Vopnuð brjóst Hildur Björnsdóttir skrifar 3. apríl 2015 12:26 Fjórtán ára gömul hóf ég skammvinnan fyrirsætuferil. Ég var þátttakandi í alþjóðlegri tískuviku hérlendis og arkaði um tískupallana í fjölbreyttum múnderingum ólíkra hönnuða. Allt var þetta framandi og spennandi fyrir kornunga stúlku og fremur óframfærna. Baksviðs var mikill hasar og snör handtök réðu ríkjum við fataskipti milli sýninga. Ber og berskjölduð stóð ég baksviðs við fataskipti þegar einn hönnuðanna ákvað að strípa mig enn frekar klæðum. Innan undir gegnsærri blússu skyldi ég klæðast engu. Ég skyldi vera berbrjósta. Ég tók ákvörðuninni þegjandi og hljóðalaust. Fjórtán ára og óframfærin taldi ég mig lítið neitunarvald hafa. Ég beit á jaxlinn, arkaði inn sýningarpallinn og taldi niður sekúndurnar þar til allt yrði yfirstaðið. Þar til allt yrði gleymt. Dagana eftir tískuvikuna fjölluðu innlendir sem erlendir miðlar um viðburðinn. Víða birtust myndir af tískupöllunum og var hönnuðum gert mishátt undir höfði. Það sem helst er þó minnisstætt er hve oft tiltekin stúlka í tilteknum klæðum birtist á síðum ólíkra miðla. Stundum uppstækkuð og í aðalhlutverki. Berbrjósta og fjórtán ára. Óframfærna ég. Ég mun aldrei gleyma skömminni sem fylgdi í kjölfarið. Athugasemdunum og háðinu. Tárunum. Vanmáttarkennd fylgdi vitneskju um alla þá sem höfðu séð mig bera. Fjórtán ára, afhjúpuð og afvopnuð. En tíminn leið og myndirnar gleymdust. Internetið var ekki það svarthol sem við þekkjum í dag og samfélagsmiðlar ekki hluti þessa heims. Úrklippurnar fóru úr dreifingu og nýr fréttamatur rataði á matseðilinn. Brjóstabyltingin #freethenipple fór vart framhjá vökulum augum í vikunni sem leið. Ung kona varð fyrir aðkasti vegna myndbirtingar af eigin brjóstum og kynsystur hennar sýndu samstöðu. Í kjölfarið bættust fleiri í hópinn. Ástæðunum fjölgaði og byltingin styrktist. Fórnarlömb hefndarkláms tóku völdin í sínar hendur, konur afneituðu vanlíðan vegna stærðar og lögunar, mæður ítrekuðu grunnhlutverk brjóstanna og enn aðrar sýndu brjóst sín í ókyngerðu samhengi - og allar skiluðu þær skömminni til föðurhúsanna. Einhverjum þótti byltingin full víðfeðm og þar með merkingarlaus. Mér fannst margvísleikinn undirstrika mikilvægið - alla þá fjölbreyttu, manngerðu og tilgangslausu skömm sem konur bera í brjósti, vegna brjósta af brjóstumkennanlegum ástæðum. Nútíma kvennabarátta á sér anga víða. Svo víða að stundum reynist snúið að ná samfellu og samhengi. Stundum verða árekstrar og stundum þarf að staldra við - því stundum étur byltingin börnin sín. Brjóstabyltingin ögraði viðteknum viðhorfum og hrærði í gömlum venjum. Breytingar taka tíma og fólk þarf rými til umhugsunar. Það er óábyrgt að velta ekki vöngum yfir stúlkum á mótunarárum sem vegna þrýstings beruðu sig á stafrænum miðlum. Það er óábyrgt að útiloka það óréttmæta mótlæti sem fylgt getur í kjölfarið. Berbrjósta samþykka táningsstúlkan á tískupallinum vissi vel að brjóst væru bara brjóst. Það breytti litlu um viðhorf annarra og það breytti litlu um skömmina. Það er ekki allra að leiða byltingu. Brjóstabyltingin var falleg og kraftmikil samstöðuherferð hugrakkra kvenna. Hún snérist ekki um vilja okkar allra til að vera berbrjósta alls staðar alltaf. Hún snérist um sjálfsákvörðunarrétt og samstöðu. Hún snérist um vald til að setja mörk - og skyldu annarra til að virða þau óhikað. Hún snérist um óskilyrtan skilarétt á óréttmætri skömm. Um valdeflingu. Hún snérist um smekklegar myndir af stúlku á mótunarárum - fjórtán ára mér - sem aldrei áttu að vera klámvæddar. Hún snérist um daginn þegar kvenlíkaminn krafðist jafnréttis. Daginn þegar hefndarklám var gengisfellt. Daginn þegar fjölmörg brjóst náðu vopnum sínum aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein #FreeTheNipple Hildur Björnsdóttir Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Fjórtán ára gömul hóf ég skammvinnan fyrirsætuferil. Ég var þátttakandi í alþjóðlegri tískuviku hérlendis og arkaði um tískupallana í fjölbreyttum múnderingum ólíkra hönnuða. Allt var þetta framandi og spennandi fyrir kornunga stúlku og fremur óframfærna. Baksviðs var mikill hasar og snör handtök réðu ríkjum við fataskipti milli sýninga. Ber og berskjölduð stóð ég baksviðs við fataskipti þegar einn hönnuðanna ákvað að strípa mig enn frekar klæðum. Innan undir gegnsærri blússu skyldi ég klæðast engu. Ég skyldi vera berbrjósta. Ég tók ákvörðuninni þegjandi og hljóðalaust. Fjórtán ára og óframfærin taldi ég mig lítið neitunarvald hafa. Ég beit á jaxlinn, arkaði inn sýningarpallinn og taldi niður sekúndurnar þar til allt yrði yfirstaðið. Þar til allt yrði gleymt. Dagana eftir tískuvikuna fjölluðu innlendir sem erlendir miðlar um viðburðinn. Víða birtust myndir af tískupöllunum og var hönnuðum gert mishátt undir höfði. Það sem helst er þó minnisstætt er hve oft tiltekin stúlka í tilteknum klæðum birtist á síðum ólíkra miðla. Stundum uppstækkuð og í aðalhlutverki. Berbrjósta og fjórtán ára. Óframfærna ég. Ég mun aldrei gleyma skömminni sem fylgdi í kjölfarið. Athugasemdunum og háðinu. Tárunum. Vanmáttarkennd fylgdi vitneskju um alla þá sem höfðu séð mig bera. Fjórtán ára, afhjúpuð og afvopnuð. En tíminn leið og myndirnar gleymdust. Internetið var ekki það svarthol sem við þekkjum í dag og samfélagsmiðlar ekki hluti þessa heims. Úrklippurnar fóru úr dreifingu og nýr fréttamatur rataði á matseðilinn. Brjóstabyltingin #freethenipple fór vart framhjá vökulum augum í vikunni sem leið. Ung kona varð fyrir aðkasti vegna myndbirtingar af eigin brjóstum og kynsystur hennar sýndu samstöðu. Í kjölfarið bættust fleiri í hópinn. Ástæðunum fjölgaði og byltingin styrktist. Fórnarlömb hefndarkláms tóku völdin í sínar hendur, konur afneituðu vanlíðan vegna stærðar og lögunar, mæður ítrekuðu grunnhlutverk brjóstanna og enn aðrar sýndu brjóst sín í ókyngerðu samhengi - og allar skiluðu þær skömminni til föðurhúsanna. Einhverjum þótti byltingin full víðfeðm og þar með merkingarlaus. Mér fannst margvísleikinn undirstrika mikilvægið - alla þá fjölbreyttu, manngerðu og tilgangslausu skömm sem konur bera í brjósti, vegna brjósta af brjóstumkennanlegum ástæðum. Nútíma kvennabarátta á sér anga víða. Svo víða að stundum reynist snúið að ná samfellu og samhengi. Stundum verða árekstrar og stundum þarf að staldra við - því stundum étur byltingin börnin sín. Brjóstabyltingin ögraði viðteknum viðhorfum og hrærði í gömlum venjum. Breytingar taka tíma og fólk þarf rými til umhugsunar. Það er óábyrgt að velta ekki vöngum yfir stúlkum á mótunarárum sem vegna þrýstings beruðu sig á stafrænum miðlum. Það er óábyrgt að útiloka það óréttmæta mótlæti sem fylgt getur í kjölfarið. Berbrjósta samþykka táningsstúlkan á tískupallinum vissi vel að brjóst væru bara brjóst. Það breytti litlu um viðhorf annarra og það breytti litlu um skömmina. Það er ekki allra að leiða byltingu. Brjóstabyltingin var falleg og kraftmikil samstöðuherferð hugrakkra kvenna. Hún snérist ekki um vilja okkar allra til að vera berbrjósta alls staðar alltaf. Hún snérist um sjálfsákvörðunarrétt og samstöðu. Hún snérist um vald til að setja mörk - og skyldu annarra til að virða þau óhikað. Hún snérist um óskilyrtan skilarétt á óréttmætri skömm. Um valdeflingu. Hún snérist um smekklegar myndir af stúlku á mótunarárum - fjórtán ára mér - sem aldrei áttu að vera klámvæddar. Hún snérist um daginn þegar kvenlíkaminn krafðist jafnréttis. Daginn þegar hefndarklám var gengisfellt. Daginn þegar fjölmörg brjóst náðu vopnum sínum aftur.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun