Í beinni: Aðgerðir í frönsku Ölpunum halda áfram Atli Ísleifsson skrifar 25. mars 2015 10:11 144 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð. Allir eru taldir af. Vísir/AFP Leitaraðgerðir héldu áfram í frönsku Ölpunum í morgun þar sem vél þýska lággjaldaflugfélagsins Germanwings hrapaði í gær. 150 manns fórust í slysinu. Vísir greindi frá framvindu mála í dag.Vél Germanwings var á leið frá Barcelona til Düsseldorf.Vélin var af gerðinni Airbus A320 og með flugnúmer 4U 9525.144 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð. Allir eru taldir af.Brak vélarinnar fannst milli bæjanna Dinde-les-Bains og Barcelonnette.Að minnsta kosti 72 hinna látnu voru Þjóðverjar og 49 Spánverjar.Einungis er mögulegt að komast á slysstaðinn með þyrlu eða fótgangandi. Að neðan má sjá beina útsendingu bresku sjónvarpsstöðvarinnar Sky News.16:34: Orðrómur um að liþíum hafi verið um borð Jouty neitar enn að tjá sig um þær raddir sem heyrast á hljóðupptökunum. Hann segir vélin hafa lækkað flugið um 3.500 fet á mínútu áður en hún skall á fjallið. Fréttamaður spyr Jouty um orðróm um að eitthvert magn liþíum hafi verið um borð í vélinni. Jouty segir að leitað sé svara við slíkum spurningum við rannsókn málsins.16:23: Hafa sótt hljóðupptöku úr flugstjórnarklefanumRannsóknarteymi franskra flugmálayfirvalda (BEA) hefur tekist að sækja hljóðupptöku úr flugrita vélarinnar þar sem hlýða má á samskiptin inni í flugstjórnarklefanum. Flugritinn var mikið skemmdur. Remi Jouty, forstjóri BEA, segir að nokkrum mínútum eftir hefðbundin skilaboð voru send milli flugmanna vélarinnar og flugstjórnar þar sem flugmenn staðfestu hnit sín þá hafi flugstjórn tekið eftir að vélin missti hæð. Engar skýringar eru sem stendur á því hví vélin hafi farið niður. Flugritinn barst rannsóknarnefndinni klukkan fimm að staðartíma, síðdegis í gær. „Okkur tókst að sækja upptökurnar, en enn sem komið er er of snemmt að draga einhverjar ályktanir um hvað hafi gerst.“ Jouty staðfesti að teymið hafi heyrt raddir á upptökunni, en vildi ekki greina frekar frá málinu. Hann sagðist vona að ljóst verði um megindrætti á næstu dögum, en að nokkrar vikur eða jafnvel mánuði muni taka að fá fullan botn í málið.16:05: Fréttamannafundur Hollande, Merkel og Rajoy Fréttamannafundur Francois Hollande Frakklandsforseta, Angelu Merkel Þýskalandskanslari og Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í Seyne-les-Alpes er hafinn. Hollande segir að um skelfilegan harmleik sé að ræða og að reynt sé bera kennsl á lík þannig að hægt sé að koma þeim til aðstandenda. Aðstandendum verður boðið upp á áfallahjálp. Hollande staðfestir jafnframt að búið sé að finna „skelina“ af öðrum flugritanum. Hann sé þó mikið skemmdur og minniskort vantar. Merkel þakkaði Hollande og sagði allt verði gert til að taka vel á móti aðstandendum fórnarlamba, kjósi þeir að sækja slysstaðinn heim. Hún segir að allt verði gert til að skilja hvað hafi raunverulega gerst, jafnvel þó sú rannsókn komi til með að taka langan tíma. Hún þakkaði Frökkum og sér í lagi íbúa nærri slysstaðnum fyrir vilja þeirra til að aðstoða við störf nærri slysstaðnum. Hollande og Merkel ræddu bæði um þær erfiðu aðstæður sem unnið sé við í fjalllendinu. Rajoy sagði mikilvægt að rannsaka slysið til hlítar og nauðsynlegt að bera kennsl á lík fórnarlambanna þannig að koma megi þeim heim. Leiðtogarnir þrír stóðu fyrir framan þjóðfána sína og Evrópusambandsfánanum á fundinum, sem lauk með faðmlögum og kossum. Guardian lýsir fundinum sem viðburði til að sýna fram á evrópska samstöðu og einingu á erfiðum tíma..French President Francois Hollande: "Everything will be done to return the victims to their families" #Germanwings http://t.co/wu4hbsEgPB— Sky News (@SkyNews) March 25, 2015 15:41: Mynd af seinni flugritanumBúið er að birta mynd flugritanum sem fannst um miðjan dag í dag. Hann er mikið skemmdur auk þess að minniskortið vantar.Was wir über den Absturz des #Germanwings-Fluges #4U9525 wissen: http://t.co/oadRQ9irxM (bm)— ZEIT ONLINE (@zeitonline) March 25, 2015 15:27: Kort af fjalllendinu Bandaríska blaðið New York Times hefur birt greinargóða mynd af fjalllendinu þar sem slysið varð.Where the Germanwings plane crashed http://t.co/gDekDEO8Mq pic.twitter.com/Tli6ETSg2C— The New York Times (@nytimes) March 25, 2015 15:06:Íranskir blaðamenn fórust í slysinu Íranska utanríkisráðuneytið segir að tveir íranskir blaðamenn hafi farist í slysinu. IRNA greinir frá þessu.15:02: Blaðamannafundi seinkar Einhver seinkun er á fyrirhuguðum blaðamannafundi franska flugmálayfirvalda. Fundurinn átti að hefjast klukkan 15. Til stóð að greina frá frumniðurstöðum rannsóknar á flugritum vélarinnar.14:55: Aðstandendur komnir til Digne-les-BainsFranska blaðið Le Figaro greinir frá því að fyrstu ættingjar og aðstandendur fórnarlambanna séu nú komnir til bæjarins Digne-les-Bains sem er nærri slysstaðnum.14:37: Birta mynd af Hollande og Merkel á flugiFranska forsetahöllin hefur birt mynd af Francois Hollande Frakklandsforeta og Angelu Merkel Þýskalandskanslara á flugi yfir slysstaðinn í frönsku Ölpunum.Le président @fhollande et la chancelière Angela Merkel sont arrivés à Seyne-les-Alpes où sont basés les secours pic.twitter.com/algHuJm9DS— Élysée (@Elysee) March 25, 2015 14:28: Hinn flugritinn fundinn en er ónýturAirlive.net greinir frá því á Twitter að hinn flugriti vélarinnar hafi fundist á slysstaðnum. Miklar skemmdir hafa þó orðið á flugritanum og minniskort með upplýsingum er ekki til staðar. Þessar upplýsingar hafa þó ekki fengist staðfestar.BREAKING #Germanwings #4U9525 Second black box found, but severely damaged; memory chip dislodged and missing. pic.twitter.com/FOnC8XRZ9U— AirLive.net (@airlivenet) March 25, 2015 14:13: Haltern am See: Fjórtán stúlkur, tveir piltar og tveir spænskukennarar fórustSérstök minningarstund var haldin í Joseph König skólanum í Haltern am See í morgun. Sextán nemendur skólans fórust í slysinu – fjórtán stúlkur og tveir piltar – auk tveggja ungra spænskukennara. Fréttamaður Verdens Gang segir annan kennarann nýlega hafa gift sig og hin hafi fyrirhugað að gifta sig á þessu ári. Nemendurnir voru sextán af fjörutíu nemendum skólans sem höfðu farið í námsferð til Spánar. Enn á eftir að gefa upp nöfn hinna látnu.14:06: Skilaboð frá forstjóra LufthansaÞýska flugfélagið Lufthansa hefur birt myndband með skilaboðum frá Carsten Spohr, forstjóra félagsins. Germanwings er dótturfélag Lufthansa.A video message from our CEO Carsten Spohr. #indeepsorrow http://t.co/ueQiAUVrnz— Lufthansa (@lufthansa) March 25, 2015 14:01: Þögn í flugstjórnarklefanumÞögn var í flugstjórnarklefanum á meðan flugvélin stefndi á fjallið. Þetta hefur YLE eftir Pekka Henttu, forstjóra finnskra flugmálayfirvalda, en hann segir að þetta sé meðal niðurstaðna frumrannsóknar á öðrum flugrita vélarinnar. Því sé mögulegt að flugmennirnir hafi ekki verið með meðvitund þegar vélin hrapaði. Spænskir fjölmiðlar hafa eftir ónafngreindum heimildarmönnum að rannsakendur telji slysið „undarlegt“ og „mjög skrýtið“.13:50:Erfitt að bera kennsl á líkinFranski slökkviliðsstjórinn Frederic Petitjean segir í samtali við AFP að erfitt verði að bera kennsl á lík fórnarlambanna.Alps crash: "Identifying the bodies will be complicated" http://t.co/oChChdS1BB— Agence France-Presse (@AFP) March 25, 2015 13:37: Ekki í kapphlaupi við tímannPierre-Henry Brandet, innanríkisráðherra Frakklands, segir að þeir sem rannsaki flugslysið séu „ekki í kapphlaupi við tímann“. Að sögn AFP segir Brandet nauðsynlegt að vinna skipulega og kerfisbundið að rannsókninni.13:32: Merkel, Hollande og Rajoy í Seyne-les-Alpes Francois Hollande Frakklandsforseti, Angela Merkel Þýskalandskanslari og Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, eru mætt til Seyne-les-Alpes. Þau ræða nú við björgunarlið.Leaders of France, Germany & Spain visiting area of #Germanwings crash http://t.co/eL29Mzksjs pic.twitter.com/IvzM4p5pRj— BBC Breaking News (@BBCBreaking) March 25, 2015 12:52: Þriggja daga þjóðarsorg á Spáni Spænsk stjórnvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna slyssins. Að minnsta kosti 49 Spánverjar fórust í slysinu.12:48:Pössuðu slysstaðinn í nóttFimm lögreglumenn voru á slysstaðnum í nótt, að sögn til að koma í veg fyrir að almennir borgarar, fréttamenn og úlfar myndu koma á staðinn.12:38: Birta mynd af flugritanumYfirvöld í Frakklandi hafa birt mynd af flugritanum sem fundist hefur. Hann er nokkuð skemmdur en standa vonir til að hægt sé að afla einhverra gagna úr honum. Enn á eftir að finna hinn flugrita vélarinnar.In Frankrijk zijn foto's vrijgegeven van één van de zwarte dozen van vlucht #4U9525. http://t.co/ql7SQzQjuN pic.twitter.com/mUtqfFOITr— VTM NIEUWS (@VTMNIEUWS) March 25, 2015 12:36:Fórnarlömbin alls staðar að úr heiminumThomas Winkelmann, forstjóri Germanwings, segir að fórnarlömbin sem fórust hafi komið alls staðar að úr heiminum. Meirihluti farþeganna voru Þjóðverjar og Spánverjar, en ríkisborgarar frá Bretlandi, Ástralíu, Argentínu, Íran, Venesúela, Mexíkó, Japan, Ísrael, Tyrklandi, Kasakstan, Danmörku, Hollandi, Bandaríkjunum og Belgíu voru einnig um borð. Enn liggur þó ekki fyrir um þjóðerni allra farþega. Winkelmann segir félaginum hafi enn ekki tekist að hafa samband við aðstandendur 27 farþeganna. 12:28:49 Spánverjar um borðFrancisco Martinez, innanríkisráðherra Spánar, hefur greint frá því að yfirvöld hafa staðfest að 49 Spánverjar hið minnsta hafi verið um borð í vélinni.11:45: Greina frá upplýsingum úr flugrita klukkan 15Fréttamannafundur verður haldinn klukkan 15 þar sem greint verður frá fyrstu rannsókn á öðrum flugrita vélarinnar. Talsmaður franskra yfirvalda greinir frá þessu í samtali við RTL. Flugritinn var fluttur til Parísar þar sem hann er til rannsóknar. Hinn flugritinn er enn ófundinn.11:38: „Í gær vorum við mörg. Í dag erum við ein“Skilti með þessum skilaboðum stendur nú fyrir utan Joseph König skólann í þýska bænum Haltern am See. Kveikt hefur verið á fjölda kerta fyrir utan skólann, en sextán nemendur hans og tveir kennarar voru í vélinni. Þau voru á leið heim frá Spáni eftir að hafa dvalið þar í nokkrar vikur.#4U9525 #Germanwings "Gestern waren wir viele heute sind wir allein" - der Tag der Trauer in Haltern! pic.twitter.com/rEqekFL3fo— Frank Schneider (@chefreporterNRW) March 25, 2015 11:24: Leikmenn Bayern München minnast fórnarlambanna Leikmenn þýska knattspyrnuliðsins Bayern München minntust fórnarlambanna með mínútu þögn fyrir æfingu í morgun.A minute's silence before training - FC Bayern München pay tribute to the victims of flight #4U9525. pic.twitter.com/DE3jLiMD4J— FC Bayern English (@FCBayernEN) March 25, 2015 11:20:Minnast látinna óperusöngvaraEinnar mínútu þögn verður í opinberum byggingum á Spáni í dag, auk þess að flaggað er í hálfa stöng. Þingfundur féll niður af virðingu við þá látnu. Tveggja mínútna þögn verður í óperuhúsinu Liceu í Barcelona til að minnast tveggja óperusöngvara sem fórust í slysinu. Þau Oleg Bryjak and Maria Radner höfðu komið fram í óperunni um síðustu helgi.11:15:Rannsókn mun taka fleiri vikurFranskur saksóknari í Marseille segir að rannsókn slyssins muni taka margar vikur. Brice Robin segir það forgangsatriði að bera kennsl á líkin. „Það mun ekki taka fimm mínútur. Þetta mun taka fleiri vikur.“ Aðspurður um hvað hann telji að hafi valdið slysinu segir hann ekkert liggja fyrir að svo stöddu. Hann segir möguleiki á að greint verði frá upplýsingum sem nást úr öðrum flugrita vélarinnar síðdegis í dag. Flugritinn er nokkuð skemmdur. Enn á eftir að finna hinn flugritann.11:06:Þjóðerni hinna látnuAFP greinir frá því að auk Þjóðverja og Spánverja sé talið að farþegar hafi verið frá Kólumbíu, Argentínu, Ástralíu, Japan, Belgíu, Danmörku, Mexíkó og Bretlandi.11:03:Viðgerð á hluta lendingarbúnaðarinsTalsmaður Germanwings segir að fyrir slysið hafi verið unnið að viðgerð á hluta lendingarbúnaðar vélarinnar. Það hafi þó ekki snúið að öryggi vélarinnar, heldur frekar að því að draga úr hávaða sem barst. Vélin hafði staðist skoðun sólarhring fyrir flugtak. Flugstjórinn hafði starfað fyrir Germanwings og móðurfélag þess, Lufthansa, í rúm tíu ár. Hann átti rúma sex þúsund flugtíma að baki.10:58:Bjóða fjölskyldum til Frakklands Germanwings hefur boðið að fljúga fjölskyldum nemendanna frá Haltern am See sem fórust til Frakklands. BBC segir að enn sem komið er hafi enginn þegið boðið.10:54:Flugnúmerið tekið úr umferð BBC greinir frá því að ákvörðun hafi verið tekin um að flugnúmer Germanwings, 4U 9525, verði ekki notað framar. Malasíska flugfélagið Malaysia Airlines gerði slíkt hið sama eftir að MH17 var skotin niður á flugi yfir Úkraínu í júlí síðastliðinn.10:47:Flugmenn syrgja látna félagaStarfsmenn Germanwings hafa komið fyrir blómum og kveikt á kertum við höfuðstöðvar félagsins í Köln til að minnast félaga sinna sem fórust í gær. Sex starfsmenn Germanwings voru í 4U9525-vélinni. Sjö flugum Germanwings var aflýst í dag þar sem starfsmenn óskuðu þess að fljúga ekki daginn eftir harmleikinn. Önnur þýsk flugfélög hafa boðið fram starfsfólk til að tryggja að flug verði á áætlun.10:41:Þrír Bretar um borðPhilip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands, segir að þrír Bretar hið minnsta hafi verið á meðal hinna látnu. Einnig hefur fengist staðfest að fórnarlömb hafi komið frá Þýskalandi, Spáni, Tyrklandi, Kasakstan, Ísrael, Danmörku og Belgíu.10:32:Skólastjórinn í áfalli Ulrich Wessel, skólastjóri Josef-König School í þýska bænum Haltern am See, ræddi við blaðamenn í morgun. Wessel var augljóslega mikið brugðið, en sextán nemendur skólans og tveir kennarar fórust í slysinu. „Við samhryggjumst öllum þeim foreldrum sem hafa misst ástkæra syni sína og dætur. [...] Þetta er harmleikur sem gerir mann orðlausan.“ Hann sagðist vera þakklátur fyrir öll þau samúðarskeyti sem hafi borist víðs vegar að. Wessel sagði að það hefðu verið tvær Germanwings vélar sem tóku á loft frá Barcelona á svipuðum tíma í gær. Það hafi um tíma gefið fólki von um að nemendurnir hefðu ekki verið í vélinni sem fórst. Síðar um daginn hafi hins vegar fengist staðfest að þeir hafi í raun verið um borð.10:26:Erfiðar aðstæðurPaul-Henry Brandet, talsmaður franska innanríkisráðuneytisins, segir að rignt hafi og snjóað yfir slysstaðnum í nótt. Því sé mjög sleipt í gilinu þar sem brak vélarinnar er að finna. Leiðin að slysstaðnum er mjög erfið yfirferðar en um 40 mínútur tekur fyrir fótgangandi að komast þangað frá næsta vegi.10:18: Annars flugritans enn leitað Búið er að finna annan flugrita vélarinnar, en talsmaður franska innanríkisráðuneytisins segir að hljóðupptaka úr flugstjórnarklefanum hafi eitthvað skemmst. Þó væri hægt að sækja einhverjar upplýsingar úr flugritanum. Áhersla verður í dag lögð á að finna hinn flugrita vélarinnar. Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Enginn komst lífs af Björgunarmenn hafa verið kallaðir af vettvangi. 24. mars 2015 21:09 Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50 Starfsmenn neita að fljúga Starfsemi Germanwings hefur lamast eftir slysið. 24. mars 2015 23:36 Airbus-þota Germanwings hrapaði í frönsku Ölpunum 150 manns voru um borð í vélinni og eru allir taldir af. Vélin var á leið frá Barcelona til Düsseldorf. 24. mars 2015 10:52 Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Leitaraðgerðir héldu áfram í frönsku Ölpunum í morgun þar sem vél þýska lággjaldaflugfélagsins Germanwings hrapaði í gær. 150 manns fórust í slysinu. Vísir greindi frá framvindu mála í dag.Vél Germanwings var á leið frá Barcelona til Düsseldorf.Vélin var af gerðinni Airbus A320 og með flugnúmer 4U 9525.144 farþegar og sex áhafnarmeðlimir voru um borð. Allir eru taldir af.Brak vélarinnar fannst milli bæjanna Dinde-les-Bains og Barcelonnette.Að minnsta kosti 72 hinna látnu voru Þjóðverjar og 49 Spánverjar.Einungis er mögulegt að komast á slysstaðinn með þyrlu eða fótgangandi. Að neðan má sjá beina útsendingu bresku sjónvarpsstöðvarinnar Sky News.16:34: Orðrómur um að liþíum hafi verið um borð Jouty neitar enn að tjá sig um þær raddir sem heyrast á hljóðupptökunum. Hann segir vélin hafa lækkað flugið um 3.500 fet á mínútu áður en hún skall á fjallið. Fréttamaður spyr Jouty um orðróm um að eitthvert magn liþíum hafi verið um borð í vélinni. Jouty segir að leitað sé svara við slíkum spurningum við rannsókn málsins.16:23: Hafa sótt hljóðupptöku úr flugstjórnarklefanumRannsóknarteymi franskra flugmálayfirvalda (BEA) hefur tekist að sækja hljóðupptöku úr flugrita vélarinnar þar sem hlýða má á samskiptin inni í flugstjórnarklefanum. Flugritinn var mikið skemmdur. Remi Jouty, forstjóri BEA, segir að nokkrum mínútum eftir hefðbundin skilaboð voru send milli flugmanna vélarinnar og flugstjórnar þar sem flugmenn staðfestu hnit sín þá hafi flugstjórn tekið eftir að vélin missti hæð. Engar skýringar eru sem stendur á því hví vélin hafi farið niður. Flugritinn barst rannsóknarnefndinni klukkan fimm að staðartíma, síðdegis í gær. „Okkur tókst að sækja upptökurnar, en enn sem komið er er of snemmt að draga einhverjar ályktanir um hvað hafi gerst.“ Jouty staðfesti að teymið hafi heyrt raddir á upptökunni, en vildi ekki greina frekar frá málinu. Hann sagðist vona að ljóst verði um megindrætti á næstu dögum, en að nokkrar vikur eða jafnvel mánuði muni taka að fá fullan botn í málið.16:05: Fréttamannafundur Hollande, Merkel og Rajoy Fréttamannafundur Francois Hollande Frakklandsforseta, Angelu Merkel Þýskalandskanslari og Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í Seyne-les-Alpes er hafinn. Hollande segir að um skelfilegan harmleik sé að ræða og að reynt sé bera kennsl á lík þannig að hægt sé að koma þeim til aðstandenda. Aðstandendum verður boðið upp á áfallahjálp. Hollande staðfestir jafnframt að búið sé að finna „skelina“ af öðrum flugritanum. Hann sé þó mikið skemmdur og minniskort vantar. Merkel þakkaði Hollande og sagði allt verði gert til að taka vel á móti aðstandendum fórnarlamba, kjósi þeir að sækja slysstaðinn heim. Hún segir að allt verði gert til að skilja hvað hafi raunverulega gerst, jafnvel þó sú rannsókn komi til með að taka langan tíma. Hún þakkaði Frökkum og sér í lagi íbúa nærri slysstaðnum fyrir vilja þeirra til að aðstoða við störf nærri slysstaðnum. Hollande og Merkel ræddu bæði um þær erfiðu aðstæður sem unnið sé við í fjalllendinu. Rajoy sagði mikilvægt að rannsaka slysið til hlítar og nauðsynlegt að bera kennsl á lík fórnarlambanna þannig að koma megi þeim heim. Leiðtogarnir þrír stóðu fyrir framan þjóðfána sína og Evrópusambandsfánanum á fundinum, sem lauk með faðmlögum og kossum. Guardian lýsir fundinum sem viðburði til að sýna fram á evrópska samstöðu og einingu á erfiðum tíma..French President Francois Hollande: "Everything will be done to return the victims to their families" #Germanwings http://t.co/wu4hbsEgPB— Sky News (@SkyNews) March 25, 2015 15:41: Mynd af seinni flugritanumBúið er að birta mynd flugritanum sem fannst um miðjan dag í dag. Hann er mikið skemmdur auk þess að minniskortið vantar.Was wir über den Absturz des #Germanwings-Fluges #4U9525 wissen: http://t.co/oadRQ9irxM (bm)— ZEIT ONLINE (@zeitonline) March 25, 2015 15:27: Kort af fjalllendinu Bandaríska blaðið New York Times hefur birt greinargóða mynd af fjalllendinu þar sem slysið varð.Where the Germanwings plane crashed http://t.co/gDekDEO8Mq pic.twitter.com/Tli6ETSg2C— The New York Times (@nytimes) March 25, 2015 15:06:Íranskir blaðamenn fórust í slysinu Íranska utanríkisráðuneytið segir að tveir íranskir blaðamenn hafi farist í slysinu. IRNA greinir frá þessu.15:02: Blaðamannafundi seinkar Einhver seinkun er á fyrirhuguðum blaðamannafundi franska flugmálayfirvalda. Fundurinn átti að hefjast klukkan 15. Til stóð að greina frá frumniðurstöðum rannsóknar á flugritum vélarinnar.14:55: Aðstandendur komnir til Digne-les-BainsFranska blaðið Le Figaro greinir frá því að fyrstu ættingjar og aðstandendur fórnarlambanna séu nú komnir til bæjarins Digne-les-Bains sem er nærri slysstaðnum.14:37: Birta mynd af Hollande og Merkel á flugiFranska forsetahöllin hefur birt mynd af Francois Hollande Frakklandsforeta og Angelu Merkel Þýskalandskanslara á flugi yfir slysstaðinn í frönsku Ölpunum.Le président @fhollande et la chancelière Angela Merkel sont arrivés à Seyne-les-Alpes où sont basés les secours pic.twitter.com/algHuJm9DS— Élysée (@Elysee) March 25, 2015 14:28: Hinn flugritinn fundinn en er ónýturAirlive.net greinir frá því á Twitter að hinn flugriti vélarinnar hafi fundist á slysstaðnum. Miklar skemmdir hafa þó orðið á flugritanum og minniskort með upplýsingum er ekki til staðar. Þessar upplýsingar hafa þó ekki fengist staðfestar.BREAKING #Germanwings #4U9525 Second black box found, but severely damaged; memory chip dislodged and missing. pic.twitter.com/FOnC8XRZ9U— AirLive.net (@airlivenet) March 25, 2015 14:13: Haltern am See: Fjórtán stúlkur, tveir piltar og tveir spænskukennarar fórustSérstök minningarstund var haldin í Joseph König skólanum í Haltern am See í morgun. Sextán nemendur skólans fórust í slysinu – fjórtán stúlkur og tveir piltar – auk tveggja ungra spænskukennara. Fréttamaður Verdens Gang segir annan kennarann nýlega hafa gift sig og hin hafi fyrirhugað að gifta sig á þessu ári. Nemendurnir voru sextán af fjörutíu nemendum skólans sem höfðu farið í námsferð til Spánar. Enn á eftir að gefa upp nöfn hinna látnu.14:06: Skilaboð frá forstjóra LufthansaÞýska flugfélagið Lufthansa hefur birt myndband með skilaboðum frá Carsten Spohr, forstjóra félagsins. Germanwings er dótturfélag Lufthansa.A video message from our CEO Carsten Spohr. #indeepsorrow http://t.co/ueQiAUVrnz— Lufthansa (@lufthansa) March 25, 2015 14:01: Þögn í flugstjórnarklefanumÞögn var í flugstjórnarklefanum á meðan flugvélin stefndi á fjallið. Þetta hefur YLE eftir Pekka Henttu, forstjóra finnskra flugmálayfirvalda, en hann segir að þetta sé meðal niðurstaðna frumrannsóknar á öðrum flugrita vélarinnar. Því sé mögulegt að flugmennirnir hafi ekki verið með meðvitund þegar vélin hrapaði. Spænskir fjölmiðlar hafa eftir ónafngreindum heimildarmönnum að rannsakendur telji slysið „undarlegt“ og „mjög skrýtið“.13:50:Erfitt að bera kennsl á líkinFranski slökkviliðsstjórinn Frederic Petitjean segir í samtali við AFP að erfitt verði að bera kennsl á lík fórnarlambanna.Alps crash: "Identifying the bodies will be complicated" http://t.co/oChChdS1BB— Agence France-Presse (@AFP) March 25, 2015 13:37: Ekki í kapphlaupi við tímannPierre-Henry Brandet, innanríkisráðherra Frakklands, segir að þeir sem rannsaki flugslysið séu „ekki í kapphlaupi við tímann“. Að sögn AFP segir Brandet nauðsynlegt að vinna skipulega og kerfisbundið að rannsókninni.13:32: Merkel, Hollande og Rajoy í Seyne-les-Alpes Francois Hollande Frakklandsforseti, Angela Merkel Þýskalandskanslari og Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, eru mætt til Seyne-les-Alpes. Þau ræða nú við björgunarlið.Leaders of France, Germany & Spain visiting area of #Germanwings crash http://t.co/eL29Mzksjs pic.twitter.com/IvzM4p5pRj— BBC Breaking News (@BBCBreaking) March 25, 2015 12:52: Þriggja daga þjóðarsorg á Spáni Spænsk stjórnvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna slyssins. Að minnsta kosti 49 Spánverjar fórust í slysinu.12:48:Pössuðu slysstaðinn í nóttFimm lögreglumenn voru á slysstaðnum í nótt, að sögn til að koma í veg fyrir að almennir borgarar, fréttamenn og úlfar myndu koma á staðinn.12:38: Birta mynd af flugritanumYfirvöld í Frakklandi hafa birt mynd af flugritanum sem fundist hefur. Hann er nokkuð skemmdur en standa vonir til að hægt sé að afla einhverra gagna úr honum. Enn á eftir að finna hinn flugrita vélarinnar.In Frankrijk zijn foto's vrijgegeven van één van de zwarte dozen van vlucht #4U9525. http://t.co/ql7SQzQjuN pic.twitter.com/mUtqfFOITr— VTM NIEUWS (@VTMNIEUWS) March 25, 2015 12:36:Fórnarlömbin alls staðar að úr heiminumThomas Winkelmann, forstjóri Germanwings, segir að fórnarlömbin sem fórust hafi komið alls staðar að úr heiminum. Meirihluti farþeganna voru Þjóðverjar og Spánverjar, en ríkisborgarar frá Bretlandi, Ástralíu, Argentínu, Íran, Venesúela, Mexíkó, Japan, Ísrael, Tyrklandi, Kasakstan, Danmörku, Hollandi, Bandaríkjunum og Belgíu voru einnig um borð. Enn liggur þó ekki fyrir um þjóðerni allra farþega. Winkelmann segir félaginum hafi enn ekki tekist að hafa samband við aðstandendur 27 farþeganna. 12:28:49 Spánverjar um borðFrancisco Martinez, innanríkisráðherra Spánar, hefur greint frá því að yfirvöld hafa staðfest að 49 Spánverjar hið minnsta hafi verið um borð í vélinni.11:45: Greina frá upplýsingum úr flugrita klukkan 15Fréttamannafundur verður haldinn klukkan 15 þar sem greint verður frá fyrstu rannsókn á öðrum flugrita vélarinnar. Talsmaður franskra yfirvalda greinir frá þessu í samtali við RTL. Flugritinn var fluttur til Parísar þar sem hann er til rannsóknar. Hinn flugritinn er enn ófundinn.11:38: „Í gær vorum við mörg. Í dag erum við ein“Skilti með þessum skilaboðum stendur nú fyrir utan Joseph König skólann í þýska bænum Haltern am See. Kveikt hefur verið á fjölda kerta fyrir utan skólann, en sextán nemendur hans og tveir kennarar voru í vélinni. Þau voru á leið heim frá Spáni eftir að hafa dvalið þar í nokkrar vikur.#4U9525 #Germanwings "Gestern waren wir viele heute sind wir allein" - der Tag der Trauer in Haltern! pic.twitter.com/rEqekFL3fo— Frank Schneider (@chefreporterNRW) March 25, 2015 11:24: Leikmenn Bayern München minnast fórnarlambanna Leikmenn þýska knattspyrnuliðsins Bayern München minntust fórnarlambanna með mínútu þögn fyrir æfingu í morgun.A minute's silence before training - FC Bayern München pay tribute to the victims of flight #4U9525. pic.twitter.com/DE3jLiMD4J— FC Bayern English (@FCBayernEN) March 25, 2015 11:20:Minnast látinna óperusöngvaraEinnar mínútu þögn verður í opinberum byggingum á Spáni í dag, auk þess að flaggað er í hálfa stöng. Þingfundur féll niður af virðingu við þá látnu. Tveggja mínútna þögn verður í óperuhúsinu Liceu í Barcelona til að minnast tveggja óperusöngvara sem fórust í slysinu. Þau Oleg Bryjak and Maria Radner höfðu komið fram í óperunni um síðustu helgi.11:15:Rannsókn mun taka fleiri vikurFranskur saksóknari í Marseille segir að rannsókn slyssins muni taka margar vikur. Brice Robin segir það forgangsatriði að bera kennsl á líkin. „Það mun ekki taka fimm mínútur. Þetta mun taka fleiri vikur.“ Aðspurður um hvað hann telji að hafi valdið slysinu segir hann ekkert liggja fyrir að svo stöddu. Hann segir möguleiki á að greint verði frá upplýsingum sem nást úr öðrum flugrita vélarinnar síðdegis í dag. Flugritinn er nokkuð skemmdur. Enn á eftir að finna hinn flugritann.11:06:Þjóðerni hinna látnuAFP greinir frá því að auk Þjóðverja og Spánverja sé talið að farþegar hafi verið frá Kólumbíu, Argentínu, Ástralíu, Japan, Belgíu, Danmörku, Mexíkó og Bretlandi.11:03:Viðgerð á hluta lendingarbúnaðarinsTalsmaður Germanwings segir að fyrir slysið hafi verið unnið að viðgerð á hluta lendingarbúnaðar vélarinnar. Það hafi þó ekki snúið að öryggi vélarinnar, heldur frekar að því að draga úr hávaða sem barst. Vélin hafði staðist skoðun sólarhring fyrir flugtak. Flugstjórinn hafði starfað fyrir Germanwings og móðurfélag þess, Lufthansa, í rúm tíu ár. Hann átti rúma sex þúsund flugtíma að baki.10:58:Bjóða fjölskyldum til Frakklands Germanwings hefur boðið að fljúga fjölskyldum nemendanna frá Haltern am See sem fórust til Frakklands. BBC segir að enn sem komið er hafi enginn þegið boðið.10:54:Flugnúmerið tekið úr umferð BBC greinir frá því að ákvörðun hafi verið tekin um að flugnúmer Germanwings, 4U 9525, verði ekki notað framar. Malasíska flugfélagið Malaysia Airlines gerði slíkt hið sama eftir að MH17 var skotin niður á flugi yfir Úkraínu í júlí síðastliðinn.10:47:Flugmenn syrgja látna félagaStarfsmenn Germanwings hafa komið fyrir blómum og kveikt á kertum við höfuðstöðvar félagsins í Köln til að minnast félaga sinna sem fórust í gær. Sex starfsmenn Germanwings voru í 4U9525-vélinni. Sjö flugum Germanwings var aflýst í dag þar sem starfsmenn óskuðu þess að fljúga ekki daginn eftir harmleikinn. Önnur þýsk flugfélög hafa boðið fram starfsfólk til að tryggja að flug verði á áætlun.10:41:Þrír Bretar um borðPhilip Hammond, utanríkisráðherra Bretlands, segir að þrír Bretar hið minnsta hafi verið á meðal hinna látnu. Einnig hefur fengist staðfest að fórnarlömb hafi komið frá Þýskalandi, Spáni, Tyrklandi, Kasakstan, Ísrael, Danmörku og Belgíu.10:32:Skólastjórinn í áfalli Ulrich Wessel, skólastjóri Josef-König School í þýska bænum Haltern am See, ræddi við blaðamenn í morgun. Wessel var augljóslega mikið brugðið, en sextán nemendur skólans og tveir kennarar fórust í slysinu. „Við samhryggjumst öllum þeim foreldrum sem hafa misst ástkæra syni sína og dætur. [...] Þetta er harmleikur sem gerir mann orðlausan.“ Hann sagðist vera þakklátur fyrir öll þau samúðarskeyti sem hafi borist víðs vegar að. Wessel sagði að það hefðu verið tvær Germanwings vélar sem tóku á loft frá Barcelona á svipuðum tíma í gær. Það hafi um tíma gefið fólki von um að nemendurnir hefðu ekki verið í vélinni sem fórst. Síðar um daginn hafi hins vegar fengist staðfest að þeir hafi í raun verið um borð.10:26:Erfiðar aðstæðurPaul-Henry Brandet, talsmaður franska innanríkisráðuneytisins, segir að rignt hafi og snjóað yfir slysstaðnum í nótt. Því sé mjög sleipt í gilinu þar sem brak vélarinnar er að finna. Leiðin að slysstaðnum er mjög erfið yfirferðar en um 40 mínútur tekur fyrir fótgangandi að komast þangað frá næsta vegi.10:18: Annars flugritans enn leitað Búið er að finna annan flugrita vélarinnar, en talsmaður franska innanríkisráðuneytisins segir að hljóðupptaka úr flugstjórnarklefanum hafi eitthvað skemmst. Þó væri hægt að sækja einhverjar upplýsingar úr flugritanum. Áhersla verður í dag lögð á að finna hinn flugrita vélarinnar.
Frakkland Fréttir af flugi Germanwings 4U9525 Þýskaland Tengdar fréttir Enginn komst lífs af Björgunarmenn hafa verið kallaðir af vettvangi. 24. mars 2015 21:09 Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50 Starfsmenn neita að fljúga Starfsemi Germanwings hefur lamast eftir slysið. 24. mars 2015 23:36 Airbus-þota Germanwings hrapaði í frönsku Ölpunum 150 manns voru um borð í vélinni og eru allir taldir af. Vélin var á leið frá Barcelona til Düsseldorf. 24. mars 2015 10:52 Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Áhersla lögð á að finna flugrita vélarinnar Björgunarsveitir hófu aftur störf í morgun í frönsku Ölpunum þar sem farþegaþota Germanwings fórst í gær með 150 manns innanborðs. 25. mars 2015 08:50
Airbus-þota Germanwings hrapaði í frönsku Ölpunum 150 manns voru um borð í vélinni og eru allir taldir af. Vélin var á leið frá Barcelona til Düsseldorf. 24. mars 2015 10:52
Flaug á fjallið á 700 kílómetra hraða Sérfræðingar velta því nú fyrir sér hvers vegna vél Germanwings var ekki flogið í átt frá fjallendi þegar hún tók að missa hæð. 25. mars 2015 09:42