Körfubolti

Kristófer meiddist og Furman tapaði úrslitaleiknum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kristófer Acox er vonandi ekki mikið meiddur.
Kristófer Acox er vonandi ekki mikið meiddur. vísir/getty
Kristófer Acox og félagar hans í Furman-háskólanum komust ekki í 64 liða úrslit bandaríska háskólakörfuboltans (March Madness).

Furman, sem hafnaði í tíunda og neðsta sæti sinnar deildar, tapaði í úrslitaleik deildarinnar gegn toppliði Wofford, 67-64, í nótt.

Mikið munaði um fjarveru Kristófers sem sneri upp á vinstri ökklann snemma leiks og gat aðeins spilað sex mínútur. Gríðarlega svekkjandi fyrir Kristófer og Furman sem voru að toppa á réttum tíma í úrslitakeppninni.

Kristófer er einn albesti varnarmaður Furman-liðsins og besti frákastarinn í deildinni. Því gekk Furman erfiðlega að ráða við toppliðið eftir að hann fór út af.

Kristófer skoraði sex stig, tók eitt frákast og varði tvö skot á þeim sex mínútum sem hann spilaði sem undirstrikar hversu mikilvægur hann er liðinu. Eftir leikinn var Kristófer valinn í annað úrvalslið keppninnar (All-Tournament Championship 2nd team).

Í nótt er svo síðasta tækifæri Íslendinga til að eiga leikmann í NCAA-mótinu. Gunnar Ólafsson og félagar hans í St. Francis-skólanum í Brooklyn mæta þá Robert Morris-háskólanum í úrslitaleik NEC-deildarinnar.


Tengdar fréttir

Rosalega erfitt að vera burtu frá mömmu

Körfuboltamaðurinn Kristófer Acox, sem spilar með Furman-háskólanum í Bandaríkjunum, trónir á toppnum yfir flest fráköst í sínum riðli. Hann segir lífið geta verið erfitt svo langt frá móður sinni og vinum en hefur þó endurnýjað sambandið við föður sinn.

Kristófer: Gæti gert margt gott fyrir landsliðið

Þetta tímabil í körfunni snýst að miklu leyti um eitt fyrir íslenska körfuboltamenn, hvort sem þeir spila á Íslandi, í Svíþjóð, Þýskalandi eða Bandaríkjunum: Það ætla allir með landsliðinu á EM í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×