði því meðal annars að Texas, sem er sett í 11. sæti á styrkleikalista, muni skella Butler sem var sett í 6. sæti. Það kunni þjálfari Butler, Chris Holtmann, ekki að meta.

„Ég sé að það eru margir sem spá okkur tapi. Líka forsetinn. Ég hef því kosið hann í síðasta skipti," sagði Holtmann en hann áttar sig líklega ekki á því að Obama getur ekki aftur boðið sig fram.

Fleiri þjálfarar hafa farið í fýlu út af spá Obama og ætla að nota hana til þess að kveikja í leikmönnum sínum.

Holtmann tróð svo upp í Obama í kvöld því hans lið vann sigur á Texas í hörkuleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×