Körfubolti

Harden stórkostlegur í sigri Houston | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harden skeggjaður.
Harden skeggjaður. vísir/getty
James Harden átti magnaðan leik fyrir Houston gegn Sacramento í NBA-körfuboltanum í nótt. Harden skoraði allt í allt 51 stig í sigri Houston, 115-111. Hann tók einnig átta fráköst, gaf stoðsendingar og stal þremur boltum.

Harden hefur leikið á alls oddi í vetur. Þetta var 33. leikurinn sem hann skorar yfir 30 stig í vetur og í níu þessara skipta hefur hann farið yfir 40 stigin. Þvílíkur vetur hjá piltinum.

DeMarcus Cousins var með ansi myndarlega þrennu fyrir Houston, en hann skoraði 24 sstig, tók 21 frákast og gaf tíu stoðsendingar. Houston er tryggt í úrslitakeppnina, en þetta var þriðji tapleikur Sacramento í röð.

Chris Paul var frábær í LA Clippers þegar liðið lagði Portland af velli í  miklum stigaleik í nótt. Lokatölur urðu 162-112, Clippers í vil, en Paul skoraði 41 stig og gaf 17 stoðsendingar. LaMarcus Aldridge gerði 29 fyrir Portland. Bæði lið eru komin í úrslitakeppnina.

Meistararnir frá því í fyrra, San Antonio Spurs, eru á frábæru skriði þessa daganna. Í nótt unnu þeir sinn fimmta leik, en þá vann liðið tólf stiga sigur á Orlando, 103-91. Aron Baynes var stigahæstur hjá San Antonio með átján stig, en um svokallaðan liðsheildarisgur var að ræða. Victor Oladipo gerði 24 fyrir Orlando.

Öll úrslit næturinnar:

Char­lotte - Detroit 102-78

Washingt­on - Phila­delp­hia 106-93

Okla­homa City - Dallas 131-135

Bost­on - Indi­ana 100-87

LA Lakers - New Or­le­ans 92-113

Hou­st­on - Sacra­mento 115-111

Milwaukee - Chicago 95-91

New York - Brook­lyn 98-100

Minnesota - Toronto 99-113

Utah - Den­ver 98-84

Or­lando - San Ant­onio 91-103

Port­land - LA Clip­p­ers 122-126

Paul frábær í nótt: James Harden - 51 stig, takk fyrir!: Frændinn með þrennu:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×