Körfubolti

Aðeins fjögur stig hjá mótherjum Norrköping í 4. leikhluta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigrún Sjöfn skoraði sjö stig fyrir Norrköping í dag.
Sigrún Sjöfn skoraði sjö stig fyrir Norrköping í dag. vísir/stefán
Það var lítið skorað þegar Norrköping Dolphins vann sex stiga sigur á Mark Basket á heimavelli í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Svíþjóð. Lokatölur 47-41, þótt þær líti frekar út fyrir að vera hálfleikstölur.

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði sjö stig og tók tvö fráköst í liði Höfrunganna en hún lék í tæpar 25 mínútur.

Mark Basket var með forystu í hálfleik, 21-25, og fyrir lokaleikhlutann var staðan 32-37, Mark Basket í vil.

En Sigrún og stöllur hennar skelltu í lás í vörninni í 4. leikhluta þar sem Mark Basket skoraði aðeins fjögur stig. Á meðan gerði Norrköping 15 og tryggði sér sigurinn.

Skotnýting Höfrunganna var aðeins 33,3% en hún var enn verri hjá Mark Basket, eða 27,1%. Gestirnir hittu til að mynda aðeins úr einu af 18 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.

Liðin mætast öðru sinni á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×