Flugvél og farþegar splundruðust við slysið Heimir Már Pétursson skrifar 25. mars 2015 19:15 Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust með Airbus flugvélinni sem hrapaði í frönsku Ölpunum í gær þar sem flugvélin splundraðist algerlega þegar hún skall í fjallshlíðinni. Mikil sorg ríkir í Þýskalandi og Frakklandi þaðan sem flestir þeirra sem fórust voru frá. Airbus A320 flugvélin sem var á leið frá Barcelona á Spáni til Dusseldorf í Þýskalandi í gærmorgun, lækkaði flugið af óútskýrðum ástæðum eftir að hún náði 38 þúsund feta farflugshæð og missti flugumferðarstjórn samband við hana í 6.800 fetum. Merkel kanslari Þýskalands, Hollande Frakklandsforseti og Rajoy forsætisráðherra Spánar heimsóttu aðgerðarstjórn vegna slyssins í suðurhluta Frakklands í dag en áður höfðu Merkel og Hollande verið flogið með þyrlu yfir slysstaðinn. Mjög erfitt er að komast að slysstaðnum í um 2.000 metra hæð í frönsku Ölpunum og aðkoman er hryllileg, eins og Jean Louis Bietrix leiðsögumaður sem fylgdi björgunarsveitum á vettvang varð vitni að. „Það sem kom mest á óvart var að sjá hvernig flugvélin var orðin að engu. Hún er algerlega í molum, við gátum ekki borið kennsl á nokkurn einasta hlut. Maður fyllist algeru vonleysi þegar maður hugsar til fólksins sem var um borð. Þetta er mjög sorglegt,“ sagði Bietrix við fréttamenn. Hundrað fjörtíu og fjórir farþegar og sex manna áhöfn fórust öll í slysinu. Forstjóri GermanWings greindi frá því í morgun að stafest væri að 72 Þjóðverjar og 35 Spánverjar hefðu farist með flugvél félagsins í gær. En að auki voru einn til þrír farþegar frá eftirtölum löndum: Bretlandi, Hollandi, Kólombíu, Mexikó, Japan, Danmörku, Belgíu, Ísrael, Ástralíu, Argentínu, Íran, Venezuela og Bandaríkjunum. Thomas Winkelmann forstjóri GermanWings sagði stjórnendur félagsins þakkláta þeim fjölda flugfélaga sem boðist hefðu til að fljúga farþegum félagsins eftir að stór hópur starfsfólks í áhöfnum GermanWings hefði ekki treyst sér af tilfinningaástæðum til að fljúga fyrir félagið í gær og í dag. „Æðstu stjórnendur félagsins hafa fullkinn skilning á þessu vegna þess að við erum í raun ein fjölskylda hjá fyrirtækinu. Allir þekkja alla hjá Germanwings. Þetta hefur því verið gífurlega mikið áfall fyrir alla okkar flugliða og flugmenn,“ segir Winkelmann. Á meðal þeirra sem fórust voru 16 ungmenni og tveir kennarar frá skóla í bænum Haltern am See, 37 þúsund manna bæ í norðvesturhluta Þýsklands. Ulirich Wessel skólastjóri var gráti næst þegar hann sagði frá því að fólk hafi haldið í vonina framan af. Kannski hafi verið fleiri en eitt flug á vegum Germanwings frá Barselóna þennan dag? En sú von hafi fljótlega dáið út og harmleikurinn legið ljós fyrir. „Héðan í frá verður ekkert með sama hætti í skólanum okkar. Hugur okkar er hjá foreldrum sem misst hafa sína elskulegu syni og dætur, hjá afa og ömmu sem hafa misst barnabörnin sín og hjá öllum ættingjum barnanna og kennaranna,“ segir Wessel. Annar flugrita flugvélarinnar, sá sem inniheldur hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum, er fundinn en ritinn sem afritar stöðu og breytingar á öllum mælitækjum hennar hefur enn ekki fundist. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Mjög erfitt verður að bera kennsl á þá sem fórust með Airbus flugvélinni sem hrapaði í frönsku Ölpunum í gær þar sem flugvélin splundraðist algerlega þegar hún skall í fjallshlíðinni. Mikil sorg ríkir í Þýskalandi og Frakklandi þaðan sem flestir þeirra sem fórust voru frá. Airbus A320 flugvélin sem var á leið frá Barcelona á Spáni til Dusseldorf í Þýskalandi í gærmorgun, lækkaði flugið af óútskýrðum ástæðum eftir að hún náði 38 þúsund feta farflugshæð og missti flugumferðarstjórn samband við hana í 6.800 fetum. Merkel kanslari Þýskalands, Hollande Frakklandsforseti og Rajoy forsætisráðherra Spánar heimsóttu aðgerðarstjórn vegna slyssins í suðurhluta Frakklands í dag en áður höfðu Merkel og Hollande verið flogið með þyrlu yfir slysstaðinn. Mjög erfitt er að komast að slysstaðnum í um 2.000 metra hæð í frönsku Ölpunum og aðkoman er hryllileg, eins og Jean Louis Bietrix leiðsögumaður sem fylgdi björgunarsveitum á vettvang varð vitni að. „Það sem kom mest á óvart var að sjá hvernig flugvélin var orðin að engu. Hún er algerlega í molum, við gátum ekki borið kennsl á nokkurn einasta hlut. Maður fyllist algeru vonleysi þegar maður hugsar til fólksins sem var um borð. Þetta er mjög sorglegt,“ sagði Bietrix við fréttamenn. Hundrað fjörtíu og fjórir farþegar og sex manna áhöfn fórust öll í slysinu. Forstjóri GermanWings greindi frá því í morgun að stafest væri að 72 Þjóðverjar og 35 Spánverjar hefðu farist með flugvél félagsins í gær. En að auki voru einn til þrír farþegar frá eftirtölum löndum: Bretlandi, Hollandi, Kólombíu, Mexikó, Japan, Danmörku, Belgíu, Ísrael, Ástralíu, Argentínu, Íran, Venezuela og Bandaríkjunum. Thomas Winkelmann forstjóri GermanWings sagði stjórnendur félagsins þakkláta þeim fjölda flugfélaga sem boðist hefðu til að fljúga farþegum félagsins eftir að stór hópur starfsfólks í áhöfnum GermanWings hefði ekki treyst sér af tilfinningaástæðum til að fljúga fyrir félagið í gær og í dag. „Æðstu stjórnendur félagsins hafa fullkinn skilning á þessu vegna þess að við erum í raun ein fjölskylda hjá fyrirtækinu. Allir þekkja alla hjá Germanwings. Þetta hefur því verið gífurlega mikið áfall fyrir alla okkar flugliða og flugmenn,“ segir Winkelmann. Á meðal þeirra sem fórust voru 16 ungmenni og tveir kennarar frá skóla í bænum Haltern am See, 37 þúsund manna bæ í norðvesturhluta Þýsklands. Ulirich Wessel skólastjóri var gráti næst þegar hann sagði frá því að fólk hafi haldið í vonina framan af. Kannski hafi verið fleiri en eitt flug á vegum Germanwings frá Barselóna þennan dag? En sú von hafi fljótlega dáið út og harmleikurinn legið ljós fyrir. „Héðan í frá verður ekkert með sama hætti í skólanum okkar. Hugur okkar er hjá foreldrum sem misst hafa sína elskulegu syni og dætur, hjá afa og ömmu sem hafa misst barnabörnin sín og hjá öllum ættingjum barnanna og kennaranna,“ segir Wessel. Annar flugrita flugvélarinnar, sá sem inniheldur hljóðupptökur úr flugstjórnarklefanum, er fundinn en ritinn sem afritar stöðu og breytingar á öllum mælitækjum hennar hefur enn ekki fundist.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Innlent Fleiri fréttir Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent